Að trúa á evruna Eygló Harðardóttir skrifar 20. ágúst 2012 09:00 Trú stuðningsmanna aðildar að Evrópusambandinu á evruna er mikil. Ef marka má málflutning þeirra er upptaka evru eina leiðin til að takast á við efnahags- og peningamál landsins. Þetta ítrekaði Árni Páll Árnason, fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd, nýlega á Rás 2. Því kæmi ekki til greina að fresta eða hætta við umsóknina, líkt og samstarfsmenn hans í Vinstri grænu hafa lagt til. Hinir trúuðu bæta svo við að enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi, annar en Samfylkingin, hafi trúverðuga stefnu varðandi losun gjaldeyrishaftanna eða stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Eina leiðin sé ESB og upptaka evru og þar boðar Samfylkingin hina einu sönnu trú. Þessu hafna ég. Upptaka erlendrar myntar, hvort sem hún heitir evra, norsk króna eða kanadískur dollari mun ekki leysa vandann. Upptaka þessara mynta mun ekki leiða til þess að viðkomandi ríki „gefi" Íslendingum rúmlega 1.000 milljarða í erlendum gjaldeyri til að borga út erlenda spákaupmenn, eða aðra þá sem vilja fara með fjármuni úr landi. Nei, upptaka erlendrar myntar verður aðeins gerð með því að skuldsetja íslenska Seðlabankann og íslenska ríkið enn frekar með beinni lántöku hjá erlendum seðlabönkum. Eða eins og Árni Páll orðaði það í grein í Fréttablaðinu „…að evrópski Seðlabankinn myndi veita fyrirgreiðslu til að unnt yrði að fjármagna útflæðið allt strax í upphafi eða á fárra ára tímabili, með endurgreiðslu yfir lengra tímabil". Leið Evrópusinna er enn á ný að steypa ríkinu í enn meiri skuldir. Allt frá tímum minnihlutastjórnarinnar hefur þingflokkur Framsóknarmanna lagt fram tillögur um hvernig megi losa gjaldeyrishöftin. Þær eru m.a. uppboðsmarkaður fyrir krónur, beinir samningar við erlenda eigendur krónueigna, afskriftir skulda og hvati til fjárfestinga og atvinnusköpunar. Jafnframt yrði sett þak á verðtrygginguna, m.a. til að verja íslensk heimili við afnám haftanna. Þá hafa komið fram hugmyndir um útgöngugjald eða skatt á útstreymi gjaldeyris fyrir þá sem vilja losa krónueignir sínar sem fyrst. Árni Páll hefur kallað eftir plani B til lausnar á efnahagsvandanum. Framsóknarmenn hafa ítrekað lagt fram tillögur sem ekki krefjast gríðarlegrar skuldsetningar við erlenda seðlabanka. Árni Páll hefur kosið að hlusta ekki. Kannski vegna þess að tillögur Framsóknarmanna leiða ekki sjálfkrafa til inngöngu í ESB og upptöku evru? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Trú stuðningsmanna aðildar að Evrópusambandinu á evruna er mikil. Ef marka má málflutning þeirra er upptaka evru eina leiðin til að takast á við efnahags- og peningamál landsins. Þetta ítrekaði Árni Páll Árnason, fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd, nýlega á Rás 2. Því kæmi ekki til greina að fresta eða hætta við umsóknina, líkt og samstarfsmenn hans í Vinstri grænu hafa lagt til. Hinir trúuðu bæta svo við að enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi, annar en Samfylkingin, hafi trúverðuga stefnu varðandi losun gjaldeyrishaftanna eða stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Eina leiðin sé ESB og upptaka evru og þar boðar Samfylkingin hina einu sönnu trú. Þessu hafna ég. Upptaka erlendrar myntar, hvort sem hún heitir evra, norsk króna eða kanadískur dollari mun ekki leysa vandann. Upptaka þessara mynta mun ekki leiða til þess að viðkomandi ríki „gefi" Íslendingum rúmlega 1.000 milljarða í erlendum gjaldeyri til að borga út erlenda spákaupmenn, eða aðra þá sem vilja fara með fjármuni úr landi. Nei, upptaka erlendrar myntar verður aðeins gerð með því að skuldsetja íslenska Seðlabankann og íslenska ríkið enn frekar með beinni lántöku hjá erlendum seðlabönkum. Eða eins og Árni Páll orðaði það í grein í Fréttablaðinu „…að evrópski Seðlabankinn myndi veita fyrirgreiðslu til að unnt yrði að fjármagna útflæðið allt strax í upphafi eða á fárra ára tímabili, með endurgreiðslu yfir lengra tímabil". Leið Evrópusinna er enn á ný að steypa ríkinu í enn meiri skuldir. Allt frá tímum minnihlutastjórnarinnar hefur þingflokkur Framsóknarmanna lagt fram tillögur um hvernig megi losa gjaldeyrishöftin. Þær eru m.a. uppboðsmarkaður fyrir krónur, beinir samningar við erlenda eigendur krónueigna, afskriftir skulda og hvati til fjárfestinga og atvinnusköpunar. Jafnframt yrði sett þak á verðtrygginguna, m.a. til að verja íslensk heimili við afnám haftanna. Þá hafa komið fram hugmyndir um útgöngugjald eða skatt á útstreymi gjaldeyris fyrir þá sem vilja losa krónueignir sínar sem fyrst. Árni Páll hefur kallað eftir plani B til lausnar á efnahagsvandanum. Framsóknarmenn hafa ítrekað lagt fram tillögur sem ekki krefjast gríðarlegrar skuldsetningar við erlenda seðlabanka. Árni Páll hefur kosið að hlusta ekki. Kannski vegna þess að tillögur Framsóknarmanna leiða ekki sjálfkrafa til inngöngu í ESB og upptöku evru?
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar