Kobe: Langt síðan ég hef leikið betur Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 1. janúar 2013 20:45 Mynd/Nordic Photos/Getty „Það er langt síðan ég hef leikið betur," sagði Kobe Bryant stórstjarna Los Angeles Lakers eftir æfingu í gær mánudag um frammistöðu sína það sem af er tímabilinu í NBA körfuboltanum. Kobe Bryant hefur aldrei hitt betur á 17 ára ferli sínum. Hann hefur hitt úr 47,8 prósent skota sinna það sem af er tímabilinu. Bryant er 34 ára gamall en það hefur ekki stoppað hann í að skora manna mest á tímabilinu en hann er stigahæstur með 30,1 stig að meðaltali í leik. Desember mánuður var einstakur fyrir hann. Aldrei á ferlinum hafði honum tekist að skora 33,79 stig að meðaltali í leik yfir mánuð á sama tíma og hann náði að hirða 5,57 fráköst og gaf 4,64 stoðsendingar. „Ég held að þetta snúist fyrst og fremst um mínútur. Ég spila meira en síðustu ár og ég er heill heilsu. „Ég hafði heilt sumar til að verða heill, komast í form, styrkja mig og ég held að það hafi mikið með þetta gera. Mataræðið skiptir líka sköpum," sagði Kobe en hann hefur leikið um 38,7 mínútur að meðaltali í leik, örlítið meira en undir stjórn Mike Brown á síðustu leiktíð en umtalsvert meira en þegar hann lék 33,9 mínútur að meðaltali á síðasta tímabili Phil Jackson með Lakers. Bryant segir sjálfur að hann hafi leikið „á einum fæti" á síðasta tímabili Jackson en margir töldu þá að ferill Bryant væri á hraðri niðurleið. „Ég lék allt í lagi miðað við að ég væri á einum fæti en þetta snérist líka um fækkun mínútna á vellinum. Það fór í taugarnar á mér að fólk segði að ferillinn væri á niðurleið þegar þetta snérist fyrst og fremst um færri mínútur. Ég tók það nærri mér og vildi mæta enn betri til leiks þetta tímabilið," sagði Kobe Bryant sem hefur lengi verið þekktur fyrir einstakt keppnisskap og vinnusemi. „Ég hef ekki tekið nein sérstök bætiefni til að hjálpa mér. Það sem ég geri er að æfa af krafti og passa mataræðið. Maður þarf að meta sig rétt. Menn halda að þeir geti farið út og gert það sama og þegar þeir voru ungir og borðað það sama og áður og viðurkenna ekki að það sem þú borðar hefur áhrif. „Ég hef verið heiðarlegur við sjálfan mig og skorið margt niður og borða mjög heilsusamlega. Það er ömurlegt en það er þess virði," sagði Kobe Bryant sem borðar ekki lengur það sama og hann gerði fyrir leikinn sögulega gegn Toronto Raptors þegar Bryant skoraði 81 stig. Þá borðaði hann pepperoni flatböku og drakk gos með. Nú er það magur fiskur, kjöt og grænmeti sem er uppistaða fæðu hans. NBA Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
„Það er langt síðan ég hef leikið betur," sagði Kobe Bryant stórstjarna Los Angeles Lakers eftir æfingu í gær mánudag um frammistöðu sína það sem af er tímabilinu í NBA körfuboltanum. Kobe Bryant hefur aldrei hitt betur á 17 ára ferli sínum. Hann hefur hitt úr 47,8 prósent skota sinna það sem af er tímabilinu. Bryant er 34 ára gamall en það hefur ekki stoppað hann í að skora manna mest á tímabilinu en hann er stigahæstur með 30,1 stig að meðaltali í leik. Desember mánuður var einstakur fyrir hann. Aldrei á ferlinum hafði honum tekist að skora 33,79 stig að meðaltali í leik yfir mánuð á sama tíma og hann náði að hirða 5,57 fráköst og gaf 4,64 stoðsendingar. „Ég held að þetta snúist fyrst og fremst um mínútur. Ég spila meira en síðustu ár og ég er heill heilsu. „Ég hafði heilt sumar til að verða heill, komast í form, styrkja mig og ég held að það hafi mikið með þetta gera. Mataræðið skiptir líka sköpum," sagði Kobe en hann hefur leikið um 38,7 mínútur að meðaltali í leik, örlítið meira en undir stjórn Mike Brown á síðustu leiktíð en umtalsvert meira en þegar hann lék 33,9 mínútur að meðaltali á síðasta tímabili Phil Jackson með Lakers. Bryant segir sjálfur að hann hafi leikið „á einum fæti" á síðasta tímabili Jackson en margir töldu þá að ferill Bryant væri á hraðri niðurleið. „Ég lék allt í lagi miðað við að ég væri á einum fæti en þetta snérist líka um fækkun mínútna á vellinum. Það fór í taugarnar á mér að fólk segði að ferillinn væri á niðurleið þegar þetta snérist fyrst og fremst um færri mínútur. Ég tók það nærri mér og vildi mæta enn betri til leiks þetta tímabilið," sagði Kobe Bryant sem hefur lengi verið þekktur fyrir einstakt keppnisskap og vinnusemi. „Ég hef ekki tekið nein sérstök bætiefni til að hjálpa mér. Það sem ég geri er að æfa af krafti og passa mataræðið. Maður þarf að meta sig rétt. Menn halda að þeir geti farið út og gert það sama og þegar þeir voru ungir og borðað það sama og áður og viðurkenna ekki að það sem þú borðar hefur áhrif. „Ég hef verið heiðarlegur við sjálfan mig og skorið margt niður og borða mjög heilsusamlega. Það er ömurlegt en það er þess virði," sagði Kobe Bryant sem borðar ekki lengur það sama og hann gerði fyrir leikinn sögulega gegn Toronto Raptors þegar Bryant skoraði 81 stig. Þá borðaði hann pepperoni flatböku og drakk gos með. Nú er það magur fiskur, kjöt og grænmeti sem er uppistaða fæðu hans.
NBA Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira