NBA: Rose með sigurkörfu Chicago Bulls Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2013 08:18 Derrick Rose. Mynd/NordicPhotos/Getty Derrick Rose var hetja Chicago Bulls í NBA-deildinni í körfubolta í nótt í fyrsta heimaleik sínum eftir að hann snéri til baka eftir eins og hálfs árs fjarveru vegna krossbandsslita. Chris Paul átti stórkostlegan leik þegar Los Angeles Clippers vann sinn fyrsta leik á tímabilinu.Derrick Rose skoraði sigurkörfu Chicago Bulls 5,7 sekúndum fyrir leikslok í 82-81 heimasigri á New York Knicks. Rose skoraði 18 stig í leiknum en klikkaði á 16 af 23 skotum sínum. Luol Deng skoraði 17 stig og Carlos Boozer var með 14 stig. Chicago Bulls vann fyrsta leikhlutann 26-16 og tók strax frumkvæðið í leiknum en var 9-20 undir í fjórða leikhlutanum þegar Rose skoraði sigurkörfuna og reddaði málunum fyrir sína menn. Carmelo Anthony skoraði 22 stig fyrir New York og var einnig með 6 fráköst, 6 stoðsendingar og 6 varin skot. Tyson Chandler var með 19 fráköst, 7 stig og 4 varin skot.Chris Paul skoraði 42 stig og gaf 15 stoðsendingar þegar Los Angeles Clippers vann 126-115 sigur á Golden State Warriors en Clippers-liðið kom sterkt til baka eftir óvænt tap á móti nágrönnum sínum í Lakers í fyrsta leik. Sýning Paul náði hápunkti sínum í þriðja leikhluta þegar hann henti boltanum upp þrisvar sinnum á 30 sekúndum og Blake Griffin tróð boltanum viðstöðulaust í körfuna í öll skiptin. Blake Griffin var með 23 stig og 10 fráköst í leiknum, Jamal Crawford skoraði 17 stig og DeAndre Jordan var með 17 fráköst og 9 stig. Stephen Curry var með 39 stig og 9 stoðsendingar hjá Golden State og David Lee skoraði 22 stig. NBA Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjá meira
Derrick Rose var hetja Chicago Bulls í NBA-deildinni í körfubolta í nótt í fyrsta heimaleik sínum eftir að hann snéri til baka eftir eins og hálfs árs fjarveru vegna krossbandsslita. Chris Paul átti stórkostlegan leik þegar Los Angeles Clippers vann sinn fyrsta leik á tímabilinu.Derrick Rose skoraði sigurkörfu Chicago Bulls 5,7 sekúndum fyrir leikslok í 82-81 heimasigri á New York Knicks. Rose skoraði 18 stig í leiknum en klikkaði á 16 af 23 skotum sínum. Luol Deng skoraði 17 stig og Carlos Boozer var með 14 stig. Chicago Bulls vann fyrsta leikhlutann 26-16 og tók strax frumkvæðið í leiknum en var 9-20 undir í fjórða leikhlutanum þegar Rose skoraði sigurkörfuna og reddaði málunum fyrir sína menn. Carmelo Anthony skoraði 22 stig fyrir New York og var einnig með 6 fráköst, 6 stoðsendingar og 6 varin skot. Tyson Chandler var með 19 fráköst, 7 stig og 4 varin skot.Chris Paul skoraði 42 stig og gaf 15 stoðsendingar þegar Los Angeles Clippers vann 126-115 sigur á Golden State Warriors en Clippers-liðið kom sterkt til baka eftir óvænt tap á móti nágrönnum sínum í Lakers í fyrsta leik. Sýning Paul náði hápunkti sínum í þriðja leikhluta þegar hann henti boltanum upp þrisvar sinnum á 30 sekúndum og Blake Griffin tróð boltanum viðstöðulaust í körfuna í öll skiptin. Blake Griffin var með 23 stig og 10 fráköst í leiknum, Jamal Crawford skoraði 17 stig og DeAndre Jordan var með 17 fráköst og 9 stig. Stephen Curry var með 39 stig og 9 stoðsendingar hjá Golden State og David Lee skoraði 22 stig.
NBA Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjá meira