Bráðnauðsynlegt: Jafnræði í sjávarútvegi Mörður Árnason skrifar 26. apríl 2012 06:00 Við Valgerður Bjarnadóttir höfum á Alþingi lagt fram breytingartillögu sem ætlað er að tryggja jafnræði og afnema í áföngum forræði tiltekinna útgerðarmanna á veiðiheimildum. Við gerum ráð fyrir tuttugu ára aðlögunartíma þar sem útgerðir fái í sinn hlut verulegan hluta af andvirði þeirra heimilda sem þær láta af hendi en borga veiðigjald af öllum heimildum. Að loknum þessum tíma ræðst arður almennings af auðlindinni af viðskiptum á virkum markaði þar sem þó er hægt að taka tillit til byggðahagsmuna. Við teljum tillögu okkar mikilvæga viðbót við stjórnarfrumvörpin um fiskveiðistjórnun, sem við styðjum í megindráttum. Í þessum frumvörpum felast mikilvæg framfaraskref. Mestu skiptir að þar er kveðið afdráttarlaust á um að þjóðin eigi sjávarauðlindina í sameiningu, og að fyrir afnot þeirra skuli koma fullt gjald. JafnræðiHelsti galli þeirra er sá að þar virðist staðfest að þeir sem nú hafa undir höndum heimild til nýtingar aflahlutdeildar geta búið áfram að sífelldum forgangi til nýtingar. Ákvæði um leigupott og strandveiðar virðast ekki hnekkja þessum forgangi enda enginn hvati byggður inn í frumvarpið til að útgerðarmenn sem fá sjálfkrafa nýtingarleyfi til tuttugu ára með framlengingarrétti færi sig yfir í leigupott með uppboðsfyrirkomulagi. Jafnræði til að sækja sjó er því ekki tryggt með frumvarpinu um fiskveiðistjórn, og óvíst að það standist skoðun Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna á grundvelli hins fræga álits hennar frá 24. október 2007. Tilgangur breytingartillagnanna er að koma á jafnræði útgerðarfyrirtækja til aðgangs að langtímaveiðirétti og skapa sjávarútveginum þjálar starfsaðstæður og leikreglur sem haldast í grunninn samar að 20 árum liðnum. Tuttugu ára aðlögunÍ þessu skyni er gert ráð fyrir að gefin verði út nýtingarleyfi til einstakra útgerða á grundvelli þeirra aflahlutdeilda sem þær hafa nú. Leyfin verði afmörkuð í 20 hluti og verði stysta leyfið til eins árs en það lengsta til 20 ára. Ári eftir gildistöku kerfisins koma því fyrstu leyfin til endurráðstöfunar og stöðugt og jafnt eftir. Ný nýtingarleyfi í stað þeirra útrunnu verða afmörkuð og boðin til leigu á kvótaþingi til 20 ára. Til að veita eðlilegan aðlögunartíma að breytingum er reiknað með ívilnun til útgerða þeirra skipa sem í upphafi fá leyfi til að nýta aflahlutdeild. Þessi skip skulu fá 90% af því endurgjaldi sem fæst fyrir þau leyfi sem leigð verða út í staðinn á kvótaþingi. Afraksturinn rennur til þjóðarinnar með sölu heimilda á kvótaþingi, þar sem hægt er að taka ákveðið tillit til byggðahagsmuna. Þar til þetta kerfi er að fullu komið á þarf þó að notast við veiðigjald til að tryggja eigandanum eðlilega rentu af auðlindinni. Með þeirri leið sem hér er lýst yrði öllum langtímaveiðirétti komið fyrir í nýtingarleyfum sem endurúthlutað er með stöðugu framboði á kvótaþingi. Framtíðarfyrirkomulagið færi strax að virka. Það tryggði jafnræði í greininni og eðlilega verðmyndun á nýtingarleyfunum. Þessar tillögur, sem byggjast á hugmyndum Jóhanns Ársælssonar, fyrrverandi alþingismanns, opna nýliðum leið inn í greinina og tryggja fullt jafnræði við úthlutun nýtingarsamninga að loknum 20 ára aðlögunartíma. Með breytingartillögunum eru skilyrðin í áliti Mannréttindanefndar SÞ uppfyllt með sanngirni og undir merkjum meðalhófs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Við Valgerður Bjarnadóttir höfum á Alþingi lagt fram breytingartillögu sem ætlað er að tryggja jafnræði og afnema í áföngum forræði tiltekinna útgerðarmanna á veiðiheimildum. Við gerum ráð fyrir tuttugu ára aðlögunartíma þar sem útgerðir fái í sinn hlut verulegan hluta af andvirði þeirra heimilda sem þær láta af hendi en borga veiðigjald af öllum heimildum. Að loknum þessum tíma ræðst arður almennings af auðlindinni af viðskiptum á virkum markaði þar sem þó er hægt að taka tillit til byggðahagsmuna. Við teljum tillögu okkar mikilvæga viðbót við stjórnarfrumvörpin um fiskveiðistjórnun, sem við styðjum í megindráttum. Í þessum frumvörpum felast mikilvæg framfaraskref. Mestu skiptir að þar er kveðið afdráttarlaust á um að þjóðin eigi sjávarauðlindina í sameiningu, og að fyrir afnot þeirra skuli koma fullt gjald. JafnræðiHelsti galli þeirra er sá að þar virðist staðfest að þeir sem nú hafa undir höndum heimild til nýtingar aflahlutdeildar geta búið áfram að sífelldum forgangi til nýtingar. Ákvæði um leigupott og strandveiðar virðast ekki hnekkja þessum forgangi enda enginn hvati byggður inn í frumvarpið til að útgerðarmenn sem fá sjálfkrafa nýtingarleyfi til tuttugu ára með framlengingarrétti færi sig yfir í leigupott með uppboðsfyrirkomulagi. Jafnræði til að sækja sjó er því ekki tryggt með frumvarpinu um fiskveiðistjórn, og óvíst að það standist skoðun Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna á grundvelli hins fræga álits hennar frá 24. október 2007. Tilgangur breytingartillagnanna er að koma á jafnræði útgerðarfyrirtækja til aðgangs að langtímaveiðirétti og skapa sjávarútveginum þjálar starfsaðstæður og leikreglur sem haldast í grunninn samar að 20 árum liðnum. Tuttugu ára aðlögunÍ þessu skyni er gert ráð fyrir að gefin verði út nýtingarleyfi til einstakra útgerða á grundvelli þeirra aflahlutdeilda sem þær hafa nú. Leyfin verði afmörkuð í 20 hluti og verði stysta leyfið til eins árs en það lengsta til 20 ára. Ári eftir gildistöku kerfisins koma því fyrstu leyfin til endurráðstöfunar og stöðugt og jafnt eftir. Ný nýtingarleyfi í stað þeirra útrunnu verða afmörkuð og boðin til leigu á kvótaþingi til 20 ára. Til að veita eðlilegan aðlögunartíma að breytingum er reiknað með ívilnun til útgerða þeirra skipa sem í upphafi fá leyfi til að nýta aflahlutdeild. Þessi skip skulu fá 90% af því endurgjaldi sem fæst fyrir þau leyfi sem leigð verða út í staðinn á kvótaþingi. Afraksturinn rennur til þjóðarinnar með sölu heimilda á kvótaþingi, þar sem hægt er að taka ákveðið tillit til byggðahagsmuna. Þar til þetta kerfi er að fullu komið á þarf þó að notast við veiðigjald til að tryggja eigandanum eðlilega rentu af auðlindinni. Með þeirri leið sem hér er lýst yrði öllum langtímaveiðirétti komið fyrir í nýtingarleyfum sem endurúthlutað er með stöðugu framboði á kvótaþingi. Framtíðarfyrirkomulagið færi strax að virka. Það tryggði jafnræði í greininni og eðlilega verðmyndun á nýtingarleyfunum. Þessar tillögur, sem byggjast á hugmyndum Jóhanns Ársælssonar, fyrrverandi alþingismanns, opna nýliðum leið inn í greinina og tryggja fullt jafnræði við úthlutun nýtingarsamninga að loknum 20 ára aðlögunartíma. Með breytingartillögunum eru skilyrðin í áliti Mannréttindanefndar SÞ uppfyllt með sanngirni og undir merkjum meðalhófs.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun