Viðskipti innlent

2.600 spilarar í Ávöxtunarleiknum - Össur vinsælasta fjárfestingin

Magnús Halldórsson skrifar
Samtals hafa 2.633 skráð sig til leiks í Ávöxtunarleiknum á fyrstu þremur dögum leiksins, en hann var formlega settur af stað, með bjölluhringingu í Nasdaq Kauphöll Íslands, á mánudaginn. Þeir sem hafa náð bestum árangri í leiknum hafa náð að ávaxta Keldukrónur sínar um 1,5 til 2,5 prósent, eða á bilinu 150 til 250 þúsund krónur, sé miðað við upphafsstöðu.

Leikurinn gengur út á það að fjárfesta í félögum og eignaflokkum á íslenska markaðnum, eftir reglum leiksins, og reyna með því að ávaxta eignirnar sem best. Hver þátttakandi byrjar með 10 milljónir í spilapeningum, og freistar síðan gæfunnar í fjárfestingum.

Til mikils er að vinna, en sigurvegarinn fær ferð til New York fyrir tvo auk þess að fá 200 þúsund krónur í sjóðum VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka. Þá fær hástökkvari mánaðarins, þ.e. sá sem nær bestu ávöxtuninni í hverjum mánuði, sérstök aukaverðlaun. Keppnistímabilinu lýkur síðan 31. maí, en spilarar geta hafið leik hvenær sem er fram að þeim tíma.

Leikurinn er í eigu Keldunnar, en samstarfsaðilar verkefnisins eru VÍB, Nasdaq OMX Kauphöll Íslands, Libra og Vísir.is.

Hér er hægt að skrá sig til leiks, og hér er facebook síða leiksins.

Hér að neðan má sjá vinsælustu fjárfestingarnar, og fjölda viðskipta við hvern eignaflokk.

Nafn: Fjöldi viðskipta

OSSRu 1825

ICEAIR 1602

HAGA 1529

REGINN 1475

MARL 1347

EUR 979

CHF 858

Alþjóða hlutabréfasjóður Íslenskra verðbréfa 841

Alþjóðar vaxtasjóður Íslandssjóða 785

USD 618






Fleiri fréttir

Sjá meira


×