Sautjánda keppnin fer fram í Abu Dhabi um helgina Rúnar Jónsson skrifar 1. nóvember 2013 18:45 Yas Marina í Abu Dhabi nordicphotos/getty Sautjánda keppni tímabilsins í Formúlunni fer fram um helgina á hinni glæsilegu braut Yas Marina í Abu Dhabi. Þrátt fyrir að Sebastian Vettel og RedBull liðið hafi tryggt sér Heimsmeistaratitilinn í síðustu keppni á Indlandi, þá verður klárlega hart barist um sigur í keppninni. Á síðasta ári var það Kimi Raikkonen sem fagnaði sigri í Abu Dhabi en Raikkonen hefur ekki náð að sigra í keppni síðan í Ástralíu, sem var fyrsta keppni ársins. Vettel hefur sigrað í 10 af 16 keppnum tímabilsins og í síðustu 6 í röð en Vettel stefnir á að jafna met Schumachers með sigri í Abu Dhabi, og ná þar með að sigra í sjö keppnum í röð á einu og sama tímabilinu. Tveimur æfingum er lokið á brautinni í dag , og var það Romain Grosjean á Lotus sem var fljótastur á þeirri fyrri en Sebastian Vettel á Red Bull á seinni æfingunni. Tímatakan er á morgun laugardag klukkan 12.50 og keppnin á sunnudag klukkan 12.30 allt í beinni á Stöð 2 Sport & HD. Formúla Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sautjánda keppni tímabilsins í Formúlunni fer fram um helgina á hinni glæsilegu braut Yas Marina í Abu Dhabi. Þrátt fyrir að Sebastian Vettel og RedBull liðið hafi tryggt sér Heimsmeistaratitilinn í síðustu keppni á Indlandi, þá verður klárlega hart barist um sigur í keppninni. Á síðasta ári var það Kimi Raikkonen sem fagnaði sigri í Abu Dhabi en Raikkonen hefur ekki náð að sigra í keppni síðan í Ástralíu, sem var fyrsta keppni ársins. Vettel hefur sigrað í 10 af 16 keppnum tímabilsins og í síðustu 6 í röð en Vettel stefnir á að jafna met Schumachers með sigri í Abu Dhabi, og ná þar með að sigra í sjö keppnum í röð á einu og sama tímabilinu. Tveimur æfingum er lokið á brautinni í dag , og var það Romain Grosjean á Lotus sem var fljótastur á þeirri fyrri en Sebastian Vettel á Red Bull á seinni æfingunni. Tímatakan er á morgun laugardag klukkan 12.50 og keppnin á sunnudag klukkan 12.30 allt í beinni á Stöð 2 Sport & HD.
Formúla Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira