50+ já takk Sigurður Árni Þórðarson skrifar 21. mars 2013 06:00 Fyrir hverja er Fréttablaðið? Ég hef skrifað marga pistla í blaðið og notkun þeirra er fjölbreytileg: „Takk, fyrir pistilinn, hann var sendur á alla í fyrirtækinu okkar og það varð heilmikil umræða.“ Svo hefur fjöldi fólks klippt út bakþanka mína og notað í heimilisumræðunni. Margir hafa hringt í mig og sagt mér frá breyttri og bættri lífsafstöðu vegna skrifanna. Viðbrögð hafa staðfest að pistlaefnið hefur verið framsent, endurunnið og endurlífgað af lifandi fólki. Stórkostlegt. Fyrir hverja eru fjölmiðlar? Til að þjóna fólki. Frá haustinu 2010 hef ég skrifað í Fréttablaðið um litríki daganna, fjölbreytileika mannlífsins, um hetjur, gleðimál – og ýmislegt sem eflir okkur. Mér hefur orðið ljóst að fólk les með ólíku móti. Eitt er að skruna og skima og annað að lesa aftur og tala um efnið. Stærri hópur fólks en mig óraði fyrir les með athygli, endurles og ræðir við sína. Hann er óháður aldri, lit, kyni og stöðu. Þetta fólk gerir kröfur, hefur vakandi meðvitund og miðlar því sem hrífur og snertir.Stefnubreyting Svo varð stefnubreyting á Fréttablaðinu, fólki var sagt upp og ég er í þeim hópi. Félög, stofnanir, fjölmiðlar og einstaklingar eiga reglulega að endurskoða markmið og leiðir – líka Fréttablaðið. Engan ætti að daga uppi í starfi, ekki heldur pistlahöfunda. Ég fagna breytingum til góðs en fékk vonda skýringu sem fyllir mig tortryggni. Skýringin kom á óvart og er tilefni þessarar greinar. Ástæða uppsagnar var ekki að pistlar mínir væru lélegir og ekki heldur að ég væri prestur. Ástæðan var aldur minn. Blaðið þyrfti að sækja inn á æskumarkaðinn. Lesendum Fréttablaðsins í hópi 50 ára og eldri hefur fjölgað, er stærsti lesendahópurinn og er þar með mikilvægur markhópur auglýsenda. Í stað þess að styrkja þjónustuna við þetta fólk ætlar blaðið aðallega að sækja inn í æskugeirann með yngri höfundum. Skýringin er trúverðug en ég hræðist inntak hennar. Stækkandi kúnnahópur fær verri þjónustu! Hvers konar afstaða er það? Fyrir hverja eru fjölmiðlar? Unga eða gamla, karla eða konur, hvíta eða litaða? Hlustar stjórn Fréttablaðsins á alla aldurshópa samfélagsins eða helst á þau sem eru hnakkar eða hipp og kúl? Til hvers er fjölmiðlun stunduð, í þágu hverra og hvaða hagsmuna? Er fólk á miðjum aldri – eins og ég – og fólk á efri árum orðið úrgangshópur 365-miðla? Fleiri miðaldra fá minni þjónustu til að ganga í augu þeirra sem kunna best við skjálífið. Það er synd sem merkir að missa marks. Fjölmiðlar eru fyrir fólk og eiga að þjóna lifandi fólki með þeim hætti sem hentar og til góðs. Ég hef áhyggjur af aldurs- og elliglöpum Fréttablaðsins og hvet ritstjórn til að virða lesendur sína og þjóna þeim við hæfi. En umfram allt iðkið vandaða blaðamennsku og í þágu allra hópa. Upp, upp, 50+. Verið blessuð og takk fyrir samfylgdina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir hverja er Fréttablaðið? Ég hef skrifað marga pistla í blaðið og notkun þeirra er fjölbreytileg: „Takk, fyrir pistilinn, hann var sendur á alla í fyrirtækinu okkar og það varð heilmikil umræða.“ Svo hefur fjöldi fólks klippt út bakþanka mína og notað í heimilisumræðunni. Margir hafa hringt í mig og sagt mér frá breyttri og bættri lífsafstöðu vegna skrifanna. Viðbrögð hafa staðfest að pistlaefnið hefur verið framsent, endurunnið og endurlífgað af lifandi fólki. Stórkostlegt. Fyrir hverja eru fjölmiðlar? Til að þjóna fólki. Frá haustinu 2010 hef ég skrifað í Fréttablaðið um litríki daganna, fjölbreytileika mannlífsins, um hetjur, gleðimál – og ýmislegt sem eflir okkur. Mér hefur orðið ljóst að fólk les með ólíku móti. Eitt er að skruna og skima og annað að lesa aftur og tala um efnið. Stærri hópur fólks en mig óraði fyrir les með athygli, endurles og ræðir við sína. Hann er óháður aldri, lit, kyni og stöðu. Þetta fólk gerir kröfur, hefur vakandi meðvitund og miðlar því sem hrífur og snertir.Stefnubreyting Svo varð stefnubreyting á Fréttablaðinu, fólki var sagt upp og ég er í þeim hópi. Félög, stofnanir, fjölmiðlar og einstaklingar eiga reglulega að endurskoða markmið og leiðir – líka Fréttablaðið. Engan ætti að daga uppi í starfi, ekki heldur pistlahöfunda. Ég fagna breytingum til góðs en fékk vonda skýringu sem fyllir mig tortryggni. Skýringin kom á óvart og er tilefni þessarar greinar. Ástæða uppsagnar var ekki að pistlar mínir væru lélegir og ekki heldur að ég væri prestur. Ástæðan var aldur minn. Blaðið þyrfti að sækja inn á æskumarkaðinn. Lesendum Fréttablaðsins í hópi 50 ára og eldri hefur fjölgað, er stærsti lesendahópurinn og er þar með mikilvægur markhópur auglýsenda. Í stað þess að styrkja þjónustuna við þetta fólk ætlar blaðið aðallega að sækja inn í æskugeirann með yngri höfundum. Skýringin er trúverðug en ég hræðist inntak hennar. Stækkandi kúnnahópur fær verri þjónustu! Hvers konar afstaða er það? Fyrir hverja eru fjölmiðlar? Unga eða gamla, karla eða konur, hvíta eða litaða? Hlustar stjórn Fréttablaðsins á alla aldurshópa samfélagsins eða helst á þau sem eru hnakkar eða hipp og kúl? Til hvers er fjölmiðlun stunduð, í þágu hverra og hvaða hagsmuna? Er fólk á miðjum aldri – eins og ég – og fólk á efri árum orðið úrgangshópur 365-miðla? Fleiri miðaldra fá minni þjónustu til að ganga í augu þeirra sem kunna best við skjálífið. Það er synd sem merkir að missa marks. Fjölmiðlar eru fyrir fólk og eiga að þjóna lifandi fólki með þeim hætti sem hentar og til góðs. Ég hef áhyggjur af aldurs- og elliglöpum Fréttablaðsins og hvet ritstjórn til að virða lesendur sína og þjóna þeim við hæfi. En umfram allt iðkið vandaða blaðamennsku og í þágu allra hópa. Upp, upp, 50+. Verið blessuð og takk fyrir samfylgdina.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun