Danska hönnunar- og skatgripafyrirtækið Georg Jensen hefur verið selt auðjöfrum frá Bahrain fyrir um sextán milljarða íslenskra króna. Það er fjárfestafyrirtækið Investcorp sem kaupir Georg Jensen, en Financial Times segir að kaupin verði staðfest síðar í dag. Margir Íslendingar þekkja Georg Jensen vegna jólaskrautsins sem fyrirtækið framleiðir.
Danir selja Georg Jensen
