Slitastjórn Landsbankans hefur greitt helminginn af Icesave skuldinni eða 677 milljarða króna af forgangskröfum í þrotabúið.
Þetta kemur fram á vefsíðu slitastjórnarinnar. Þar segir að í þessum mánuði hafi 82 milljarðar króna verið greiddar Icesave kröfuhöfunum. Fyrstu greiðslurnar voru 2. desember í fyrra og námu þær greiðslur að jafnvirði um 432 milljörðum króna. Í maí s.l. voru 162 milljarðar króna greiddir og því hefur slitastjórnin greitt út að jafnvirði nálægt 677 milljörðum króna samanlagt, sem svarar til um 50% af fjárhæðum forgangskrafna.
Fram kemur á vefsíðunni að á móti hafi slitastjórnin fengið greidda samtals 16 milljarða kr. af sérstökum geymslureikningum. Þessar endurgreiðslur eru vegna krafna í þrotabúið sem endanlega hefur verið hafnað.
Heildar virði eigna þrotabúss Landsbankans er nú talið vera tæplega 1.500 milljarðar króna, eða 1.496 milljarðar nákvæmlega. Forgangskröfur í búið, þar sem kröfur frá þeim sem áttu fé inn á Icesave reikningum eru langsamlega fyrirferðamestar, eru ríflega 1.300 milljarðar króna, og því eru eignir bússins nú metnar á um 180 milljörðum meira, heldur en sem nemur forgangskröfum.
Búið að greiða helminginn af Icesave skuldinni

Mest lesið

Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans
Viðskipti innlent


Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic
Viðskipti erlent

Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili
Viðskipti innlent

Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta
Viðskipti innlent


Þjónustudagur Toyota
Samstarf

„Þetta er framar okkar björtustu vonum“
Viðskipti innlent

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní
Viðskipti innlent

Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins
Viðskipti innlent