Tap Orkuveitunnar fimmfaldast á milli ára Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. mars 2013 15:26 Orkuveita Reykjavíkur. Mynd/ Vilhelm. Tap Orkuveitu Reykjavíkur fimmfaldaðist í fyrra frá árinu 2011. Tapið í fyrra nam 2295 milljónum króna en tapið árið 2011 nam 556 milljónum. Þetta má sjá í ársreikningi Orkuveitunnar sem kom út í dag. Þrátt fyrir þetta jókst rekstrarhagnaður Orkuveitunnar um 2,3 milljarða króna og fór úr 12,4 milljörðum á árinu 2011 í 14,7 milljarða í fyrra. Ástæða tapsins er einkum óhagstæð þróun gengis og lækkun á álverði. Í tilkynningu frá Kauphöllinni segir að frá vori 2011 hafi Orkuveitan verið rekin í samræmi við aðgerðaáætlun fyrirtækisins og eigenda, Planið. Markmið þess hafi verið að bæta sjóðstreymi Orkuveitunnar um 50 milljarða króna á árabilinu 2011 til og með 2016. Í lok árs 2012 hafi allir þættir þess verið á áætlun, sumir gott betur, nema sala eigna. Með aðgerðum stjórnar og eigenda síðustu vikur hafi sá þáttur aftur komist á sporið. Þannig hafi verið staðfest á stjórnarfundi Orkuveitunnar í dag að sala Perlunnar fyrir 950 milljónir króna muni ganga eftir og forstjóri fengið heimild stjórnar til að ganga frá samningi um sölu höfuðstöðvanna að Bæjarhálsi fyrir 5,1 milljarð króna. Áfram sé unnið að sölu fleiri eigna. Þrátt fyrir að eignasala hafi tafist sé árangur Plansins frá samþykkt þess til ársloka 2012 um 1,8 milljarða króna umfram áætlun.Samþykkt að gera samninga um gjaldeyrislán „Ytri þættir voru rekstrinum áfram óhagfelldir á árinu 2012. Álverð lækkaði og gengi íslensku krónunnar veiktist. Þetta hefur áhrif á reiknað verðmæti raforkusölusamninga Orkuveitunnar við stóriðju og skuldir í erlendum gjaldmiðlum hækka. Samanlögð áhrif þessa og fleiri reiknaðra fjárhagsstærða í rekstrareikningi Orkuveitunnar eru neikvæð sem nemur 13,4 milljörðum króna. Af þessum sökum er heildarniðurstaða ársreikningsins neikvæð sem nemur 2,3 milljörðum króna. Markvisst er unnið að því að draga úr áhættu í rekstrinum vegna þróunar álverðs, gengis og vaxta með samningum við íslenskar og erlendar fjármálastofnanir," segir í tilkynningu Orkuveitunnar. Þá segir í tilkynningunni að stjórn Orkuveitunnar hafi samþykkt á fundi sínum í dag að gera samninga um gjaldeyrislán frá erlendum og innlendum bönkum og umfangsmikla áhættuvarnarsamninga gegn sveiflum í gengi gjaldmiðla og vöxtum. Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Tap Orkuveitu Reykjavíkur fimmfaldaðist í fyrra frá árinu 2011. Tapið í fyrra nam 2295 milljónum króna en tapið árið 2011 nam 556 milljónum. Þetta má sjá í ársreikningi Orkuveitunnar sem kom út í dag. Þrátt fyrir þetta jókst rekstrarhagnaður Orkuveitunnar um 2,3 milljarða króna og fór úr 12,4 milljörðum á árinu 2011 í 14,7 milljarða í fyrra. Ástæða tapsins er einkum óhagstæð þróun gengis og lækkun á álverði. Í tilkynningu frá Kauphöllinni segir að frá vori 2011 hafi Orkuveitan verið rekin í samræmi við aðgerðaáætlun fyrirtækisins og eigenda, Planið. Markmið þess hafi verið að bæta sjóðstreymi Orkuveitunnar um 50 milljarða króna á árabilinu 2011 til og með 2016. Í lok árs 2012 hafi allir þættir þess verið á áætlun, sumir gott betur, nema sala eigna. Með aðgerðum stjórnar og eigenda síðustu vikur hafi sá þáttur aftur komist á sporið. Þannig hafi verið staðfest á stjórnarfundi Orkuveitunnar í dag að sala Perlunnar fyrir 950 milljónir króna muni ganga eftir og forstjóri fengið heimild stjórnar til að ganga frá samningi um sölu höfuðstöðvanna að Bæjarhálsi fyrir 5,1 milljarð króna. Áfram sé unnið að sölu fleiri eigna. Þrátt fyrir að eignasala hafi tafist sé árangur Plansins frá samþykkt þess til ársloka 2012 um 1,8 milljarða króna umfram áætlun.Samþykkt að gera samninga um gjaldeyrislán „Ytri þættir voru rekstrinum áfram óhagfelldir á árinu 2012. Álverð lækkaði og gengi íslensku krónunnar veiktist. Þetta hefur áhrif á reiknað verðmæti raforkusölusamninga Orkuveitunnar við stóriðju og skuldir í erlendum gjaldmiðlum hækka. Samanlögð áhrif þessa og fleiri reiknaðra fjárhagsstærða í rekstrareikningi Orkuveitunnar eru neikvæð sem nemur 13,4 milljörðum króna. Af þessum sökum er heildarniðurstaða ársreikningsins neikvæð sem nemur 2,3 milljörðum króna. Markvisst er unnið að því að draga úr áhættu í rekstrinum vegna þróunar álverðs, gengis og vaxta með samningum við íslenskar og erlendar fjármálastofnanir," segir í tilkynningu Orkuveitunnar. Þá segir í tilkynningunni að stjórn Orkuveitunnar hafi samþykkt á fundi sínum í dag að gera samninga um gjaldeyrislán frá erlendum og innlendum bönkum og umfangsmikla áhættuvarnarsamninga gegn sveiflum í gengi gjaldmiðla og vöxtum.
Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira