Hættulegar rafbækur Baldur Þór Emilsson skrifar 14. desember 2012 06:00 Nokkur íslensk fyrirtæki selja nú rafbækur og hafa gert um nokkurt skeið, sem er ánægjulegt. Spjaldtölvu- og snjallsímaeigendur geta þá gengið með bókasafnið í vasanum og lesið bækurnar þegar þeim hentar. Þetta er jákvæð þróun sem eykur þægindi lesenda, því auk þess að geta tekið bókasafnið með sér hvert sem þeir fara er einnig hægðarleikur að bæta við það hvar og hvenær sem er, það eina sem þarf er nettenging (í gegnum 3G eða annað net). Þó er galli á gjöf Njarðar. Kaupendur rafbóka þurfa að gæta sín vel því annars er hætt við að þeir verði sviknir um þá vöru sem þeir telja sig hafa keypt. Margir rafbókaútgefendur á Íslandi selja bækurnar með svokölluðum afritunarvörnum (e. Digital Rights Management, DRM) sem eiga að tryggja að ekki sé hægt að nota bækurnar nema í samræmi við lög og skilmála útgefenda. Þessir útgefendur eru hræddir um að ef afritunarvarnanna njóti ekki við verði höfundarréttur virtur að vettugi og þeir stórtapi á ólöglegum afritum sem séu send manna á milli á netinu. Það sem þeir gera sér ekki grein fyrir (eða kjósa að hunsa) er að þessar varnir eru gallaðar og koma bæði þeim og viðskiptavinum þeirra mjög illa.Í sömu gryfju Afritunarvarnir sem þessar eru ekki nýjar af nálinni. Þær eru notaðar á langflestum DVD og Blu-ray diskum sem hafa verið seldir og einnig hafa þær verið notaðar á geisladiskum og tónlist á netinu. Nokkur ár eru síðan verslanir á borð við iTunes og Tónlist.is fjarlægðu þessar varnir af tónlistinni sem þær selja, en nú virðast bókaútgefendur ætla að falla í sömu gryfju og þær gerðu upphaflega. Afritunarvarnir stjórna því hvar og hvenær fólk getur lesið bækurnar sínar. Þær stjórna því einnig hvernig hægt er að lesa þær; sem dæmi er ekki hægt að lesa stóran hluta af bókunum frá íslensku útgefendunum í Kindle-tölvunum frá Amazon. Tæknilega stendur ekkert í vegi fyrir því að þessi tæki geti opnað bækurnar en sökum þess að þau styðja ekki þær afritunarvarnir sem útgefendur nota verða eigendur þeirra að finna aðrar leiðir til að lesa þær. Það á þó ekki aðeins við um Kindle-tölvurnar. Of gömul tæki, of ný tæki, tæki með óalgengu stýrikerfi og öll tæki sem framleiðendur varnanna gera ekki sérstaklega ráð fyrir eiga á hættu að gagnast ekki þegar lesa á bækurnar. Tæknileg framþróun er mjög hröð og sífellt koma út ný tæki með nýrri tækni og ekkert tryggir að framleiðendurnir nái að halda í við þróunina eða að þeir verði yfirhöfuð til staðar í framtíðinni. Það getur því endað svo að þær bækur sem keyptar eru í dag verði ólesanlegar eftir nokkur ár, sem er hvorki höfundum né kaupendum í hag. Útgefendur kunna að sjá sér leik á borði þar sem þeir geta selt sömu bókina til sömu lesenda ár eftir ár, í hvert skipti sem þeir vilja lesa bókina á ný, en neytendur munu á endanum missa þolinmæðina og snúa sér aftur að bókum á gamla sniðinu. Á endanum tapa allir.Útgefandinn hefur völdin Það er því mikilvægt að gæta þess þegar fjárfesta á í rafbók að engin afritunarvörn sé á henni. Ef þú, lesandi góður, kaupir bók með svona vörnum ættir þú að gera þér grein fyrir því að þú ert undir vilja útgefandans beygður þegar kemur að því að lesa bókina. Vilji hann ekki að þú lesir hana aftur í framtíðinni hefur hann völdin – til eru dæmi um bækur sem hverfa úr bókasöfnum notenda, og jafnvel heilu bókasöfnin. Þessi þróun er mjög slæm og mikilvægt er að sýna útgefendum það í verki með því að sniðganga þær bækur sem bera afritunarvörn. Það er ekki alltaf augljóst að bækur sem boðið er upp á séu með afritunarvörn, sumir útgefendur nefna það en ekki allir. Í leiðbeiningum eða svörum við algengum spurningum á vefsíðum þeirra er stundum minnst á Adobe ID eða Adobe Digital Editions, það táknar að afritunarvörn er á sumum eða öllum bókum sem gefnar eru út á þeirri síðu. Verum upplýst um vöruna sem við kaupum og tryggjum að við getum notið bókanna sem við kaupum – bæði núna og í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nokkur íslensk fyrirtæki selja nú rafbækur og hafa gert um nokkurt skeið, sem er ánægjulegt. Spjaldtölvu- og snjallsímaeigendur geta þá gengið með bókasafnið í vasanum og lesið bækurnar þegar þeim hentar. Þetta er jákvæð þróun sem eykur þægindi lesenda, því auk þess að geta tekið bókasafnið með sér hvert sem þeir fara er einnig hægðarleikur að bæta við það hvar og hvenær sem er, það eina sem þarf er nettenging (í gegnum 3G eða annað net). Þó er galli á gjöf Njarðar. Kaupendur rafbóka þurfa að gæta sín vel því annars er hætt við að þeir verði sviknir um þá vöru sem þeir telja sig hafa keypt. Margir rafbókaútgefendur á Íslandi selja bækurnar með svokölluðum afritunarvörnum (e. Digital Rights Management, DRM) sem eiga að tryggja að ekki sé hægt að nota bækurnar nema í samræmi við lög og skilmála útgefenda. Þessir útgefendur eru hræddir um að ef afritunarvarnanna njóti ekki við verði höfundarréttur virtur að vettugi og þeir stórtapi á ólöglegum afritum sem séu send manna á milli á netinu. Það sem þeir gera sér ekki grein fyrir (eða kjósa að hunsa) er að þessar varnir eru gallaðar og koma bæði þeim og viðskiptavinum þeirra mjög illa.Í sömu gryfju Afritunarvarnir sem þessar eru ekki nýjar af nálinni. Þær eru notaðar á langflestum DVD og Blu-ray diskum sem hafa verið seldir og einnig hafa þær verið notaðar á geisladiskum og tónlist á netinu. Nokkur ár eru síðan verslanir á borð við iTunes og Tónlist.is fjarlægðu þessar varnir af tónlistinni sem þær selja, en nú virðast bókaútgefendur ætla að falla í sömu gryfju og þær gerðu upphaflega. Afritunarvarnir stjórna því hvar og hvenær fólk getur lesið bækurnar sínar. Þær stjórna því einnig hvernig hægt er að lesa þær; sem dæmi er ekki hægt að lesa stóran hluta af bókunum frá íslensku útgefendunum í Kindle-tölvunum frá Amazon. Tæknilega stendur ekkert í vegi fyrir því að þessi tæki geti opnað bækurnar en sökum þess að þau styðja ekki þær afritunarvarnir sem útgefendur nota verða eigendur þeirra að finna aðrar leiðir til að lesa þær. Það á þó ekki aðeins við um Kindle-tölvurnar. Of gömul tæki, of ný tæki, tæki með óalgengu stýrikerfi og öll tæki sem framleiðendur varnanna gera ekki sérstaklega ráð fyrir eiga á hættu að gagnast ekki þegar lesa á bækurnar. Tæknileg framþróun er mjög hröð og sífellt koma út ný tæki með nýrri tækni og ekkert tryggir að framleiðendurnir nái að halda í við þróunina eða að þeir verði yfirhöfuð til staðar í framtíðinni. Það getur því endað svo að þær bækur sem keyptar eru í dag verði ólesanlegar eftir nokkur ár, sem er hvorki höfundum né kaupendum í hag. Útgefendur kunna að sjá sér leik á borði þar sem þeir geta selt sömu bókina til sömu lesenda ár eftir ár, í hvert skipti sem þeir vilja lesa bókina á ný, en neytendur munu á endanum missa þolinmæðina og snúa sér aftur að bókum á gamla sniðinu. Á endanum tapa allir.Útgefandinn hefur völdin Það er því mikilvægt að gæta þess þegar fjárfesta á í rafbók að engin afritunarvörn sé á henni. Ef þú, lesandi góður, kaupir bók með svona vörnum ættir þú að gera þér grein fyrir því að þú ert undir vilja útgefandans beygður þegar kemur að því að lesa bókina. Vilji hann ekki að þú lesir hana aftur í framtíðinni hefur hann völdin – til eru dæmi um bækur sem hverfa úr bókasöfnum notenda, og jafnvel heilu bókasöfnin. Þessi þróun er mjög slæm og mikilvægt er að sýna útgefendum það í verki með því að sniðganga þær bækur sem bera afritunarvörn. Það er ekki alltaf augljóst að bækur sem boðið er upp á séu með afritunarvörn, sumir útgefendur nefna það en ekki allir. Í leiðbeiningum eða svörum við algengum spurningum á vefsíðum þeirra er stundum minnst á Adobe ID eða Adobe Digital Editions, það táknar að afritunarvörn er á sumum eða öllum bókum sem gefnar eru út á þeirri síðu. Verum upplýst um vöruna sem við kaupum og tryggjum að við getum notið bókanna sem við kaupum – bæði núna og í framtíðinni.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun