Launahækkun forstjóra LSH vekur hörð viðbrögð 7. september 2012 05:30 Guðbjartur Hannesson Sú ákvörðun Guðbjarts Hannessonar, velferðarráðherra, að hækka laun Björns Zoëga, forstjóra Landspítalans, hefur vakið hörð viðbrögð meðal fulltrúa opinberra launamanna. Formaður BSRB segist gáttaður á ákvörðuninni og formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að sér sé misboðið. Greint var frá því í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær að Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefði í síðasta mánuði hækkað mánaðarlaun Björns um 450 þúsund krónur í 2,3 milljónir á mánuði. Þá var haft eftir Guðbjarti í fréttinni að Birni hefði á dögunum verið boðin staða forstjóra stórs spítala í Svíþjóð og að í því tilboði hefði falist veruleg launahækkun. Mun Björn hafa látið yfirmenn sína vita af tilboðinu sem hann íhugaði alvarlega. Brást þá ráðherra við á fyrrgreindan hátt; hækkaði laun Björns. Loks sagði Guðbjartur að hann hefði tekið ákvörðunina einn og bæri á henni pólitíska ábyrgð. „Ég er alveg gáttuð á þessum gjörningi. Við erum með kjararáð þar sem launakjör forstöðumanna ríkisstofnana eru ákvörðuð. Í ljósi þess er dálítið ótrúlegt að ráðherra skuli taka einhliða ákvörðun um breytingu á launakjörum í þessu tilfelli. Ekki síst þar sem inni á Landspítala eru flestir starfsmenn mjög hæfir í starfi og nánast ómissandi,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, um ákvörðun Guðbjarts. Elín Björg bendir þar að auki á að starfshlutfall flestra opinberra starfsmanna hafi verið skert og laun þeirra lækkuð á síðustu árum. Þær breytingar hafi ekki verið leiðréttar hjá flestum ríkisstarfsmönnum þrátt fyrir að kjararáð hafi ákveðið að sambærilegar skerðingar skyldu ganga til baka hjá þingmönnum, ráðherrum og forstöðumönnum ríkisstofnana. Í ljósi þessa komi ákvörðun ráðherra nú aftan að sér. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag að hjúkrunarfræðingum sé misboðið vegna ákvörðunarinnar sem sé tekin á sama tíma og skorið sé gegndarlaust niður í þjónustu við sjúklinga. Þá segir hún enn fremur í greininni að svo mikil eftirspurn sé eftir hjúkrunarfræðingum í Noregi að allir íslenskir hjúkrunarfræðingar gætu fengið þar starf á betri launum en bjóðast á Íslandi.magnusl@frettabladid.is Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Sú ákvörðun Guðbjarts Hannessonar, velferðarráðherra, að hækka laun Björns Zoëga, forstjóra Landspítalans, hefur vakið hörð viðbrögð meðal fulltrúa opinberra launamanna. Formaður BSRB segist gáttaður á ákvörðuninni og formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að sér sé misboðið. Greint var frá því í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær að Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefði í síðasta mánuði hækkað mánaðarlaun Björns um 450 þúsund krónur í 2,3 milljónir á mánuði. Þá var haft eftir Guðbjarti í fréttinni að Birni hefði á dögunum verið boðin staða forstjóra stórs spítala í Svíþjóð og að í því tilboði hefði falist veruleg launahækkun. Mun Björn hafa látið yfirmenn sína vita af tilboðinu sem hann íhugaði alvarlega. Brást þá ráðherra við á fyrrgreindan hátt; hækkaði laun Björns. Loks sagði Guðbjartur að hann hefði tekið ákvörðunina einn og bæri á henni pólitíska ábyrgð. „Ég er alveg gáttuð á þessum gjörningi. Við erum með kjararáð þar sem launakjör forstöðumanna ríkisstofnana eru ákvörðuð. Í ljósi þess er dálítið ótrúlegt að ráðherra skuli taka einhliða ákvörðun um breytingu á launakjörum í þessu tilfelli. Ekki síst þar sem inni á Landspítala eru flestir starfsmenn mjög hæfir í starfi og nánast ómissandi,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, um ákvörðun Guðbjarts. Elín Björg bendir þar að auki á að starfshlutfall flestra opinberra starfsmanna hafi verið skert og laun þeirra lækkuð á síðustu árum. Þær breytingar hafi ekki verið leiðréttar hjá flestum ríkisstarfsmönnum þrátt fyrir að kjararáð hafi ákveðið að sambærilegar skerðingar skyldu ganga til baka hjá þingmönnum, ráðherrum og forstöðumönnum ríkisstofnana. Í ljósi þessa komi ákvörðun ráðherra nú aftan að sér. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag að hjúkrunarfræðingum sé misboðið vegna ákvörðunarinnar sem sé tekin á sama tíma og skorið sé gegndarlaust niður í þjónustu við sjúklinga. Þá segir hún enn fremur í greininni að svo mikil eftirspurn sé eftir hjúkrunarfræðingum í Noregi að allir íslenskir hjúkrunarfræðingar gætu fengið þar starf á betri launum en bjóðast á Íslandi.magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira