Króna eða evra? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 22. ágúst 2012 06:00 Hrunið 2008 var tvenns konar: hrun fjármálakerfisins og hrun krónunnar. Kreppan í kjölfarið var því af tvennum toga: fjármálakreppa og gjaldmiðilskreppa. Algjöru hruni krónunnar var forðað með gjaldeyrishöftum og lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þrátt fyrir bein áhrif krónunnar á lífskjör og skuldavanda heimila og fyrirtækja er í landinu hópur áhrifamikils fólks sem telur krónuna bjargvætt þjóðarinnar og lífsakkeri okkar um ókomin ár. Þeir sem nú lofsama krónuna kjósa að gleyma hlut hennar í ofþenslu áranna fyrir hrun. Flest bendir raunar til þess að krónan ýki sveiflur í efnahagslífinu fremur en að draga úr þeim.Nýr gjaldmiðill? Evran hefur frá stofnun verið helsti valkosturinn við krónuna, en til að geta tekið hana upp þarf fyrst að ganga í Evrópusambandið. Fyrir hrun gerðu flestir sér grein fyrir vandamálum krónunnar, en hún var eitt vinsælasta umræðuefni áranna 2007 til 2009. Fyrir efasemdarmenn um ESB skipti því miklu að koma með valkost við evruna. Vinstri græn héldu mjög fram norsku krónunni og einstaka menn í Sjálfstæðisflokknum sáu ljósið í svissneska frankanum. Einhliða upptaka bandaríkjadollars, kanadadollars eða evru hefur átt sér sína fylgismenn. Sjálfstæðisflokkurinn vildi fyrir kosningarnar 2009 æstur taka upp evru á grundvelli EES-samningsins og í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Öll þessi umræða ber vott um litla tiltrú á krónunni og á stundum örvæntingafullar tilraunir til að sleppa undan því að ræða um aðild að ESB sem mögulega lausn vandans. Ágætt dæmi um umræðuna fyrir hrun er að Framsóknarflokkurinn setti upp sérstaka gjaldmiðilsnefnd sem skilaði áliti í september 2008. Skýrsla nefndarinnar er málefnaleg og órafjarri þeirri þjóðrembu sem heltekið hefur Framsóknarflokkinn upp á síðkastið. Vandi krónunnar er orðaður með skýrum hætti: „Hagsaga Íslands, frá því tengslin við dönsku krónuna voru slitin og tekin var upp sjálfstæð íslensk króna, hefur einkennst af samspili gengisfellinga og verðbólgu“ (bls. 12). Krónan er lítill og óstöðugur gjaldmiðill og ekki bætir slæleg hagstjórn vandann. Nefndin var gagnrýnin á hagstjórn áranna fyrir hrun og undantekur þar ekki hlut Framsóknarflokksins. En hvers vegna tókst svona illa til? „Væntanlega vegur þyngst „íslenska hefðin“, þ.e. að ganga fram af krafti á öllum vígstöðum á hverju sem gengur og treysta á aðlögun í formi gengisbreytinga þegar í óefni er komið“ (bls. 20). Vandinn verður vart orðaður betur en þetta.Tveir valkostir Gjaldmiðilsnefnd Framsóknarflokksins komst að þeirri niðurstöðu að tveir valkostir væru fyrir Íslendinga: upptaka evru eða áframhaldandi króna. Þrátt fyrir að margt hafi breyst eru þetta enn valkostirnir. Um þetta eru flestir sammála. Gjaldmiðilsnefndin hefur þó ýmsa fyrirvara við krónuna, enda ljóst að „íslenska hefðin“ er leið óstöðugleika. Ef helsti kosturinn við krónuna er „sveigjanleiki“ (þ.e. gengisfellingar), þá verður verðtrygging sparifjár og lána skiljanleg viðbrögð. Vilji fólk viðhalda krónunni blasir við að vextir verði hér hærri en í nágrannalöndunum og líklega höft af einhverju tagi til frambúðar. Því er stundum haldið fram að ekki skipti máli hvort við höfum krónu eða evru. Evran krefjist agaðrar hagstjórnar og séu menn færir um hana þá sé eins hægt að hafa hér krónu. „Enn er vert að ítreka að hvorug leiðin er í raun fær öðruvísi en að komið verði á meiri festu í almennri efnahagsstjórn”, sögðu framsóknarmenn 2008 (bls. 28). Þetta er rétt að vissu marki en smæð krónunnar skapar mikinn vanda í opnu hagkerfi. Trúverðugleiki stjórnvalda er einnig alvarlegt vandamál. Í ljósi sögunnar er rétt að spyrja: hversu líklegt er að festa náist í efnahagsstjórnun á meðan stjórnmálamenn telja helsta kost krónunnar að falla hressilega með reglulegu millibili?Einn valkostur? Evran er í nokkrum ólgusjó og hafa andstæðingar ESB haldið því fram að það sanni fásinnu þess að halda áfram aðildarviðræðum. Reynsla okkar af krónunni er ekki svo glæsileg að skynsamlegt sé að útiloka upptöku evru og halda krónunni sem eina valkosti Íslendinga til frambúðar. Samningaviðræðurnar taka tíma og upptaka evrunnar er skilyrðum háð. Margt getur því breyst áður en endanleg ákvörðun er tekin, líkt og margt hefur breyst frá því að samningaviðræður hófust. Hagsmunir þjóðarinnar eru augljóslega þeir að halda báðum kostum opnum enn um sinn. Samningaviðræður skaða engan og skuldbinda engan, en þær gætu skapað möguleika til betri hagstjórnar og lífskjara til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Hrunið 2008 var tvenns konar: hrun fjármálakerfisins og hrun krónunnar. Kreppan í kjölfarið var því af tvennum toga: fjármálakreppa og gjaldmiðilskreppa. Algjöru hruni krónunnar var forðað með gjaldeyrishöftum og lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þrátt fyrir bein áhrif krónunnar á lífskjör og skuldavanda heimila og fyrirtækja er í landinu hópur áhrifamikils fólks sem telur krónuna bjargvætt þjóðarinnar og lífsakkeri okkar um ókomin ár. Þeir sem nú lofsama krónuna kjósa að gleyma hlut hennar í ofþenslu áranna fyrir hrun. Flest bendir raunar til þess að krónan ýki sveiflur í efnahagslífinu fremur en að draga úr þeim.Nýr gjaldmiðill? Evran hefur frá stofnun verið helsti valkosturinn við krónuna, en til að geta tekið hana upp þarf fyrst að ganga í Evrópusambandið. Fyrir hrun gerðu flestir sér grein fyrir vandamálum krónunnar, en hún var eitt vinsælasta umræðuefni áranna 2007 til 2009. Fyrir efasemdarmenn um ESB skipti því miklu að koma með valkost við evruna. Vinstri græn héldu mjög fram norsku krónunni og einstaka menn í Sjálfstæðisflokknum sáu ljósið í svissneska frankanum. Einhliða upptaka bandaríkjadollars, kanadadollars eða evru hefur átt sér sína fylgismenn. Sjálfstæðisflokkurinn vildi fyrir kosningarnar 2009 æstur taka upp evru á grundvelli EES-samningsins og í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Öll þessi umræða ber vott um litla tiltrú á krónunni og á stundum örvæntingafullar tilraunir til að sleppa undan því að ræða um aðild að ESB sem mögulega lausn vandans. Ágætt dæmi um umræðuna fyrir hrun er að Framsóknarflokkurinn setti upp sérstaka gjaldmiðilsnefnd sem skilaði áliti í september 2008. Skýrsla nefndarinnar er málefnaleg og órafjarri þeirri þjóðrembu sem heltekið hefur Framsóknarflokkinn upp á síðkastið. Vandi krónunnar er orðaður með skýrum hætti: „Hagsaga Íslands, frá því tengslin við dönsku krónuna voru slitin og tekin var upp sjálfstæð íslensk króna, hefur einkennst af samspili gengisfellinga og verðbólgu“ (bls. 12). Krónan er lítill og óstöðugur gjaldmiðill og ekki bætir slæleg hagstjórn vandann. Nefndin var gagnrýnin á hagstjórn áranna fyrir hrun og undantekur þar ekki hlut Framsóknarflokksins. En hvers vegna tókst svona illa til? „Væntanlega vegur þyngst „íslenska hefðin“, þ.e. að ganga fram af krafti á öllum vígstöðum á hverju sem gengur og treysta á aðlögun í formi gengisbreytinga þegar í óefni er komið“ (bls. 20). Vandinn verður vart orðaður betur en þetta.Tveir valkostir Gjaldmiðilsnefnd Framsóknarflokksins komst að þeirri niðurstöðu að tveir valkostir væru fyrir Íslendinga: upptaka evru eða áframhaldandi króna. Þrátt fyrir að margt hafi breyst eru þetta enn valkostirnir. Um þetta eru flestir sammála. Gjaldmiðilsnefndin hefur þó ýmsa fyrirvara við krónuna, enda ljóst að „íslenska hefðin“ er leið óstöðugleika. Ef helsti kosturinn við krónuna er „sveigjanleiki“ (þ.e. gengisfellingar), þá verður verðtrygging sparifjár og lána skiljanleg viðbrögð. Vilji fólk viðhalda krónunni blasir við að vextir verði hér hærri en í nágrannalöndunum og líklega höft af einhverju tagi til frambúðar. Því er stundum haldið fram að ekki skipti máli hvort við höfum krónu eða evru. Evran krefjist agaðrar hagstjórnar og séu menn færir um hana þá sé eins hægt að hafa hér krónu. „Enn er vert að ítreka að hvorug leiðin er í raun fær öðruvísi en að komið verði á meiri festu í almennri efnahagsstjórn”, sögðu framsóknarmenn 2008 (bls. 28). Þetta er rétt að vissu marki en smæð krónunnar skapar mikinn vanda í opnu hagkerfi. Trúverðugleiki stjórnvalda er einnig alvarlegt vandamál. Í ljósi sögunnar er rétt að spyrja: hversu líklegt er að festa náist í efnahagsstjórnun á meðan stjórnmálamenn telja helsta kost krónunnar að falla hressilega með reglulegu millibili?Einn valkostur? Evran er í nokkrum ólgusjó og hafa andstæðingar ESB haldið því fram að það sanni fásinnu þess að halda áfram aðildarviðræðum. Reynsla okkar af krónunni er ekki svo glæsileg að skynsamlegt sé að útiloka upptöku evru og halda krónunni sem eina valkosti Íslendinga til frambúðar. Samningaviðræðurnar taka tíma og upptaka evrunnar er skilyrðum háð. Margt getur því breyst áður en endanleg ákvörðun er tekin, líkt og margt hefur breyst frá því að samningaviðræður hófust. Hagsmunir þjóðarinnar eru augljóslega þeir að halda báðum kostum opnum enn um sinn. Samningaviðræður skaða engan og skuldbinda engan, en þær gætu skapað möguleika til betri hagstjórnar og lífskjara til framtíðar.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun