Handbolti

Stórleikur Bjarka Más dugði ekki til

Bjarki Már Elísson.
Bjarki Már Elísson.
Strákarnir hans Aðalsteins Reynis Eyjólfssonar hjá Eisenach máttu sætta sig við tap, 29-32, gegn TuS N-Lübbecke í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag.

Lübbecke leiddi með þrem mörkum í hálfleik, 14-17, og gaf forskotið aldrei eftir.

Bjarki Már Elísson átti stórleik fyrir Eisenach og skoraði sjö mörk. Hannes Jón Jónsson skoraði þrjú mörk.

Eisenach er með þrjú stig, einu stigi frá fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×