Niðurgreidd ferðaþjónusta Steinar Berg skrifar 12. apríl 2012 06:00 Á fundi bæjarstjórnar Akraness þann 17. janúar sl. var samþykkt að ráðstafa 4.895.000 kr. til reksturs tjaldsvæðis bæjarins árið 2012. Á tjaldsvæðinu er boðið upp á frítt aðgengi að rafmagni og frítt aðgengi að þvottavél og þurrkara. Í stað eðlilegrar verðlagningar fyrir þessa aðstöðu og þjónustu hefur bæjarstjórnarfólk á Akranesi og fjölmörgum öðrum sveitafélögum ákveðið að niðurgreiða þjónustu tjaldsvæðis bæjarins. Tillagan var samþykkt 9:0. Á heimasíðu Útilegukortsins eru talin upp á fimmta tug stéttarfélaga og spurt: Er þitt félag að niðurgreiða Útilegukortið? Á heimasíðunni eru líka talin upp 44 tjaldsvæði þar sem Útilegukortið gildir. Langflest þessara tjaldsvæða eru á vegum sveitafélaga sem niðurgreiða reksturinn. Þarna er ekki að finna nokkur helstu tjaldsvæði landsins sem af metnaði hafa byggt upp aðstöðu og þjónustu fyrir ferðamenn undanfarin ár og þurfa að fá fyrir það eðlilegt endurgjald. Útilegukortið er selt til Íslendinga og þá helst í gegnum stéttarfélög sem niðurgreiða kaupin fyrir félagsmenn. Útilegukortið er einnig selt til útlendinga. Kaupendur eru m.a. erlendir ferðaskipuleggjendur sem koma með marga hópa húsbílafólks hvert sumar og fara hringinn í kringum landið. Þessir aðilar kaupa t.d. 20 kort og nota fyrir hópinn. Að afloknum hring um landið er hópnum skilað í Norrænu og næsti hópur kemur og tekur yfir notkun kortanna; og svo hring eftir hring, næsti og næsti. Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein og tiltölulega ung og enn eru margir þættir hennar að mótast. Það er t.d. ekki langt síðan sveitarfélög komu að rekstri gistiheimila og hótela með niðurgreiðslum á sömu forsendum og vafalaust eru notaðar til þess að réttlæta niðurgreiðslur á rekstri tjaldsvæðanna. Áframhaldandi vöxtur og uppbygging ferðaþjónustunnar hlýtur að byggjast á samvinnu margra aðila sem allir þurfa að hafa skýrt hlutverk og framtíðarsýn. Þannig þurfa sveitarfélög að einblína á grunnþætti s.s. aðlaðandi umgjörð og aðstæður sem dregur að ferðafólk og skapa þannig grundvöll fyrir heilbrigðan rekstur ferðaþjónustufyrirtækja. Í þeim tilfellum þar sem tjaldsvæði eru fyrir hlýtur að vera eðlilegra að bjóða reksturinn út heldur en að niðurgreiða hann úr sameiginlegum sjóðum. Það hlýtur að vera uppbyggilegra að þessi rekstur lúti þeim almennu samkeppnis- og rekstrarforsendum sem gilda en niðurgreiðslum bæjarfélagsins. Forystumenn stéttarfélaga hafa það að atvinnu að vera talsmenn sanngirni og varða veginn til framtíðar. Báðir aðilar, sveitarfélagsfólk og forystufólk stéttarfélaga, fara með vald til þess að ráðstafa úr sameiginlegum sjóðum og vilja vafalaust gera það af ábyrgð og fagmennsku. Langtímasjónarmið hljóta að vega þyngra en skammtímasjónarmið. Með því að stéttarfélög greiði hluta kaupverðs Útilegukortsins, eru þau í raun að millifæra úr sjóðum sínum til milliliðar sem hagnast af sölu niðurgreiddrar vöru. Áhrif niðurgeiðslnanna virka sem inngrip inn í viðkvæman rekstur þeirra ferðaþjónustuaðila sem eru að þróa og byggja upp rekstur sinn. Getur það verið að þessir aðilar deili með sér þeirri hugsjón að allur rekstur tjaldsvæða á Íslandi eigi að vera niðurgreiddur? Ég beini því til forystufólks stéttarfélaga og sveitastjórnarfólks að það hugsi sinn gang upp á nýtt og geri inngrip af þessu tagi ekki að sjálfvirkum þætti starfs síns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Á fundi bæjarstjórnar Akraness þann 17. janúar sl. var samþykkt að ráðstafa 4.895.000 kr. til reksturs tjaldsvæðis bæjarins árið 2012. Á tjaldsvæðinu er boðið upp á frítt aðgengi að rafmagni og frítt aðgengi að þvottavél og þurrkara. Í stað eðlilegrar verðlagningar fyrir þessa aðstöðu og þjónustu hefur bæjarstjórnarfólk á Akranesi og fjölmörgum öðrum sveitafélögum ákveðið að niðurgreiða þjónustu tjaldsvæðis bæjarins. Tillagan var samþykkt 9:0. Á heimasíðu Útilegukortsins eru talin upp á fimmta tug stéttarfélaga og spurt: Er þitt félag að niðurgreiða Útilegukortið? Á heimasíðunni eru líka talin upp 44 tjaldsvæði þar sem Útilegukortið gildir. Langflest þessara tjaldsvæða eru á vegum sveitafélaga sem niðurgreiða reksturinn. Þarna er ekki að finna nokkur helstu tjaldsvæði landsins sem af metnaði hafa byggt upp aðstöðu og þjónustu fyrir ferðamenn undanfarin ár og þurfa að fá fyrir það eðlilegt endurgjald. Útilegukortið er selt til Íslendinga og þá helst í gegnum stéttarfélög sem niðurgreiða kaupin fyrir félagsmenn. Útilegukortið er einnig selt til útlendinga. Kaupendur eru m.a. erlendir ferðaskipuleggjendur sem koma með marga hópa húsbílafólks hvert sumar og fara hringinn í kringum landið. Þessir aðilar kaupa t.d. 20 kort og nota fyrir hópinn. Að afloknum hring um landið er hópnum skilað í Norrænu og næsti hópur kemur og tekur yfir notkun kortanna; og svo hring eftir hring, næsti og næsti. Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein og tiltölulega ung og enn eru margir þættir hennar að mótast. Það er t.d. ekki langt síðan sveitarfélög komu að rekstri gistiheimila og hótela með niðurgreiðslum á sömu forsendum og vafalaust eru notaðar til þess að réttlæta niðurgreiðslur á rekstri tjaldsvæðanna. Áframhaldandi vöxtur og uppbygging ferðaþjónustunnar hlýtur að byggjast á samvinnu margra aðila sem allir þurfa að hafa skýrt hlutverk og framtíðarsýn. Þannig þurfa sveitarfélög að einblína á grunnþætti s.s. aðlaðandi umgjörð og aðstæður sem dregur að ferðafólk og skapa þannig grundvöll fyrir heilbrigðan rekstur ferðaþjónustufyrirtækja. Í þeim tilfellum þar sem tjaldsvæði eru fyrir hlýtur að vera eðlilegra að bjóða reksturinn út heldur en að niðurgreiða hann úr sameiginlegum sjóðum. Það hlýtur að vera uppbyggilegra að þessi rekstur lúti þeim almennu samkeppnis- og rekstrarforsendum sem gilda en niðurgreiðslum bæjarfélagsins. Forystumenn stéttarfélaga hafa það að atvinnu að vera talsmenn sanngirni og varða veginn til framtíðar. Báðir aðilar, sveitarfélagsfólk og forystufólk stéttarfélaga, fara með vald til þess að ráðstafa úr sameiginlegum sjóðum og vilja vafalaust gera það af ábyrgð og fagmennsku. Langtímasjónarmið hljóta að vega þyngra en skammtímasjónarmið. Með því að stéttarfélög greiði hluta kaupverðs Útilegukortsins, eru þau í raun að millifæra úr sjóðum sínum til milliliðar sem hagnast af sölu niðurgreiddrar vöru. Áhrif niðurgeiðslnanna virka sem inngrip inn í viðkvæman rekstur þeirra ferðaþjónustuaðila sem eru að þróa og byggja upp rekstur sinn. Getur það verið að þessir aðilar deili með sér þeirri hugsjón að allur rekstur tjaldsvæða á Íslandi eigi að vera niðurgreiddur? Ég beini því til forystufólks stéttarfélaga og sveitastjórnarfólks að það hugsi sinn gang upp á nýtt og geri inngrip af þessu tagi ekki að sjálfvirkum þætti starfs síns.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar