Ríkisendurskoðandi taldi skýrsluna aðeins hafa sögulegt gildi BBI skrifar 15. október 2012 16:02 Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi. Mynd/GVA Sífelldar breytingar á mannhaldi, aðkallandi verkefni eftir hrunið 2008 og að lokum vangaveltur um hvort of langur tími væri liðinn frá því að því kerfið var keypt er meðal þess sem olli drættinum á úttekt Ríkisendurskoðunar á Oracle-kerfinu svonefnda. Þetta kemur fram í minnisblaði Ríkisendurskoðanda sem rætt var í forsætisnefnd Alþingis í dag. Í minnisblaðinu rekur ríkisendurskoðandi, Sveinn Arason, ferlið allt og skýrir hinn mikla drátt á úttektinni á kaupum ríkisins á fjárhags- og mannauðskerfi (Oracle) á árinu 2001. Kastljósið gerði dráttinn að umfjöllunarefni á dögunum.Nýir starfsmenn Óskað var eftir úttektinni árið 2004. Til að vinna að úttektinni þurfti sérfræðing á sviði upplýsingamála. Á þeim tíma var aðeins einn slíkur sérfræðingur í vinnu hjá Ríkisendurskoðun. Sá starfsmaður var frá vinnu vegna veikinda á árunum 2004 og 2005 og því tafðist vinnan. Á árinu 2005 voru tveir nýir kerfisfræðingar ráðnir til starfa hjá Ríkisendurskoðun. Í stað þess að ráðast í úttekt á fjárhags- og mannauðskerfi (Oracle) byrjuðu þeir á smærri verkefnum. Þegar þeir fóru að rýna í Oracle óskaði Fjársýsla ríkisins eftir að hægt yrði á vinnunni vegna anna. Kerfisfræðingarnir hættu svo hjá stofnuninni á árinu 2006 og því skorti starfsfólk til að vinna að verkefninu sem tafðist því meira. Einnig taldi Ríkisendurskoðun rétt að bíða með úttektina og skýrslugerðina þar til innleiðingu kerfisins væri lokið, enda ekki sanngjarnt að taka út ófullbúið kerfi. Árið 2007 var að nýju ráðinn kerfisfræðingur að stofnuninni. Þá hófst vinna við skýrsluna að krafti og fyrstu drög lágu fyrir árið 2008, fjórum árum eftir að óskað var eftir úttektinni. Þáverandi ríkisendurskoðandi var hins vegar ekki ánægður með drögin og ákvað að láta skoða ýmsa þætti málsins nánar.Enginn feluleikur Í ársskýrslu Ríkisendurskoðunar árið 2007 sem dreift var á Alþingi var fjallað um skýrsluna og útgáfa hennar boðuð á fyrri hluta árs 2008. „Með ofangreinda umfjöllun í huga má öllum ver ljóst að það er bersýnilega bæði rangt og ósanngjarnt að fullyrða að stofnunin hafi á einhvern hátt reynt að leyna því að unnið væri að skýrslu um verkefnið," segir í minnisblaði Ríkisendurskoðanda.Efnahagshrun Við hrun bankanna árið 2008 riðluðust allar starfsáætlanir stofnunarinnar og helstu sérfræðingar hennar á sviði fjárhagsendurskoðunar sneru sér að verkefnum sem tengdust hruninu. Ekki var talið réttlætanlegt við þær aðstæður að leggja áherslu á skýrsluna um Oracle. Núverandi ríkisendurskoðandi, Sveinn Arason, kynnti sér skýrsludrögin sem lágu fyrir og ákvað að rétt væri að stytta þau og gera hnitmiðaðari. Tövlunarfræðingur sem hafði starfað hjá Ríkisendurskoðun frá árinu 2007 var settur í það verkefni. Drög að skýrslu lágu fyrir síðla árs 2009, en það voru drögin sem Kastljós studdist við í umfjöllun sinni. Ríkisendurskoðandi var ekki sáttur við drögin, enda virtust ályktanir og niðurstöður í hróplegu ósamræmi við fyrirliggjandi gögn og skýringar.Aðeins sögulegt plagg Þegar hér var komið við sögu var árið 2010 og 9 ár liðin frá kaupum á kerfinu. Ríkisendurskoðandi taldi því að skýrslan um undirbúning og innleiðingu Oracle yrði aðeins sögulegt plagg. „Að mínu mati var mjög ólíklegt að stjórnvöld myndu telja það forgangsmál að kaupa nýtt bókhaldskerfi fyrir ríkið," segir Sveinn. Því var ákveðið að hinkra um sinn en í maí 2011 var tölvunarfræðingur hjá Ríkisendurskoðun settur í að skrifa skýrslu um innleiðingu og kostnað af kerfinu. Á sama tíma hafði hann önnur viðamikil verkefni á sinni könnu. Því gekk skýrslugerðin ekki hratt. Skýrslan er enn ekki tilbúin en umræddur tölvunarfræðingur hætti hjá stofnuninni á þessu ári. Nú hefur stjórnsýslusviði Ríkisendurskoðunar verið falið að klára skýrsluna sem valdið hefur miklu fjaðrafoki. Tengdar fréttir Ríkisendurskoðandi hugsi yfir umfjölluninni um Oracle Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, er hugsi yfir atburðarrásinni í tengslum við birtingu Kastljóss á vinnugögnum og trúnaðarskýrslum Ríkisendurskoðunar, ekki síst yfir þætti núverandi formanns fjárlaganefndar, Björns Vals Gíslasonar, í málinu. Þetta kemur fram í svarbréfi hans sem rætt var á fundi forsætisnefndar Alþingis í hádeginu í dag. 15. október 2012 15:18 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Sífelldar breytingar á mannhaldi, aðkallandi verkefni eftir hrunið 2008 og að lokum vangaveltur um hvort of langur tími væri liðinn frá því að því kerfið var keypt er meðal þess sem olli drættinum á úttekt Ríkisendurskoðunar á Oracle-kerfinu svonefnda. Þetta kemur fram í minnisblaði Ríkisendurskoðanda sem rætt var í forsætisnefnd Alþingis í dag. Í minnisblaðinu rekur ríkisendurskoðandi, Sveinn Arason, ferlið allt og skýrir hinn mikla drátt á úttektinni á kaupum ríkisins á fjárhags- og mannauðskerfi (Oracle) á árinu 2001. Kastljósið gerði dráttinn að umfjöllunarefni á dögunum.Nýir starfsmenn Óskað var eftir úttektinni árið 2004. Til að vinna að úttektinni þurfti sérfræðing á sviði upplýsingamála. Á þeim tíma var aðeins einn slíkur sérfræðingur í vinnu hjá Ríkisendurskoðun. Sá starfsmaður var frá vinnu vegna veikinda á árunum 2004 og 2005 og því tafðist vinnan. Á árinu 2005 voru tveir nýir kerfisfræðingar ráðnir til starfa hjá Ríkisendurskoðun. Í stað þess að ráðast í úttekt á fjárhags- og mannauðskerfi (Oracle) byrjuðu þeir á smærri verkefnum. Þegar þeir fóru að rýna í Oracle óskaði Fjársýsla ríkisins eftir að hægt yrði á vinnunni vegna anna. Kerfisfræðingarnir hættu svo hjá stofnuninni á árinu 2006 og því skorti starfsfólk til að vinna að verkefninu sem tafðist því meira. Einnig taldi Ríkisendurskoðun rétt að bíða með úttektina og skýrslugerðina þar til innleiðingu kerfisins væri lokið, enda ekki sanngjarnt að taka út ófullbúið kerfi. Árið 2007 var að nýju ráðinn kerfisfræðingur að stofnuninni. Þá hófst vinna við skýrsluna að krafti og fyrstu drög lágu fyrir árið 2008, fjórum árum eftir að óskað var eftir úttektinni. Þáverandi ríkisendurskoðandi var hins vegar ekki ánægður með drögin og ákvað að láta skoða ýmsa þætti málsins nánar.Enginn feluleikur Í ársskýrslu Ríkisendurskoðunar árið 2007 sem dreift var á Alþingi var fjallað um skýrsluna og útgáfa hennar boðuð á fyrri hluta árs 2008. „Með ofangreinda umfjöllun í huga má öllum ver ljóst að það er bersýnilega bæði rangt og ósanngjarnt að fullyrða að stofnunin hafi á einhvern hátt reynt að leyna því að unnið væri að skýrslu um verkefnið," segir í minnisblaði Ríkisendurskoðanda.Efnahagshrun Við hrun bankanna árið 2008 riðluðust allar starfsáætlanir stofnunarinnar og helstu sérfræðingar hennar á sviði fjárhagsendurskoðunar sneru sér að verkefnum sem tengdust hruninu. Ekki var talið réttlætanlegt við þær aðstæður að leggja áherslu á skýrsluna um Oracle. Núverandi ríkisendurskoðandi, Sveinn Arason, kynnti sér skýrsludrögin sem lágu fyrir og ákvað að rétt væri að stytta þau og gera hnitmiðaðari. Tövlunarfræðingur sem hafði starfað hjá Ríkisendurskoðun frá árinu 2007 var settur í það verkefni. Drög að skýrslu lágu fyrir síðla árs 2009, en það voru drögin sem Kastljós studdist við í umfjöllun sinni. Ríkisendurskoðandi var ekki sáttur við drögin, enda virtust ályktanir og niðurstöður í hróplegu ósamræmi við fyrirliggjandi gögn og skýringar.Aðeins sögulegt plagg Þegar hér var komið við sögu var árið 2010 og 9 ár liðin frá kaupum á kerfinu. Ríkisendurskoðandi taldi því að skýrslan um undirbúning og innleiðingu Oracle yrði aðeins sögulegt plagg. „Að mínu mati var mjög ólíklegt að stjórnvöld myndu telja það forgangsmál að kaupa nýtt bókhaldskerfi fyrir ríkið," segir Sveinn. Því var ákveðið að hinkra um sinn en í maí 2011 var tölvunarfræðingur hjá Ríkisendurskoðun settur í að skrifa skýrslu um innleiðingu og kostnað af kerfinu. Á sama tíma hafði hann önnur viðamikil verkefni á sinni könnu. Því gekk skýrslugerðin ekki hratt. Skýrslan er enn ekki tilbúin en umræddur tölvunarfræðingur hætti hjá stofnuninni á þessu ári. Nú hefur stjórnsýslusviði Ríkisendurskoðunar verið falið að klára skýrsluna sem valdið hefur miklu fjaðrafoki.
Tengdar fréttir Ríkisendurskoðandi hugsi yfir umfjölluninni um Oracle Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, er hugsi yfir atburðarrásinni í tengslum við birtingu Kastljóss á vinnugögnum og trúnaðarskýrslum Ríkisendurskoðunar, ekki síst yfir þætti núverandi formanns fjárlaganefndar, Björns Vals Gíslasonar, í málinu. Þetta kemur fram í svarbréfi hans sem rætt var á fundi forsætisnefndar Alþingis í hádeginu í dag. 15. október 2012 15:18 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Ríkisendurskoðandi hugsi yfir umfjölluninni um Oracle Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, er hugsi yfir atburðarrásinni í tengslum við birtingu Kastljóss á vinnugögnum og trúnaðarskýrslum Ríkisendurskoðunar, ekki síst yfir þætti núverandi formanns fjárlaganefndar, Björns Vals Gíslasonar, í málinu. Þetta kemur fram í svarbréfi hans sem rætt var á fundi forsætisnefndar Alþingis í hádeginu í dag. 15. október 2012 15:18