Gott gengi hjá verslunum Kaupþings á Bretlandseyjum 5. janúar 2012 06:59 Rekstur breskra tískuverslanakeðja í eigu þrotabús Kaupþings gekk mjög vel í jólaösinni í síðasta mánuði. Fjallað er um málið í Financial Times. Þar segir að félagið Aurora Fashions hafi aukið söluna í desember s.l. um 13% miðað við sama mánuð árið 2010. Aurora rekur tískuverslanakeðjurnar Oasis, Warehouse og Coast en alls er um 765 verslanir að ræða á Bretlandseyjum. Fram kemur að hagnaður þeirra hafi aukist um 9% milli ára. Árangur Aurora Fashions er athyglisverður því margar aðrar tískuverslanakeðjur í Bretlandi börðust í bökkum í desember og nokkrar þeirra hafa farið fram á greiðslustöðvun eða gjaldþrot. Má þar m.a. nefna Barratts Pricless Shoes og D2 Jeans og nærfataverslanakeðjuna La Senza. Á síðasta uppgjörsári Aurora sem lauk í febrúar í fyrra, nam heildarsala félagsins 500 milljónum punda eða tæplega 100 milljörðum króna. Þar af komu 80 milljónir punda frá verslunum í öðrum löndum en Bretlandi. Á heimsvísu eru verslanir félagsins 1.246 talsins í 38 löndum. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Rekstur breskra tískuverslanakeðja í eigu þrotabús Kaupþings gekk mjög vel í jólaösinni í síðasta mánuði. Fjallað er um málið í Financial Times. Þar segir að félagið Aurora Fashions hafi aukið söluna í desember s.l. um 13% miðað við sama mánuð árið 2010. Aurora rekur tískuverslanakeðjurnar Oasis, Warehouse og Coast en alls er um 765 verslanir að ræða á Bretlandseyjum. Fram kemur að hagnaður þeirra hafi aukist um 9% milli ára. Árangur Aurora Fashions er athyglisverður því margar aðrar tískuverslanakeðjur í Bretlandi börðust í bökkum í desember og nokkrar þeirra hafa farið fram á greiðslustöðvun eða gjaldþrot. Má þar m.a. nefna Barratts Pricless Shoes og D2 Jeans og nærfataverslanakeðjuna La Senza. Á síðasta uppgjörsári Aurora sem lauk í febrúar í fyrra, nam heildarsala félagsins 500 milljónum punda eða tæplega 100 milljörðum króna. Þar af komu 80 milljónir punda frá verslunum í öðrum löndum en Bretlandi. Á heimsvísu eru verslanir félagsins 1.246 talsins í 38 löndum.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira