Ættum að framleiða okkar eigið eldsneyti 3. júlí 2012 08:00 Surya Prakash lét ekki nægja að tala á ráðstefnu sem RCI og Samtök iðnaðarins stóðu fyrir í gær heldur gerði hann litla tilraun með metanólviftu sem bar tilætlaðan árangur. fréttablaðið/jón sigurður Efnafræðingurinn Surya Prakash segir að Ísland sé betur til þess fallið en nokkur önnur þjóð að verða sjálfu sér nægt um eldsneyti. Íslenskt fyrirtæki hefur uppi áform um að framleiða 80 milljón lítra af metanóli á ári. „Íslendingar búa við slíkar kjöraðstæður að þeir geta hæglega orðið sjálfbærir með eldsneyti," segir Surya Prakash, prófessor í efnafræði við University of Southern California og forstjóri Locker-kolefnisstofnunarinnar. „Ísland er betur til þess fallið að nota einungis endurnýtanlega orku en nokkur önnur þjóð," bætir hann við. „Þið hafið jarðvarmann, heita vatnið, stór landsvæði, eruð velmenntuð þjóð og fámenn svo það er allt til alls. Ég myndi segja það fullkomlega raunsætt ef Íslendingar settu sér það markmið að nota eingöngu endurnýtanlegt eldsneyti eftir tíu ár bæði fyrir bíla- og fiskiflotann. Vandinn við Ísland er hins vegar sá að regluverkið stendur í vegi fyrir því, eins og er, að þið getið látið af þessu verða." Prakash er höfundur bókarinnar Metanólhagkerfið sem fjallar um eldsneyti framtíðarinnar. Hann er þeirrar skoðunar að mun fleiri en Íslendingar líti fram hjá þeim tækifærum sem auðlindirnar hafa upp á að bjóða. Slík yfirsjá, segir hann, valda því að mengun verður meiri og sjálfbærni minni. „Það ætti hver þjóð að stefna að því að vera sjálfbær um eldsneyti, sjáðu bara hvað er að gerast í Bandaríkjunum. Þar kostar kostar olíugallonið fjóra dollara en þegar búið er að skattleggja það kostar það átta. Ástæðan er sú að það kostar mikla fjármuni að verja olíuauðlindirnar í Mið-Austurlöndum." Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Carbon Recycling International (CRI) sem rekur einu metanólverksmiðju landsins í Svartsengi við Grindavík, segir að núverandi reglugerðir geri ekki ráð fyrir að metanól fari yfir þrjú prósent í blönduðu eldsneyti. Ísland hefur þó skuldbundið sig til þess að ná því marki fyrir 2020 að 10 prósent af eldsneytiseyðslu landans verði endurnýtanlegt eldsneyti. Verið er að vinna að breytingum sem taka mið af því og bindur Benedikt miklar vonir við þær. Hægt er að vinna fimm milljónir lítrar af metanóli á ári í verksmiðjunni í Svartsengi. „Við höfum svo verið að rannsaka möguleikann á því að framleiða á bilinu 40 til 80 milljón lítra, svona í fyrsta kasti, úr sorpi," segir hann. „Til viðbótar við það er svo hægt að framleiða miklu meira með rafmagni. Reyndar eru til staðar verkefni í orkugeiranum sem gætu gert okkur kleift að framleiða eldsneyti sem myndi anna allri eftirspurn." Eldsneytisþörf alls bílaflotans er um 350 milljón lítrar á ári. jse@frettabladid.is Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Sjá meira
Efnafræðingurinn Surya Prakash segir að Ísland sé betur til þess fallið en nokkur önnur þjóð að verða sjálfu sér nægt um eldsneyti. Íslenskt fyrirtæki hefur uppi áform um að framleiða 80 milljón lítra af metanóli á ári. „Íslendingar búa við slíkar kjöraðstæður að þeir geta hæglega orðið sjálfbærir með eldsneyti," segir Surya Prakash, prófessor í efnafræði við University of Southern California og forstjóri Locker-kolefnisstofnunarinnar. „Ísland er betur til þess fallið að nota einungis endurnýtanlega orku en nokkur önnur þjóð," bætir hann við. „Þið hafið jarðvarmann, heita vatnið, stór landsvæði, eruð velmenntuð þjóð og fámenn svo það er allt til alls. Ég myndi segja það fullkomlega raunsætt ef Íslendingar settu sér það markmið að nota eingöngu endurnýtanlegt eldsneyti eftir tíu ár bæði fyrir bíla- og fiskiflotann. Vandinn við Ísland er hins vegar sá að regluverkið stendur í vegi fyrir því, eins og er, að þið getið látið af þessu verða." Prakash er höfundur bókarinnar Metanólhagkerfið sem fjallar um eldsneyti framtíðarinnar. Hann er þeirrar skoðunar að mun fleiri en Íslendingar líti fram hjá þeim tækifærum sem auðlindirnar hafa upp á að bjóða. Slík yfirsjá, segir hann, valda því að mengun verður meiri og sjálfbærni minni. „Það ætti hver þjóð að stefna að því að vera sjálfbær um eldsneyti, sjáðu bara hvað er að gerast í Bandaríkjunum. Þar kostar kostar olíugallonið fjóra dollara en þegar búið er að skattleggja það kostar það átta. Ástæðan er sú að það kostar mikla fjármuni að verja olíuauðlindirnar í Mið-Austurlöndum." Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Carbon Recycling International (CRI) sem rekur einu metanólverksmiðju landsins í Svartsengi við Grindavík, segir að núverandi reglugerðir geri ekki ráð fyrir að metanól fari yfir þrjú prósent í blönduðu eldsneyti. Ísland hefur þó skuldbundið sig til þess að ná því marki fyrir 2020 að 10 prósent af eldsneytiseyðslu landans verði endurnýtanlegt eldsneyti. Verið er að vinna að breytingum sem taka mið af því og bindur Benedikt miklar vonir við þær. Hægt er að vinna fimm milljónir lítrar af metanóli á ári í verksmiðjunni í Svartsengi. „Við höfum svo verið að rannsaka möguleikann á því að framleiða á bilinu 40 til 80 milljón lítra, svona í fyrsta kasti, úr sorpi," segir hann. „Til viðbótar við það er svo hægt að framleiða miklu meira með rafmagni. Reyndar eru til staðar verkefni í orkugeiranum sem gætu gert okkur kleift að framleiða eldsneyti sem myndi anna allri eftirspurn." Eldsneytisþörf alls bílaflotans er um 350 milljón lítrar á ári. jse@frettabladid.is
Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Sjá meira