Foreldrar og forvarnir Björn Rúnar Egilsson skrifar 13. desember 2012 06:00 Heimili og skóli – Landssamtök foreldra standa nú að útgáfu nýs Foreldrasáttmála en hann er sá leiðarvísir sem nýtist einna best til að koma af stað umræðum um uppeldishlutverk foreldra barna á grunnskólaaldri. Foreldrasáttmálinn eflir skilning á mikilvægi samstarfs heimila og skóla og virkrar þátttöku foreldra í skólastarfi. Hann byggir á þeirri hugmynd að foreldrar í hverjum bekk séu virkjaðir til þess að hittast á foreldrafundi og ræða uppeldisleg viðmið sem þeir geti komið sér saman um að halda í heiðri heima fyrir og staðfesta með undirskrift.Gildi foreldrasáttmála Sáttmálanálgun sem þessi hefur reynst afar árangursrík í Svíþjóð í því augnamiði að sporna við áfengisnotkun unglinga, þrátt fyrir að verkefnið sé einfalt í framkvæmd og kostnaður mun minni en við að standa fyrir fræðsluátaki meðal nemenda. Reynsla Svía sýnir að skýr afstaða foreldrasamfélagsins gegn áfengisnotkun barna og ungmenna á aldrinum þrettán til sextán ára hefur veruleg áhrif á á unglingadrykkju miðað við skóla sem vinna undir formerkjum annarra forvarnarverkefna auk þess sem afleidd áhrif eru greinanleg í formi fækkaðra afbrota og spellvirkja í þessum aldurshópi.Öflugt stuðningstæki við uppeldi Foreldrasáttmáli Heimilis og skóla byggir á sömu hugmynd hvað þennan málaflokk varðar en þeir foreldrar sem undirrita sáttmálann sameinast um að kaupa hvorki tóbak, áfengi eða önnur vímuefni fyrir börn sín né leyfa þeim að neyta þeirra á heimilinu, hvað þá að leyfa eftirlitslaus partí. Íslenski sáttmálinn er í ofanálag mun umfangsmeiri og nær til fleiri atriða en vímuefnaneyslu og er gefinn út sérstaklega fyrir hvert stig grunnskólans auk leiðbeininga og ítarefnis. Foreldrar heita því einnig að standa vörð um lögboðinn útivistartíma, láta skólagöngu barna sinna sig varða, leggja sitt af mörkum til foreldrastarfs, vera meðvitaðir um félagslega stöðu barnsins og gæta þess að það hafi aðeins aðgang að afþreyingarefni sem hæfir aldri þess og þroska, svo fátt eitt sé nefnt. Þannig getur sáttmálinn, ef breið samstaða næst innan foreldrasamfélagsins um að halda hann í heiðri, nýst sem öflugt stuðningstæki í uppeldinu. Ég hvet því alla foreldra og forráðamenn grunnskólabarna sem og áhugafólk um skóla- og uppeldismál að kynna sér Foreldrasáttmálann, en hægt er að nálgast sáttmálann, ítarefni og leiðbeiningar á fræðsluskrifstofu Heimilis og skóla á Suðurlandsbraut 24 eða hala niður af heimasíðu samtakana, www.heimiliogskoli.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Heimili og skóli – Landssamtök foreldra standa nú að útgáfu nýs Foreldrasáttmála en hann er sá leiðarvísir sem nýtist einna best til að koma af stað umræðum um uppeldishlutverk foreldra barna á grunnskólaaldri. Foreldrasáttmálinn eflir skilning á mikilvægi samstarfs heimila og skóla og virkrar þátttöku foreldra í skólastarfi. Hann byggir á þeirri hugmynd að foreldrar í hverjum bekk séu virkjaðir til þess að hittast á foreldrafundi og ræða uppeldisleg viðmið sem þeir geti komið sér saman um að halda í heiðri heima fyrir og staðfesta með undirskrift.Gildi foreldrasáttmála Sáttmálanálgun sem þessi hefur reynst afar árangursrík í Svíþjóð í því augnamiði að sporna við áfengisnotkun unglinga, þrátt fyrir að verkefnið sé einfalt í framkvæmd og kostnaður mun minni en við að standa fyrir fræðsluátaki meðal nemenda. Reynsla Svía sýnir að skýr afstaða foreldrasamfélagsins gegn áfengisnotkun barna og ungmenna á aldrinum þrettán til sextán ára hefur veruleg áhrif á á unglingadrykkju miðað við skóla sem vinna undir formerkjum annarra forvarnarverkefna auk þess sem afleidd áhrif eru greinanleg í formi fækkaðra afbrota og spellvirkja í þessum aldurshópi.Öflugt stuðningstæki við uppeldi Foreldrasáttmáli Heimilis og skóla byggir á sömu hugmynd hvað þennan málaflokk varðar en þeir foreldrar sem undirrita sáttmálann sameinast um að kaupa hvorki tóbak, áfengi eða önnur vímuefni fyrir börn sín né leyfa þeim að neyta þeirra á heimilinu, hvað þá að leyfa eftirlitslaus partí. Íslenski sáttmálinn er í ofanálag mun umfangsmeiri og nær til fleiri atriða en vímuefnaneyslu og er gefinn út sérstaklega fyrir hvert stig grunnskólans auk leiðbeininga og ítarefnis. Foreldrar heita því einnig að standa vörð um lögboðinn útivistartíma, láta skólagöngu barna sinna sig varða, leggja sitt af mörkum til foreldrastarfs, vera meðvitaðir um félagslega stöðu barnsins og gæta þess að það hafi aðeins aðgang að afþreyingarefni sem hæfir aldri þess og þroska, svo fátt eitt sé nefnt. Þannig getur sáttmálinn, ef breið samstaða næst innan foreldrasamfélagsins um að halda hann í heiðri, nýst sem öflugt stuðningstæki í uppeldinu. Ég hvet því alla foreldra og forráðamenn grunnskólabarna sem og áhugafólk um skóla- og uppeldismál að kynna sér Foreldrasáttmálann, en hægt er að nálgast sáttmálann, ítarefni og leiðbeiningar á fræðsluskrifstofu Heimilis og skóla á Suðurlandsbraut 24 eða hala niður af heimasíðu samtakana, www.heimiliogskoli.is.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar