Faðirinn fæddur í Nígeríu og Atli því ólöglegur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. febrúar 2012 08:00 Atli mun ekki spila fyrir Breta á ÓL í sumar. Fréttablaðið/Anton „Þetta er alveg hreint ótrúlega svekkjandi. Ég get ekki neitað því," segir hinn tvítugi leikmaður Vals, Atli Már Báruson, Hann gerði heiðarlega tilraun til þess að komast í handboltalið Breta fyrir Ólympíuleikana í sumar. Faðir hans Atla er Breti og þar sem Atli hefur ekki leikið landsleik fyrir Ísland ætlaði hann að nýta sér þjóðerni föður síns til þess að komast í landsliðið fyrir ÓL. „Þetta var meira vesenið. Það kom nefnilega upp á dögunum að faðir minn er fæddur í Nígeríu. Mamma og pabbi voru þess utan aldrei gift þannig að ég er ekki löglegur. Ég á því ekki rétt á að fá ríkisfang sem stendur. Pabbi er mjög fúll yfir þessu enda smáatriði hvar hann er fæddur. Hann er Breti og öll hans fjölskylda fædd þar," segir Atli en hann hefði getað barist fyrir málinu en það hefði alltaf tekið of langan tíma og hann misst af leikunum. Þessi staða kom óvænt upp í síðasta mánuði en þá ætlaði Atli að koma til móts við landsliðið. Hefði hann staðið sig vel með liðinu þá hefði hann átt góðan möguleika á að komast til London í sumar. „Ég hélt að ég væri að fara að taka þátt í æfingabúðum en þá ætluðu þeir að nota mig í undankeppni HM gegn Austurríki. Þar sem það kom upp að ég væri líklega ekki löglegur datt það upp fyrir," segir Atli en hann lítur þó á björtu hliðarnar. „England er úti hjá mér en nú er spurning um að athuga hvort þeir spili handbolta í Nígeríu." Þó svo að ekkert verði af því að Atli taki þátt í leikunum hefur þetta mál leitt ýmislegt jákvætt af sér. Áður en ferlið fór í gang hafði Atli aldrei hitt föður sinn en það mun líklega breytast núna. „Við ætlum að reyna að hittast í sumar. Ég veit líka núna að ég á litla systur úti sem er skemmtilegt. Þetta er því ekki alslæmt." Handbolti Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
„Þetta er alveg hreint ótrúlega svekkjandi. Ég get ekki neitað því," segir hinn tvítugi leikmaður Vals, Atli Már Báruson, Hann gerði heiðarlega tilraun til þess að komast í handboltalið Breta fyrir Ólympíuleikana í sumar. Faðir hans Atla er Breti og þar sem Atli hefur ekki leikið landsleik fyrir Ísland ætlaði hann að nýta sér þjóðerni föður síns til þess að komast í landsliðið fyrir ÓL. „Þetta var meira vesenið. Það kom nefnilega upp á dögunum að faðir minn er fæddur í Nígeríu. Mamma og pabbi voru þess utan aldrei gift þannig að ég er ekki löglegur. Ég á því ekki rétt á að fá ríkisfang sem stendur. Pabbi er mjög fúll yfir þessu enda smáatriði hvar hann er fæddur. Hann er Breti og öll hans fjölskylda fædd þar," segir Atli en hann hefði getað barist fyrir málinu en það hefði alltaf tekið of langan tíma og hann misst af leikunum. Þessi staða kom óvænt upp í síðasta mánuði en þá ætlaði Atli að koma til móts við landsliðið. Hefði hann staðið sig vel með liðinu þá hefði hann átt góðan möguleika á að komast til London í sumar. „Ég hélt að ég væri að fara að taka þátt í æfingabúðum en þá ætluðu þeir að nota mig í undankeppni HM gegn Austurríki. Þar sem það kom upp að ég væri líklega ekki löglegur datt það upp fyrir," segir Atli en hann lítur þó á björtu hliðarnar. „England er úti hjá mér en nú er spurning um að athuga hvort þeir spili handbolta í Nígeríu." Þó svo að ekkert verði af því að Atli taki þátt í leikunum hefur þetta mál leitt ýmislegt jákvætt af sér. Áður en ferlið fór í gang hafði Atli aldrei hitt föður sinn en það mun líklega breytast núna. „Við ætlum að reyna að hittast í sumar. Ég veit líka núna að ég á litla systur úti sem er skemmtilegt. Þetta er því ekki alslæmt."
Handbolti Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira