Talið er að Microsft sé nú að leggja lokahönd á þróun sérstakrar iPad útgáfu af Office-pakkanum. Líklegt þykir að Microsoft muni kynna nýjungina þegar iPad 3 verður opinberaður í mars.
Talsmenn Microsoft hafa ekki tjáð sig um málið og vilja hvorki staðfesta né neita orðróminum.
Tæknifréttablaðið The Daily greindi frá því í vikunni að Office hugbúnaðarpakkinn sé afar svipaður OneNote smáforritinu vinsæla. Útlit þess er sagt svipa til notendaviðmóti Windows 8 stýrkerfisins sem Microsoft vinnur að nú.
Samkvæmt The Daily verður hægt að vinna með Word-, Excel- og PowerPointskjöl á spjaldtölvunni, bæði í gegnum internet sem og í gegnum smáforrit.
Talið að Microsoft sé að þróa Office fyrir iPad
