Happdrætti? Ásbjörn Ólafsson skrifar 2. apríl 2012 06:00 Það er gott að styðja verðug málefni og rekstur happdrætta er góð leið fyrir góðgerðarfélög að afla sér tekna. Þannig er t.d. happdrætti SÍBS hornsteinn framkvæmda á Reykjalundi og undirstaða þess að hægt er að sinna fjölmörgum öryrkjum og veita þeim atvinnu við hæfi. Það sama gildir um flest önnur happdrætti. Þau eru mikilvægur þáttur í rekstri félaganna. Til að fólk hafi áhuga á að kaupa happdrættismiða eru vinningar sem auka líkur á að fólk kaupi miða ef þeir eru spennandi. Ég vil halda því fram að kominn sé tími á að endurskoða vinningaskrár stærstu happdrættanna. Stærstu vinningarnir hjá Blindrafélaginu, Gigtarfélaginu, Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, Húsnæðisfélagi SEM, Styrktarfélagi vangefinna og Sjálfsbjörg eru allt bílar og það sama gildir um DAS þó að þann vinning megi að vísu einnig leysa út sem pening. Það er einungis í hausthappdrætti Félags heyrnarlausra sem fyrsti vinningur er ekki bíll, en það er 3D sjónvarp að verðmæti 1,1 milljón. Fyrstu tveir vinningarnir í síðasta happdrætti Bandalags íslenska skáta á árinu 1995 voru einnig bílar en happdrættismiðarnir voru að vísu einungis sendir til bíleigenda og markmiðið var að stuðla að auknu öryggi barna í umferðinni. Vinningarnir í stóru vöruhappdrættunum sem koma þar á eftir eru fleiri bílar, inneign á bíla, ferðavinningar, sjónvörp og tölvur. Minnstu vinningarnir eru vöruúttektir. Ekki mjög lýðheilsuvænir vinningar nema e.t.v. ferðavinningarnir (ef þeir eru ekki nýttir í óhófleg sólböð) og myndavél sem var í hausthappdrætti Félags heyrnarlausra. Eitt happdrættið býður meira að segja upp á bensínúttektir. Hver vill ekki eignast nýjan bíl mætti spyrja sig. En er bíll góður happdrættisvinningur? Samkvæmt FÍB kostar rekstur 2,7 milljóna króna bíls sem ekið er 15 þúsund kílómetra á ári og eyðir 8 lítrum á hundraðið tæplega 1,1 milljón á ári og hafði þá hækkað um 7,87% á milli ára. Hvernig væri nú að fara að breyta vinningaskránni?! Nýtt hjól kostar tæplega 100 þúsund kall og 9 mánaða kort í strætó 42.500. Það gæti líka verið árskort í sund eða líkamsræktarstöðvar eða einhvers konar gjafabréf á þjónustu, t.d. hárgreiðslu eða nudd og fjölga frekar vinningunum! Það eru ljón í veginum. Þannig stendur í lögum um happdrætti DAS: „Dvalarheimili aldraðra sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði, skammstafað D.A.S., er heimilt að reka flokkahappdrætti um bifreiðir, bifhjól, báta, búnaðarvélar, íbúðarhús og einstakar íbúðir, húsbúnað, hljóðfæri, búpening, flugvélar og farmiða til ferðalaga, svo og símahappdrætti um bifreiðir og húsbúnað“. Það er bundið í lög hvað vinningaskráin megi innihalda, jafn furðulegt og það nú er. Lög eru samt ekkert lögmál. Þeim þarf bara að breyta ef þau eru úrelt. Fyrst ég er á annað borð að fjalla um happdrætti vil ég líka fækka tölunum i lottóinu. Í dag eru dregnar 5 kúlur af 40 og að jafnaði þarf að spila í um 12 þúsund ár til fá 5 tölur réttar. Ef við fækkuðum tölunum í 31 tæki það ekki nema 3.300 ár og ef við drægjum bara 4 tölur af 31 tæki það einungis 600 ár. Hættum þessari ofuráherslu á ofurvinninga. Leyfum fleiri að vinna í happdrætti. Við græðum öll á því, líka góðgerðarfélögin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er gott að styðja verðug málefni og rekstur happdrætta er góð leið fyrir góðgerðarfélög að afla sér tekna. Þannig er t.d. happdrætti SÍBS hornsteinn framkvæmda á Reykjalundi og undirstaða þess að hægt er að sinna fjölmörgum öryrkjum og veita þeim atvinnu við hæfi. Það sama gildir um flest önnur happdrætti. Þau eru mikilvægur þáttur í rekstri félaganna. Til að fólk hafi áhuga á að kaupa happdrættismiða eru vinningar sem auka líkur á að fólk kaupi miða ef þeir eru spennandi. Ég vil halda því fram að kominn sé tími á að endurskoða vinningaskrár stærstu happdrættanna. Stærstu vinningarnir hjá Blindrafélaginu, Gigtarfélaginu, Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, Húsnæðisfélagi SEM, Styrktarfélagi vangefinna og Sjálfsbjörg eru allt bílar og það sama gildir um DAS þó að þann vinning megi að vísu einnig leysa út sem pening. Það er einungis í hausthappdrætti Félags heyrnarlausra sem fyrsti vinningur er ekki bíll, en það er 3D sjónvarp að verðmæti 1,1 milljón. Fyrstu tveir vinningarnir í síðasta happdrætti Bandalags íslenska skáta á árinu 1995 voru einnig bílar en happdrættismiðarnir voru að vísu einungis sendir til bíleigenda og markmiðið var að stuðla að auknu öryggi barna í umferðinni. Vinningarnir í stóru vöruhappdrættunum sem koma þar á eftir eru fleiri bílar, inneign á bíla, ferðavinningar, sjónvörp og tölvur. Minnstu vinningarnir eru vöruúttektir. Ekki mjög lýðheilsuvænir vinningar nema e.t.v. ferðavinningarnir (ef þeir eru ekki nýttir í óhófleg sólböð) og myndavél sem var í hausthappdrætti Félags heyrnarlausra. Eitt happdrættið býður meira að segja upp á bensínúttektir. Hver vill ekki eignast nýjan bíl mætti spyrja sig. En er bíll góður happdrættisvinningur? Samkvæmt FÍB kostar rekstur 2,7 milljóna króna bíls sem ekið er 15 þúsund kílómetra á ári og eyðir 8 lítrum á hundraðið tæplega 1,1 milljón á ári og hafði þá hækkað um 7,87% á milli ára. Hvernig væri nú að fara að breyta vinningaskránni?! Nýtt hjól kostar tæplega 100 þúsund kall og 9 mánaða kort í strætó 42.500. Það gæti líka verið árskort í sund eða líkamsræktarstöðvar eða einhvers konar gjafabréf á þjónustu, t.d. hárgreiðslu eða nudd og fjölga frekar vinningunum! Það eru ljón í veginum. Þannig stendur í lögum um happdrætti DAS: „Dvalarheimili aldraðra sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði, skammstafað D.A.S., er heimilt að reka flokkahappdrætti um bifreiðir, bifhjól, báta, búnaðarvélar, íbúðarhús og einstakar íbúðir, húsbúnað, hljóðfæri, búpening, flugvélar og farmiða til ferðalaga, svo og símahappdrætti um bifreiðir og húsbúnað“. Það er bundið í lög hvað vinningaskráin megi innihalda, jafn furðulegt og það nú er. Lög eru samt ekkert lögmál. Þeim þarf bara að breyta ef þau eru úrelt. Fyrst ég er á annað borð að fjalla um happdrætti vil ég líka fækka tölunum i lottóinu. Í dag eru dregnar 5 kúlur af 40 og að jafnaði þarf að spila í um 12 þúsund ár til fá 5 tölur réttar. Ef við fækkuðum tölunum í 31 tæki það ekki nema 3.300 ár og ef við drægjum bara 4 tölur af 31 tæki það einungis 600 ár. Hættum þessari ofuráherslu á ofurvinninga. Leyfum fleiri að vinna í happdrætti. Við græðum öll á því, líka góðgerðarfélögin.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar