Innlent

Stúdentagarðar til borgarstjórnar

Valur Grettisson skrifar
Til stendur að reisa stúdentagarða í Brautarholti.
Til stendur að reisa stúdentagarða í Brautarholti. Fréttablaðið/Stefán
Meirihluti borgarstjórnar samþykkti breytingu á deiliskipulagi vegna byggingu Stúdentagarða við Brautarholt.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn málinu og bókuðu að rétt hefði verið að taka tillit til mjög skýrra athugasemda sem bárust við deiliskipulagið.

Í bókun Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sagði meðal annars:

„Borgarbúar eiga fyrst og fremst að geta treyst á skipulag sem stuðlar að lífvænlegri borg þar sem ólíkum samgönguháttum er gert jafn hátt undir höfði.“

Málið fer næst til afgreiðlsu borgarstjórnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×