Félag í eigu SÍ tapaði átta milljörðum Þórður Snær Júlíusson skrifar 10. október 2012 14:00 Sparisjóðnum fyrrverandi var breytt í hlutafélag skömmu fyrir hrun. Spron fór síðan í þrot í mars 2009. Seðlabankinn flutti kröfur sem hann átti á Spron, sem voru með veðum í fasteignum einstaklinga og fyrirtækja, til Hildu í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ) flutti veðkröfur og almennar kröfur á fjármálafyrirtæki yfir í Hildu hf., sem áður átti hlut í Saga Capital, á síðasta ári. Alls voru kröfur að andvirði 34,5 milljarða króna færðar yfir í félagið. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum var um að ræða kröfur sem hann átti á Spron. Veðin sem eru að baki þeirri kröfu eru útlán Spron til einstaklinga og fyrirtækja með veði í fasteignum. Hilda tapaði alls um átta milljörðum króna á síðasta ári, aðallega vegna virðisrýrnunar á yfirteknum kröfum og vaxtagjalda. ESÍ tók yfir Hildu í fyrrasumar. Aðkomu félags í eigu Seðlabankans að því má rekja aftur til marsmánaðar 2009 þegar ríkissjóður veitti Saga Capital 19,6 milljarða króna lán í mars 2009 vegna þess að bankinn var tæknilega gjaldþrota. Lánið bar tvö prósent vexti en Saga núvirti það í bókum sínum miðað við almenna tólf prósenta ávöxtunarkröfu og bjó þar með til nægilega mikla eign í bókum sínum til að sýna jákvætt fé. Lánið átti að greiðast til baka með fimm afborgunum á árunum 2011 til 2015. Í lok október 2009 voru tvö félög búin til utan um eignarhaldið á Sögu: Hilda og Saga eignarhaldsfélag. Hilda tók yfir skuldina við ríkissjóð, sem þá hafði verið færð til dótturfélags Seðlabanka Íslands, ESÍ. Ásamt skuldinni voru færðar yfir eignir sem sagðar voru 14,3 milljarða króna virði, víkjandi skuldabréf upp á 1,6 milljarða króna og tíu prósenta hlutur í Sögu Capital. Í lok árs 2009 höfðu þessar eignir þegar rýrnað um fjóra milljarða króna. ESÍ tók yfir Hildu með því að nýta sér gjaldfellingarúrræði í lánasamningi sínum í júní 2011. Saga Capital var síðan tekin til slitameðferðar í sumar og skipuð slitastjórn. Áður hafði Fjármálaeftirlitið afturkallað starfsleyfi bankans þar sem hann fullnægði ekki ákvæði laga um eigið fé. Hilda tapaði átta milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi sem félagið skilaði inn til ársreikningaskráar í september. Árið áður hafði félagið tapað 1,7 milljarði króna. Tapið í fyrra var annars vegar tilkomið vegna virðisrýrnunar krafna upp á 4,3 milljarða króna og hins vegar vegna vaxtagjalda upp á 3,7 milljarða króna. Í ársreikningnum kemur hins vegar fram að eignir Hildu jukust gríðarlega á árinu 2011 þegar þær fóru úr 9,1 milljarði króna í 41,1 milljarð króna. Í svari Seðlabankans við fyrirspurn Markaðarins um tilfærslur á þessum eignum segir að um hafi verið að ræða aðgerð sem varðar að flokka saman skylda hluti, annars vegar í ESÍ og hins vegar í Hildu sem er í 100 prósent eigu ESÍ. „Í ESÍ eru kröfur á fjármálafyrirtæki og stærri aðila. Í Hildu eru kröfur á einstaklinga og minni fyrirtæki." Í ársreikningi Hildu segir að ESÍ hafi flutt veðkröfur og almennar kröfur á fjármálafyrirtæki í slitameðferð yfir í Hildu á síðasta ári og að samanlagt virði þeirra hafi verið 34,5 milljarðar króna. Spurður um hvaða kröfur hafi verið að ræða sem færðar voru yfir til Hildu segir Seðlabankinn það hafa verið „veðkrafa sem Seðlabankinn átti á Spron. Þetta var upphaflega á bókum ESÍ en var fært yfir í Hildu. Veðin á bak við kröfuna á Spron voru útlán Spron til einstaklinga og fyrirtækja með veði í fasteignum". Tengdar fréttir ESÍ átti 340 milljarða um áramót Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ) var stofnað eftir hrun til að halda utan um allskyns útistandandi kröfur Seðlabankans. Að stærstum hluta er um að ræða þær kröfur sem ríkissjóður keypti af bankanum til að gera eigið fé hans jákvætt í lok árs 2008 og sem bankinn keypti síðan aftur á árinu 2009. 10. október 2012 00:01 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ) flutti veðkröfur og almennar kröfur á fjármálafyrirtæki yfir í Hildu hf., sem áður átti hlut í Saga Capital, á síðasta ári. Alls voru kröfur að andvirði 34,5 milljarða króna færðar yfir í félagið. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum var um að ræða kröfur sem hann átti á Spron. Veðin sem eru að baki þeirri kröfu eru útlán Spron til einstaklinga og fyrirtækja með veði í fasteignum. Hilda tapaði alls um átta milljörðum króna á síðasta ári, aðallega vegna virðisrýrnunar á yfirteknum kröfum og vaxtagjalda. ESÍ tók yfir Hildu í fyrrasumar. Aðkomu félags í eigu Seðlabankans að því má rekja aftur til marsmánaðar 2009 þegar ríkissjóður veitti Saga Capital 19,6 milljarða króna lán í mars 2009 vegna þess að bankinn var tæknilega gjaldþrota. Lánið bar tvö prósent vexti en Saga núvirti það í bókum sínum miðað við almenna tólf prósenta ávöxtunarkröfu og bjó þar með til nægilega mikla eign í bókum sínum til að sýna jákvætt fé. Lánið átti að greiðast til baka með fimm afborgunum á árunum 2011 til 2015. Í lok október 2009 voru tvö félög búin til utan um eignarhaldið á Sögu: Hilda og Saga eignarhaldsfélag. Hilda tók yfir skuldina við ríkissjóð, sem þá hafði verið færð til dótturfélags Seðlabanka Íslands, ESÍ. Ásamt skuldinni voru færðar yfir eignir sem sagðar voru 14,3 milljarða króna virði, víkjandi skuldabréf upp á 1,6 milljarða króna og tíu prósenta hlutur í Sögu Capital. Í lok árs 2009 höfðu þessar eignir þegar rýrnað um fjóra milljarða króna. ESÍ tók yfir Hildu með því að nýta sér gjaldfellingarúrræði í lánasamningi sínum í júní 2011. Saga Capital var síðan tekin til slitameðferðar í sumar og skipuð slitastjórn. Áður hafði Fjármálaeftirlitið afturkallað starfsleyfi bankans þar sem hann fullnægði ekki ákvæði laga um eigið fé. Hilda tapaði átta milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi sem félagið skilaði inn til ársreikningaskráar í september. Árið áður hafði félagið tapað 1,7 milljarði króna. Tapið í fyrra var annars vegar tilkomið vegna virðisrýrnunar krafna upp á 4,3 milljarða króna og hins vegar vegna vaxtagjalda upp á 3,7 milljarða króna. Í ársreikningnum kemur hins vegar fram að eignir Hildu jukust gríðarlega á árinu 2011 þegar þær fóru úr 9,1 milljarði króna í 41,1 milljarð króna. Í svari Seðlabankans við fyrirspurn Markaðarins um tilfærslur á þessum eignum segir að um hafi verið að ræða aðgerð sem varðar að flokka saman skylda hluti, annars vegar í ESÍ og hins vegar í Hildu sem er í 100 prósent eigu ESÍ. „Í ESÍ eru kröfur á fjármálafyrirtæki og stærri aðila. Í Hildu eru kröfur á einstaklinga og minni fyrirtæki." Í ársreikningi Hildu segir að ESÍ hafi flutt veðkröfur og almennar kröfur á fjármálafyrirtæki í slitameðferð yfir í Hildu á síðasta ári og að samanlagt virði þeirra hafi verið 34,5 milljarðar króna. Spurður um hvaða kröfur hafi verið að ræða sem færðar voru yfir til Hildu segir Seðlabankinn það hafa verið „veðkrafa sem Seðlabankinn átti á Spron. Þetta var upphaflega á bókum ESÍ en var fært yfir í Hildu. Veðin á bak við kröfuna á Spron voru útlán Spron til einstaklinga og fyrirtækja með veði í fasteignum".
Tengdar fréttir ESÍ átti 340 milljarða um áramót Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ) var stofnað eftir hrun til að halda utan um allskyns útistandandi kröfur Seðlabankans. Að stærstum hluta er um að ræða þær kröfur sem ríkissjóður keypti af bankanum til að gera eigið fé hans jákvætt í lok árs 2008 og sem bankinn keypti síðan aftur á árinu 2009. 10. október 2012 00:01 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
ESÍ átti 340 milljarða um áramót Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ) var stofnað eftir hrun til að halda utan um allskyns útistandandi kröfur Seðlabankans. Að stærstum hluta er um að ræða þær kröfur sem ríkissjóður keypti af bankanum til að gera eigið fé hans jákvætt í lok árs 2008 og sem bankinn keypti síðan aftur á árinu 2009. 10. október 2012 00:01