Kirkjan kostar lítið 19. desember 2012 06:00 Samanburðurinn milli Nesklúbbsins og Nessóknar sem rakinn var í systurgrein þessarar sýnir í raun hvað kirkjan er ódýr í rekstri og skilar miklu til þjóðfélagsins. Ég held að fólk átti sig t.d. ekki á því alla jafna að útför sem nú þegar kostar fólk stórar upphæðir mundi kosta mun meira ef borga þyrfti raunkostnað fyrir kirkju, prest, organista, kirkjuvörð, þrif o.s.frv. Stofnun sem tæki að sér slíka þjónustu þyrfti líklega að setja upp 2-300 þúsund krónur fyrir þjónustuna sem nú er innifalin í sóknargjaldinu. Auðvelt er t.d. að bera saman að ferming kostar 9.300 krónur í þjóðkirkjunni skv. gjaldskrá ráðuneytis en við það bætast kennslugögn o.fl. þannig að í minni sókn verður heildarkostnaður fyrir allan veturinn 15 þúsund krónur. Fermingin sjálf kostar hins vegar ekkert. En hjá Siðmennt er mér tjáð að það sem þau kalla „fermingu" kosti í undirbúningi 25 þúsund og athöfnin sjálf 15 þúsund, samtals 40 þúsund krónur. Líklega er það raunkostnaður sem gæti þó verið hærri en það fer eftir stærð hópsins hverju sinni og hagkvæmni. Laun presta eru að vísu ekki í þessu dæmi sem hér hefur verið rakið að framan. Laun presta koma úr ríkissjóði en þau eru afgjald af jörðum sem kirkjan átti en ríkið fékk til eignar skv. samningi milli ríkis og kirkju sem gerður var árið 1997. Laun eru því ekki kostuð af ríkinu, svo því sé nú haldið til haga. Greiðslur til presta fyrir prestsverk eru hluti launa þeirra og aukaverkagreiðslurnar m.a. hugsaðar þannig að með þeim sé prestum sem vinna fleiri prestsverk en aðrir, s.s. skírnir, hjónavígslur og útfarir, umbunað fyrir meira vinnuframlag. Að öðru leyti eru prestar með sömu grunnlaun en þó hafa allmargir prestar, einkum á landsbyggðinni, tekjur af rekstri prestssetursjarða og hlunnindum af þeim. Fjögurhundruðkallinn? Eins og fram kom í systurgrein þessarar hefur 600 manna golfklúbbur meiri tekjur en kirkjusókn með ríflega tífalt fleiri meðlimi. Minnsti golfklúbburinn á höfuðborgarsvæðinu veltir hærri upphæð en annar fjölmennasti söfnuður í Reykjavík. Klúbburinn rekur starf í fimm mánuði á ári en kirkjan í tólf mánuði. Núna borga ég sem meðlimur í þjóðkirkjunni um 1.100 krónur á mánuði en sá hængur er á að ríkið skilar ekki nema rúmlega 700 krónum til sóknar minnar. Hér munar um 400 krónum eða rúmlega 36 af hundraði sem hverfa í ríkiskassann. Hugsaðu um þessi rök sem ég hef nú fært fram í tveimur greinum þegar þú greiðir þínar 1.100 krónur til trúfélags þíns á mánuði og biddu „rangláta ráðsmenn" ríkisins að sjá til þess að upphæðinni allri verði skilað til þíns safnaðar. Trúfélögin í landinu mega ekki við þessum brigslum. Þau gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki í mótun einstaklinga og samfélags. Þjóðkirkjan kostar lítið og starf trúfélaga einnig en þau þurfa nú sem fyrr að fá lögmætar tekjur sínar að fullu. Þau eiga ekki að þurfa að sæta því að vera hlunnfarin og að lög séu brotin á þeim. Við viljum væntanlega öll búa í réttarríki. Með ósk um gleðileg jól til handa öllum og farsælt golf hjá kylfingum næsta sumar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Að berja hausnum við steininn Páll Steingrímsson Skoðun Úlfurinn gerður að fjárhirði Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Samfélagsleg ábyrgð Heinemann og Isavia Ólafur Stephensen Skoðun Byggð á Geldinganesi? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun „Getur ferðaþjónustan og íslenska þrifist saman?“ Nichole Leigh Mosty Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Að toga í sömu átt Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ræktum framtíðina: Ungt fólk og matvælaframleiðsla Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Værum öruggari utan Schengen Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gerum góðverk á Alþjóðlega hamingjudeginum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Úlfurinn gerður að fjárhirði Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Byggð á Geldinganesi? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að toga í sömu átt Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Samfélagsleg ábyrgð Heinemann og Isavia Ólafur Stephensen skrifar Skoðun „Getur ferðaþjónustan og íslenska þrifist saman?“ Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Sameinuð gegn landamæraofbeldi Hópur meðlima No Borders Iceland og tónlistarfólks skrifar Skoðun Hágæðaflug til Ísafjarðar Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Að berja hausnum við steininn Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Þverpólitísk sjálftaka Ingólfur Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Að skapa rými fyrir vöxt Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Leyfum loganum að lifa í Grindavík Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Trump 2.0 Ameríka og ný heimsskipan Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Framtíð óperunnar á Íslandi Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Samorka – Sterk samtök í 30 ár Finnur Beck skrifar Skoðun Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Rétti tíminn er núna! Kjósum Björn! Valur Brynjar Antonsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur félagsráðgjafar Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Lýðræði, gagnsæi og valddreifing í Sósíalistaflokknum Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Samanburðurinn milli Nesklúbbsins og Nessóknar sem rakinn var í systurgrein þessarar sýnir í raun hvað kirkjan er ódýr í rekstri og skilar miklu til þjóðfélagsins. Ég held að fólk átti sig t.d. ekki á því alla jafna að útför sem nú þegar kostar fólk stórar upphæðir mundi kosta mun meira ef borga þyrfti raunkostnað fyrir kirkju, prest, organista, kirkjuvörð, þrif o.s.frv. Stofnun sem tæki að sér slíka þjónustu þyrfti líklega að setja upp 2-300 þúsund krónur fyrir þjónustuna sem nú er innifalin í sóknargjaldinu. Auðvelt er t.d. að bera saman að ferming kostar 9.300 krónur í þjóðkirkjunni skv. gjaldskrá ráðuneytis en við það bætast kennslugögn o.fl. þannig að í minni sókn verður heildarkostnaður fyrir allan veturinn 15 þúsund krónur. Fermingin sjálf kostar hins vegar ekkert. En hjá Siðmennt er mér tjáð að það sem þau kalla „fermingu" kosti í undirbúningi 25 þúsund og athöfnin sjálf 15 þúsund, samtals 40 þúsund krónur. Líklega er það raunkostnaður sem gæti þó verið hærri en það fer eftir stærð hópsins hverju sinni og hagkvæmni. Laun presta eru að vísu ekki í þessu dæmi sem hér hefur verið rakið að framan. Laun presta koma úr ríkissjóði en þau eru afgjald af jörðum sem kirkjan átti en ríkið fékk til eignar skv. samningi milli ríkis og kirkju sem gerður var árið 1997. Laun eru því ekki kostuð af ríkinu, svo því sé nú haldið til haga. Greiðslur til presta fyrir prestsverk eru hluti launa þeirra og aukaverkagreiðslurnar m.a. hugsaðar þannig að með þeim sé prestum sem vinna fleiri prestsverk en aðrir, s.s. skírnir, hjónavígslur og útfarir, umbunað fyrir meira vinnuframlag. Að öðru leyti eru prestar með sömu grunnlaun en þó hafa allmargir prestar, einkum á landsbyggðinni, tekjur af rekstri prestssetursjarða og hlunnindum af þeim. Fjögurhundruðkallinn? Eins og fram kom í systurgrein þessarar hefur 600 manna golfklúbbur meiri tekjur en kirkjusókn með ríflega tífalt fleiri meðlimi. Minnsti golfklúbburinn á höfuðborgarsvæðinu veltir hærri upphæð en annar fjölmennasti söfnuður í Reykjavík. Klúbburinn rekur starf í fimm mánuði á ári en kirkjan í tólf mánuði. Núna borga ég sem meðlimur í þjóðkirkjunni um 1.100 krónur á mánuði en sá hængur er á að ríkið skilar ekki nema rúmlega 700 krónum til sóknar minnar. Hér munar um 400 krónum eða rúmlega 36 af hundraði sem hverfa í ríkiskassann. Hugsaðu um þessi rök sem ég hef nú fært fram í tveimur greinum þegar þú greiðir þínar 1.100 krónur til trúfélags þíns á mánuði og biddu „rangláta ráðsmenn" ríkisins að sjá til þess að upphæðinni allri verði skilað til þíns safnaðar. Trúfélögin í landinu mega ekki við þessum brigslum. Þau gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki í mótun einstaklinga og samfélags. Þjóðkirkjan kostar lítið og starf trúfélaga einnig en þau þurfa nú sem fyrr að fá lögmætar tekjur sínar að fullu. Þau eiga ekki að þurfa að sæta því að vera hlunnfarin og að lög séu brotin á þeim. Við viljum væntanlega öll búa í réttarríki. Með ósk um gleðileg jól til handa öllum og farsælt golf hjá kylfingum næsta sumar!
Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun