NBA í nótt: Oklahoma City sópaði meisturunum úr leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. maí 2012 10:00 Kevin Durant fagnar með þjálfaranum Scott Brooks. Mynd/AP Oklahoma City varð í nótt fyrsta liðið til að tryggja sér sigur í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta er liðið sópaði Dallas Mavericks úr leik. Oklahoma City vann leik liðanna í nótt, 103-97, og þar með rimmuna 4-0. James Harden var öflugur í leiknum en hann skoraði 29 stig, þar af fimmtán í fjórða leikhluta. Dallas var þó þrettán stigum yfir í upphafi fjórða leikhluta en þá skoraði Harden sjö stig í röð og hans menn komust á 12-0 sprett. Oklahoma City náði svo forystunni þegar um fimm mínútur voru eftir og hélt henni allt til loka. Kevin Durant var með 24 stig og ellefu fráköst fyrir Oklahoma City en Dirk Nowitzky skoraði 34 stig fyrir Dallas í leiknum. Sex ár eru liðin síðan að meisturum var síðast sópað úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en það gerðist hjá Miami árið 2006.LA Clippers vann dramatískan sigur á Memphis, 87-86, og er þar með komið í 2-1 forystu í þessari spennandi rimmu. Rudy Gay fékk gott tækifæri til að tryggja Memphis sigur um leið og leiktíminn rann út en skot hans geigaði. Hann var stigahæstur í liði Memphis með 24 stig. Lokasekúndur leiksins voru æsispennandi. Gay setti niður þrist þegar 12,9 sekúndur voru eftir og minnkaði muninn í þrjú stig. Clippers fór á vítalínuna og nýtti annað skotið sitt þar. Þá var staðan orðin 87-83. Memphis brunaði í sókn og aftur setti Gay niður þriggja stiga körfu, nú þegar 8,9 sekúndur voru eftir. Þar með var staðan orðin 87-86. Brotið var á Eric Bledsoe sem klúðraði báðum sínum vítum. Memphis náði frákastinu og Gay náði að koma sér í gott skotfæri. En í þetta sinn missti hann marks og sigur Clippers því staðreynd. Chris Paul skoraði 24 stig og var með ellefu stoðsendingar fyrir Clippers. Blake Griffin var með sautján stig.San Antonio vann Utah, 102-90, og er þar með komið í 3-0 forystu í rimmu liðanna. Tony Parker skoraði 27 stig fyrir San Antonio, þar af sextán í fjórða leikhluta. Al Jefferson og Devin Harris skoruðu 21 stig hvor fyrir Utah en engu liði í sögu NBA-deildarinnar hefur unnið rimmu í úrslitakeppninni eftir að hafa lent 3-0 undir. NBA Tengdar fréttir Indiana komið í 3-1 forystu gegn Orlando Fyrsta leik kvöldsins er lokið í NBA-deildinni í körfubolta en Indiana vann þá nauman sigur á Orlando, 101-99, í framlengdum leik. 5. maí 2012 22:16 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Sjá meira
Oklahoma City varð í nótt fyrsta liðið til að tryggja sér sigur í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta er liðið sópaði Dallas Mavericks úr leik. Oklahoma City vann leik liðanna í nótt, 103-97, og þar með rimmuna 4-0. James Harden var öflugur í leiknum en hann skoraði 29 stig, þar af fimmtán í fjórða leikhluta. Dallas var þó þrettán stigum yfir í upphafi fjórða leikhluta en þá skoraði Harden sjö stig í röð og hans menn komust á 12-0 sprett. Oklahoma City náði svo forystunni þegar um fimm mínútur voru eftir og hélt henni allt til loka. Kevin Durant var með 24 stig og ellefu fráköst fyrir Oklahoma City en Dirk Nowitzky skoraði 34 stig fyrir Dallas í leiknum. Sex ár eru liðin síðan að meisturum var síðast sópað úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en það gerðist hjá Miami árið 2006.LA Clippers vann dramatískan sigur á Memphis, 87-86, og er þar með komið í 2-1 forystu í þessari spennandi rimmu. Rudy Gay fékk gott tækifæri til að tryggja Memphis sigur um leið og leiktíminn rann út en skot hans geigaði. Hann var stigahæstur í liði Memphis með 24 stig. Lokasekúndur leiksins voru æsispennandi. Gay setti niður þrist þegar 12,9 sekúndur voru eftir og minnkaði muninn í þrjú stig. Clippers fór á vítalínuna og nýtti annað skotið sitt þar. Þá var staðan orðin 87-83. Memphis brunaði í sókn og aftur setti Gay niður þriggja stiga körfu, nú þegar 8,9 sekúndur voru eftir. Þar með var staðan orðin 87-86. Brotið var á Eric Bledsoe sem klúðraði báðum sínum vítum. Memphis náði frákastinu og Gay náði að koma sér í gott skotfæri. En í þetta sinn missti hann marks og sigur Clippers því staðreynd. Chris Paul skoraði 24 stig og var með ellefu stoðsendingar fyrir Clippers. Blake Griffin var með sautján stig.San Antonio vann Utah, 102-90, og er þar með komið í 3-0 forystu í rimmu liðanna. Tony Parker skoraði 27 stig fyrir San Antonio, þar af sextán í fjórða leikhluta. Al Jefferson og Devin Harris skoruðu 21 stig hvor fyrir Utah en engu liði í sögu NBA-deildarinnar hefur unnið rimmu í úrslitakeppninni eftir að hafa lent 3-0 undir.
NBA Tengdar fréttir Indiana komið í 3-1 forystu gegn Orlando Fyrsta leik kvöldsins er lokið í NBA-deildinni í körfubolta en Indiana vann þá nauman sigur á Orlando, 101-99, í framlengdum leik. 5. maí 2012 22:16 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Sjá meira
Indiana komið í 3-1 forystu gegn Orlando Fyrsta leik kvöldsins er lokið í NBA-deildinni í körfubolta en Indiana vann þá nauman sigur á Orlando, 101-99, í framlengdum leik. 5. maí 2012 22:16