Sex leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Miami vann öruggan sigur á Atlanta á meðan Boston lagði Chicago í hörkuleik.
Rajon Rondo var maðurinn á bak við sigur Boston í nótt en hann var með þrefalda tvennu. Hann skoraði 32 stig, tók 10 fráköst og gaf 15 stoðsendingar.
Það munaði talsvert um það hjá Chicago að Derrick Rose gat ekki spilað vegna meiðsla í baki.
LeBron James, Dwyane Wade og Chris Bosh voru einu sinni sem oftar aðalmennirnir hjá Miami í nótt. Wade skoraði öll sín 21 stig í fyrri hálfleik, Bosh var með tvöfalda tvennu í fyrri hálfleiknum og endaði með 14 stig og 16 fráköst. James skoraði 23 stig, tók 13 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.
Úrslit:
Toronto-LA Lakers 92-94
Boston-Chicago 95-91
Detroit-Washington 77-98
Atlanta-Miami 87-107
Golden State-Houston 106-97
Memphis-Utah 88-98
