Stjórnmálamenn vilja fé lífeyrissjóða 28. mars 2012 06:00 „Þeir sem tala fyrir afnámi verðtryggingar verða samhliða að taka afstöðu til þess hvort eigi þá samtímis að hætta að hafa lífeyri úr lífeyrissjóðum verðtryggðan,“ sagði Helgi Magnússon í ræðu sinni í gær. fréttablaðið/rósa Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) átti 345,5 milljarða króna í hreinni eign til greiðslu lífeyris í lok síðasta árs. Sú eign hækkaði um 35,6 milljarða króna á árinu 2011. Alls voru greidd iðgjöld í sjóðinn 17,3 milljarðar króna á árinu og hann greiddi 7,4 milljarða króna út í lífeyri. Raunávöxtun sjóðsins á árinu 2011 var 2,9% og hrein raunávöxtun hans á tíu ára tímabili er 2,8%. Það er undir þeirri 3,5% raunávöxtunarkröfu sem hvílir á lífeyrissjóðum. Þetta kemur fram í ársskýrslu LV sem kynnt var á aðalfundi hans í gær. Í ræðu sinni á aðalfundinum sagði Helgi Magnússon, stjórnarformaður LV, að fram undan væri margháttuð barátta um raunverulega stórmál sem vörðuðu framtíðarhagsmuni sjóðsins. „Kröfur eru gerðar á hendur lífeyrissjóðunum úr ýmsum áttum. Í sumum tilvikum er verið að fara fram á að sjóðirnir bregðist við kröfum með þeim hætti sem þeim er óheimilt samkvæmt lögum. Það á til dæmis við hugmyndir um niðurfellingar á hluta sjóðsfélagalána þeirra sem eru í greiðsluerfiðleikum. Stjórnmálamenn hafa valið að tala um að lífeyrissjóðirnir séu þverir og staðir þegar kemur að lausnum af þessu tagi. Það gera þeir til að beina athyglinni frá eigin vandræðagangi við að finna lausnir á vanda fólks. Staðreyndin er sú að lífeyrissjóðir hafa engar lagaheimildir til að fella niður kröfur sem mögulegt er að innheimta.“ Helgi vék líka að hugmyndum um afnám verðtryggingar, sem hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu. Hann sagði ljóst að afnám hennar myndi hafa gífurleg áhrif á stöðu lífeyrissjóða þar sem stór hluti eigna þeirra væri verðtryggður í íslenskum krónum. „Þeir sem tala fyrir afnámi verðtryggingar verða samhliða að taka afstöðu til þess hvort eigi þá samtímis að hætta að hafa lífeyri úr lífeyrissjóðum verðtryggðan […] verðtrygging skuldbindinga er forsenda þess að lífeyrir okkar sjóðsfélaga geti verið verðtryggður.“ Í ræðu sinni sagði Helgi að marga stjórnmálamenn, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu, dreymdi um að komast yfir fjármuni lífeyrissjóðanna. „Ekki gleyma því að lífeyrissjóðirnir skiptast í meginatriðum upp í tvö mismunandi kerfi. Það er frjálsa kerfið sem við erum hluti af […] svo hins vegar opinbera kerfið sem er ríkistryggt. Það kerfi er í mínus upp á 500 milljarða króna og við skattgreiðendur berum ábyrgð á þeim halla. Stjórnmálamenn bera ábyrgð á því kerfi með þeirri löggjöf sem um það gildir. Þeir eru reyndar allir sjóðsfélagar þar og þurfa ekki að taka við neinum skerðingum þegar á móti blæs. Við stjórnmálamennina segi ég: leysið fyrst vanda opinbera lífeyriskerfisins áður en þið farið að bjóða fram aðstoð ykkar við að móta almenna kerfið og segja okkur fyrir verkum.“ thordur@frettabladid.is Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) átti 345,5 milljarða króna í hreinni eign til greiðslu lífeyris í lok síðasta árs. Sú eign hækkaði um 35,6 milljarða króna á árinu 2011. Alls voru greidd iðgjöld í sjóðinn 17,3 milljarðar króna á árinu og hann greiddi 7,4 milljarða króna út í lífeyri. Raunávöxtun sjóðsins á árinu 2011 var 2,9% og hrein raunávöxtun hans á tíu ára tímabili er 2,8%. Það er undir þeirri 3,5% raunávöxtunarkröfu sem hvílir á lífeyrissjóðum. Þetta kemur fram í ársskýrslu LV sem kynnt var á aðalfundi hans í gær. Í ræðu sinni á aðalfundinum sagði Helgi Magnússon, stjórnarformaður LV, að fram undan væri margháttuð barátta um raunverulega stórmál sem vörðuðu framtíðarhagsmuni sjóðsins. „Kröfur eru gerðar á hendur lífeyrissjóðunum úr ýmsum áttum. Í sumum tilvikum er verið að fara fram á að sjóðirnir bregðist við kröfum með þeim hætti sem þeim er óheimilt samkvæmt lögum. Það á til dæmis við hugmyndir um niðurfellingar á hluta sjóðsfélagalána þeirra sem eru í greiðsluerfiðleikum. Stjórnmálamenn hafa valið að tala um að lífeyrissjóðirnir séu þverir og staðir þegar kemur að lausnum af þessu tagi. Það gera þeir til að beina athyglinni frá eigin vandræðagangi við að finna lausnir á vanda fólks. Staðreyndin er sú að lífeyrissjóðir hafa engar lagaheimildir til að fella niður kröfur sem mögulegt er að innheimta.“ Helgi vék líka að hugmyndum um afnám verðtryggingar, sem hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu. Hann sagði ljóst að afnám hennar myndi hafa gífurleg áhrif á stöðu lífeyrissjóða þar sem stór hluti eigna þeirra væri verðtryggður í íslenskum krónum. „Þeir sem tala fyrir afnámi verðtryggingar verða samhliða að taka afstöðu til þess hvort eigi þá samtímis að hætta að hafa lífeyri úr lífeyrissjóðum verðtryggðan […] verðtrygging skuldbindinga er forsenda þess að lífeyrir okkar sjóðsfélaga geti verið verðtryggður.“ Í ræðu sinni sagði Helgi að marga stjórnmálamenn, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu, dreymdi um að komast yfir fjármuni lífeyrissjóðanna. „Ekki gleyma því að lífeyrissjóðirnir skiptast í meginatriðum upp í tvö mismunandi kerfi. Það er frjálsa kerfið sem við erum hluti af […] svo hins vegar opinbera kerfið sem er ríkistryggt. Það kerfi er í mínus upp á 500 milljarða króna og við skattgreiðendur berum ábyrgð á þeim halla. Stjórnmálamenn bera ábyrgð á því kerfi með þeirri löggjöf sem um það gildir. Þeir eru reyndar allir sjóðsfélagar þar og þurfa ekki að taka við neinum skerðingum þegar á móti blæs. Við stjórnmálamennina segi ég: leysið fyrst vanda opinbera lífeyriskerfisins áður en þið farið að bjóða fram aðstoð ykkar við að móta almenna kerfið og segja okkur fyrir verkum.“ thordur@frettabladid.is
Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira