James Harden gekk í gær í raðir Houston Rockets frá Oklahoma City Thunder en Harden hefur verið lykilmaður í frábæru liði OKC undanfarinn ár.
Oklahoma City Thunder komst alla leið í lokaúrslitin gegn Miami Heat á síðasta tímabili og var Harden stórkostlegur á síðasta tímabili.
Harden var valinn bestu sjötti leikmaðurinn á síðasta tímabili og spilaði stórt hlutverk hjá OKC.
Þessar fregnir koma gríðarlega á óvart og mikið áfall fyrir Oklahoma City Thunders. Fjórir leikmenn fara frá OKC yfir til Houston en þeir eru Cole Adrich, Daequan Book, Lazar Hayward og James Harden.
OKC fékk í staðinn Jeremy Lamb og Kevin Martin. Auk þess fær liðið tvo valrétti í fyrstu umferð nýliðavalsins og einn valrétt í annarri umferð.
Það verður gríðarlega erfitt fyrir OKC að komast eins langt og á síðustu leiktíð eftir að hafa misst þennan frábæra leikmann.
