Ferðamenn fá húsnæði námsmanna BBI skrifar 19. september 2012 15:58 Mynd/Vilhelm Biðlistar eftir íbúðum á stúdentagörðum hjá Félagsstofnun stúdenta hafa aldrei verið lengri en nú í haust. Félagsstofnun stúdenta telur að ódýrara húsnæði miðsvæðis í Reykjavík sé í sífellt meira mæli leigt út til ferðamanna. Fyrir vikið minnkar framboð af leiguhúsnæði fyrir námsmenn. „Þetta er tilfinning okkar," segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta. Samkvæmt mælingum Þjóðskrár hefur verð á leiguhúsnæði í borginni hækkað um 7% í sumar og 11% á einu ári. Eftirspurnin er mikil en leigumarkaðurinn skreppur aftur á móti saman. Rebekka segir skiljanlegt að fólk kjósi að leigja íbúðir sínar til erlendra ferðamanna. Í flestum tilvikum fást margfalt hærri upphæðir fyrir leigu til ferðamanna. Í mörgum tilvikum gefi leigusalar tekjurnar ekki upp til skatts og sneiði jafnframt hjá margs konar kostnaði sem fyrirtækjum í ferðaþjónustu ber að greiða.Framkvæmdir við nýjar stúdentaíbúðir standa yfir.Mynd/PjeturSegir hún ellilífeyrisþega t.d. hafa haft samband til að útskýra hvers vegna hann leigði frekar ferðamönnum en námsmönnum. Sagði hann lífeyri hans skerðast töluvert ef hann leigði á almennum markaði. Þegar tekjuskattur hefði svo verið greiddur af leigutekjunum væri lítið eftir. „Þannig að þetta ætti ekkert að koma á óvart," segir Rebekka sem telur að besta leiðin til að ráða bót á vandamálinu felist í að stjórnvöld hlúi að leigumarkaðnum með markvissum hætt. Eftir að húsnæði hafði verið úthlutað hjá Félagsstofnun stúdenta í haust voru 1018 eftir á biðlista. Biðlistarnir hafa verið að lengjast jafnt og þétt undanfarin ár. Nú standa yfir framkvæmdir við 299 nýjar stúdentaíbúðir á háskólalóðinni. Þær verða allar teknar í notkun á næsta ári Tengdar fréttir Íbúðaleiga hækkar verulega í verði Leiguverð hækkaði um 1,3% í ágúst mánuði samkvæmt mælingum Þjóðskrár Íslands sem birtir mánaðarlega vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverð hefur samkvæmt þessari mælingu hækkað mikið í sumar, eða um tæp 7% síðan í maí síðastliðnum. Þessi hækkun leiguverðs virðist hinsvegar aðeins eiga sér stað á höfuðborgarsvæðinu þar sem vísitala leiguverðs sem Hagstofan tekur saman og endurspeglar leiguverð á landinu öllu hefur aðeins hækkað um 0,8% á sama tímabili. Þessi mikla hækkun leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu á þessum árstíma endurspeglar sókn námsmanna í íbúðir áður en skólarnir hefjast á haustin. 19. september 2012 13:48 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Biðlistar eftir íbúðum á stúdentagörðum hjá Félagsstofnun stúdenta hafa aldrei verið lengri en nú í haust. Félagsstofnun stúdenta telur að ódýrara húsnæði miðsvæðis í Reykjavík sé í sífellt meira mæli leigt út til ferðamanna. Fyrir vikið minnkar framboð af leiguhúsnæði fyrir námsmenn. „Þetta er tilfinning okkar," segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta. Samkvæmt mælingum Þjóðskrár hefur verð á leiguhúsnæði í borginni hækkað um 7% í sumar og 11% á einu ári. Eftirspurnin er mikil en leigumarkaðurinn skreppur aftur á móti saman. Rebekka segir skiljanlegt að fólk kjósi að leigja íbúðir sínar til erlendra ferðamanna. Í flestum tilvikum fást margfalt hærri upphæðir fyrir leigu til ferðamanna. Í mörgum tilvikum gefi leigusalar tekjurnar ekki upp til skatts og sneiði jafnframt hjá margs konar kostnaði sem fyrirtækjum í ferðaþjónustu ber að greiða.Framkvæmdir við nýjar stúdentaíbúðir standa yfir.Mynd/PjeturSegir hún ellilífeyrisþega t.d. hafa haft samband til að útskýra hvers vegna hann leigði frekar ferðamönnum en námsmönnum. Sagði hann lífeyri hans skerðast töluvert ef hann leigði á almennum markaði. Þegar tekjuskattur hefði svo verið greiddur af leigutekjunum væri lítið eftir. „Þannig að þetta ætti ekkert að koma á óvart," segir Rebekka sem telur að besta leiðin til að ráða bót á vandamálinu felist í að stjórnvöld hlúi að leigumarkaðnum með markvissum hætt. Eftir að húsnæði hafði verið úthlutað hjá Félagsstofnun stúdenta í haust voru 1018 eftir á biðlista. Biðlistarnir hafa verið að lengjast jafnt og þétt undanfarin ár. Nú standa yfir framkvæmdir við 299 nýjar stúdentaíbúðir á háskólalóðinni. Þær verða allar teknar í notkun á næsta ári
Tengdar fréttir Íbúðaleiga hækkar verulega í verði Leiguverð hækkaði um 1,3% í ágúst mánuði samkvæmt mælingum Þjóðskrár Íslands sem birtir mánaðarlega vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverð hefur samkvæmt þessari mælingu hækkað mikið í sumar, eða um tæp 7% síðan í maí síðastliðnum. Þessi hækkun leiguverðs virðist hinsvegar aðeins eiga sér stað á höfuðborgarsvæðinu þar sem vísitala leiguverðs sem Hagstofan tekur saman og endurspeglar leiguverð á landinu öllu hefur aðeins hækkað um 0,8% á sama tímabili. Þessi mikla hækkun leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu á þessum árstíma endurspeglar sókn námsmanna í íbúðir áður en skólarnir hefjast á haustin. 19. september 2012 13:48 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Íbúðaleiga hækkar verulega í verði Leiguverð hækkaði um 1,3% í ágúst mánuði samkvæmt mælingum Þjóðskrár Íslands sem birtir mánaðarlega vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverð hefur samkvæmt þessari mælingu hækkað mikið í sumar, eða um tæp 7% síðan í maí síðastliðnum. Þessi hækkun leiguverðs virðist hinsvegar aðeins eiga sér stað á höfuðborgarsvæðinu þar sem vísitala leiguverðs sem Hagstofan tekur saman og endurspeglar leiguverð á landinu öllu hefur aðeins hækkað um 0,8% á sama tímabili. Þessi mikla hækkun leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu á þessum árstíma endurspeglar sókn námsmanna í íbúðir áður en skólarnir hefjast á haustin. 19. september 2012 13:48