Innlent

Í gæsluvarðhaldi grunaður um stórfelld fjársvik

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
mynd úr safni

Maður um tvítugt hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan á fimmtudag vegna gruns um stórfelld fjársvik. Þetta staðfestir Grímur Grímsson hjá rannsóknardeild lögreglunnar. „Við erum með mál til rannsóknar hjá auðgunabrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og erum með mann í gæsluvarðhaldi.“

Er manninum meðal annars gefið að sök að hafa svikið vörur að verðmæti 700 þúsund króna úr verslun í Reykjavík, en nokkur önnur mál eru til rannsóknar gegn manninum.

Verslunareigandinn segir manninn hafa villt á sér heimildir og gefið upp nafn eiganda bókaútgáfufyrirtækis á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirtækinu hafi hann flett upp hjá Creditinfo og allt litið eðlilega út. Maðurinn hafi borgað tvo fyrstu reikningana sem honum voru sendir en síðan hafi hann hætt að borga.

Gæsluvarðhaldið yfir manninum rennur út á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×