Íslenskar og norskar auðlindir hafsins: Olían og fiskurinn Helgi Áss Grétarsson skrifar 1. maí 2012 06:00 Í allri umræðu um mikilvæg málefni samfélagsins er æskilegt að grundvallarhugtök séu réttilega skilgreind. Þannig er ljóst að það er í senn íslenskt og alþjóðlegt viðmið að villt og vörslulaus dýr, m.a. fiskurinn í sjónum, eru óeignarhæf á meðan þau eru óveidd, sbr. t.d. rit Churchills og Owens frá árinu 2010, The EC Common Fisheries Policy, bls. 77–78. Á hinn bóginn er hægt að skapa eignarheimildir yfir réttinum til að nýta hin villtu dýr. Hver á makrílinn?Framangreind atriði mætti skýra með vísan til stjórnkerfis makrílveiða. Þótt sá nytjastofn hafi vanið komur sínar á Íslandsmið fyrir nokkrum árum þá breytti það engu um eignarhaldið á honum, þ.e. enginn á hann á meðan hann er óveiddur. Hins vegar höfðu stjórnvöld í nágrannaríkjum Íslands, Noregur, aðildarríki Evrópusambandsins og Færeyjar, lengi sett reglur um stjórn veiðanna, sem höfðu m.a. í för með sér að íslenska ríkið var útilokað frá því að reglubinda þessar veiðar í skilningi ákvæða úthafsveiðisamnings Sameinuðu þjóðanna. Þá, sem nú, átti íslenska þjóðin ekki makrílstofninn. Hins vegar eftir að hann fannst í veiðanlegu magni á Íslandsmiðum sköpuðust raunhæf lagaleg úrræði fyrir íslensk yfirvöld að taka þátt í að setja reglur um stjórn veiðanna. Af ofangreindu leiðir að yfirlýsingar hér á landi um sameign þjóðar á nytjastofnum skapa hvorki lagalegan eignarrétt fyrir þjóð né ríki. Alþingi hefur hins vegar heimildir til að setja reglur um stjórn fiskveiða í atvinnuskyni og leggja á skatta, enda sé reglusetning um þessi málefni í samræmi við grundvallarreglur stjórnarskrárinnar. Að bera saman epli og appelsínuÍ öllum samanburði er æskilegt að bera ekki saman epli og appelsínu. Þannig er orðið algengara hér á landi að stjórn fiskveiða á Íslandi sé borin saman við stjórn nýtingar á olíu við Noregsstrendur. Þetta er ósanngjarn samanburður, m.a. vegna þess að enginn hefur haft áþreifanlega og sérgreinda atvinnuhagsmuni af nýtingu tiltekinnar olíulindar út á rúmsjó áður en stjórnvöld hefjast handa að setja reglur um efnið, en slíkt á ekki við um nýtingu fisksins í sjónum. Þetta leiðir til þess að sá valkostur er fyllilega eðlilegur að ríkið selji á uppboði leyfi til að rannsaka og nýta olíuauðlindina á meðan sú aðferð er sjaldgæf þegar kemur að upphaflegri hönnun meginþátta stjórnkerfa fiskveiða, m.a. vegna lögvarðra atvinnuhagsmuna þeirra sem eru að stunda fiskveiðar. Þessi aðstaða á ekki síst við í rótgrónum fiskveiðisamfélögum eins og á Íslandi og í Noregi. Af ofangreindu leiðir, að eðlilegt er að bera saman myndun fiskveiðiréttinda á Íslandi við sambærilegar reglur í Noregi. Sé það gert, kemur í ljós að norsk stjórnvöld hafa á undanförnum áratugum skilgreint nýtingarheimildir eigenda fiskiskipa með hliðsjón af fyrri þátttöku þeirra í fiskveiðum, rétt eins og gert hefur verið í öllum megindráttum á Íslandi. Af norskum olíutekjum og norskum ríkisstyrkjumNorska ríkið hefur haft háar tekjur af olíu– og gasvinnslu en á hinn bóginn hefur það eytt fjármunum til að styðja við bakið á rekstri útgerðar– og fiskvinnslufyrirtækja. Dregið hefur verið verulega úr þessum árlegu ríkisstyrkjum undanfarna tvo áratugi, sbr. t.d. rit norsku Fiskistofunnar, Økonomiske og biologiske nøkkeltal frå dei norske fiskeria, År 2010, bls. 32. Höfundur er lögfræðingur og gegnir stöðu sérfræðings við Lagastofnun Háskóla Íslands. Sérfræðingsstaðan hefur verið fjármögnuð á grundvelli tveggja samstarfssamninga Lagastofnunar og Landssambands íslenskra útvegsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Í allri umræðu um mikilvæg málefni samfélagsins er æskilegt að grundvallarhugtök séu réttilega skilgreind. Þannig er ljóst að það er í senn íslenskt og alþjóðlegt viðmið að villt og vörslulaus dýr, m.a. fiskurinn í sjónum, eru óeignarhæf á meðan þau eru óveidd, sbr. t.d. rit Churchills og Owens frá árinu 2010, The EC Common Fisheries Policy, bls. 77–78. Á hinn bóginn er hægt að skapa eignarheimildir yfir réttinum til að nýta hin villtu dýr. Hver á makrílinn?Framangreind atriði mætti skýra með vísan til stjórnkerfis makrílveiða. Þótt sá nytjastofn hafi vanið komur sínar á Íslandsmið fyrir nokkrum árum þá breytti það engu um eignarhaldið á honum, þ.e. enginn á hann á meðan hann er óveiddur. Hins vegar höfðu stjórnvöld í nágrannaríkjum Íslands, Noregur, aðildarríki Evrópusambandsins og Færeyjar, lengi sett reglur um stjórn veiðanna, sem höfðu m.a. í för með sér að íslenska ríkið var útilokað frá því að reglubinda þessar veiðar í skilningi ákvæða úthafsveiðisamnings Sameinuðu þjóðanna. Þá, sem nú, átti íslenska þjóðin ekki makrílstofninn. Hins vegar eftir að hann fannst í veiðanlegu magni á Íslandsmiðum sköpuðust raunhæf lagaleg úrræði fyrir íslensk yfirvöld að taka þátt í að setja reglur um stjórn veiðanna. Af ofangreindu leiðir að yfirlýsingar hér á landi um sameign þjóðar á nytjastofnum skapa hvorki lagalegan eignarrétt fyrir þjóð né ríki. Alþingi hefur hins vegar heimildir til að setja reglur um stjórn fiskveiða í atvinnuskyni og leggja á skatta, enda sé reglusetning um þessi málefni í samræmi við grundvallarreglur stjórnarskrárinnar. Að bera saman epli og appelsínuÍ öllum samanburði er æskilegt að bera ekki saman epli og appelsínu. Þannig er orðið algengara hér á landi að stjórn fiskveiða á Íslandi sé borin saman við stjórn nýtingar á olíu við Noregsstrendur. Þetta er ósanngjarn samanburður, m.a. vegna þess að enginn hefur haft áþreifanlega og sérgreinda atvinnuhagsmuni af nýtingu tiltekinnar olíulindar út á rúmsjó áður en stjórnvöld hefjast handa að setja reglur um efnið, en slíkt á ekki við um nýtingu fisksins í sjónum. Þetta leiðir til þess að sá valkostur er fyllilega eðlilegur að ríkið selji á uppboði leyfi til að rannsaka og nýta olíuauðlindina á meðan sú aðferð er sjaldgæf þegar kemur að upphaflegri hönnun meginþátta stjórnkerfa fiskveiða, m.a. vegna lögvarðra atvinnuhagsmuna þeirra sem eru að stunda fiskveiðar. Þessi aðstaða á ekki síst við í rótgrónum fiskveiðisamfélögum eins og á Íslandi og í Noregi. Af ofangreindu leiðir, að eðlilegt er að bera saman myndun fiskveiðiréttinda á Íslandi við sambærilegar reglur í Noregi. Sé það gert, kemur í ljós að norsk stjórnvöld hafa á undanförnum áratugum skilgreint nýtingarheimildir eigenda fiskiskipa með hliðsjón af fyrri þátttöku þeirra í fiskveiðum, rétt eins og gert hefur verið í öllum megindráttum á Íslandi. Af norskum olíutekjum og norskum ríkisstyrkjumNorska ríkið hefur haft háar tekjur af olíu– og gasvinnslu en á hinn bóginn hefur það eytt fjármunum til að styðja við bakið á rekstri útgerðar– og fiskvinnslufyrirtækja. Dregið hefur verið verulega úr þessum árlegu ríkisstyrkjum undanfarna tvo áratugi, sbr. t.d. rit norsku Fiskistofunnar, Økonomiske og biologiske nøkkeltal frå dei norske fiskeria, År 2010, bls. 32. Höfundur er lögfræðingur og gegnir stöðu sérfræðings við Lagastofnun Háskóla Íslands. Sérfræðingsstaðan hefur verið fjármögnuð á grundvelli tveggja samstarfssamninga Lagastofnunar og Landssambands íslenskra útvegsmanna.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar