Vísindi, veiðar og mannréttindi Jónas Bjarnason og Lýður Árnason skrifar 10. febrúar 2012 14:00 Hvernig kerfi eiga Íslendingar að nota við fiskveiðar? Á undanförnum árum hafa verið gerðar miklar rannsóknir á kerfum og því þurfa menn ekki að þreifa fyrir sér í myrkri. Nýjar rannsóknir á vegum Lenfest Ocean Program, 10 vísindamanna, (Melnychuk et al 2011.) sem rannsökuðu 345 fiskstofna á 11 svæðum vítt um heim, liggja fyrir. Auk þess hafa ýmsir aðrir vísindamenn skoðað grunnhugmyndir í fiskveiðistjórnun og má geta Elinor Ostroms, sem fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði 2009. Skipta má þróaðri veiðistjórnun upp í annars vegar kvótakerfi (aflamark), með eða án framsalsréttar, og hins vegar dagakerfi (sóknarmark). Í kvótakerfum er miðað við heildarafla en í dagakerfum heildartíma sjósóknar. Rannsóknir Lenfest-manna leiddu í ljós, að kvótakerfi stuðluðu ekki að stækkun stofnstærða eða lífmassa. Það er líka reynslan hér. Stofn þorsks og annarra botnfiska hefur minnkað um helming frá 1990 og næstum tvo þriðju frá 1983. Rannsóknir Elinor Ostrom leiddu enn fremur í ljós, að þrátt fyrir útbreiddar skoðanir um yfirburði miðstýrðar stjórnunar og þéttingu veiðiheimilda í höndum sífellt færri og stærri útgerða, hefur komið í ljós að útgerðarmynstur undir stjórn sveitarfélaga í dreifbýli hefur gert það betur en einkavædd kerfi. Skýringar eru margar en sú nærtækust að smærri einingar öðlist meiri þekkingu á miðum og eiginleikum fiskistofna vegna nálægðar. Eitt meginmarkmið kvótakerfisins var að auka heildarafla þorsks við Íslandsstrendur. Það hefur alls ekki tekist og því annað hvort brotalöm í fiskveiðistjórn eða vísindum. Nema hvort tveggja sé. Vísindamenn gera tillögur um heildarafla en það magn svo einatt aukið til að friða hagsmunaaðila. Atgangur í einstakar tegundir hefur líka verið mikill, ekki sízt loðnu sem er fæða annarra fiska og verðmeiri. Hún er veidd í umtalsverðu magni og við sjáum áhrifin koma fram á fuglastofnum, en botnskrap getur auk þess skaðað sandsíli. Eflaust eru áhrifin ekki minni í dýpri sjó. Því telja margir að fiskveiðiráðgjöf nútímans sé einungis sýndarleikur til þess fallinn að hygla stórútgerðinni en ekki eiginlegri fiskvernd. Ástand fiskstofna í ESB og BNA er afleitt og útbreidd er skoðun um að ráðgjöfin hafi brugðist. Mikill munur er á fiskveiðistjórnunarkerfum með framsalsrétti (ITQ) og án (IFQ). Framsalskerfi tíðkast á Nýja-Sjálandi, Ástralíu, Kanada, að litlu leyti í Evrópu, N-Ameríku og Alaska. Á heimsvísu ná slík kerfi til fjórðungs heimsaflans. Fullyrðingar um að flestar þjóðir heims séu að taka upp kvótakerfi með framsali aflaheimilda stenst ekki. Stjórnvöld í Washington fengu NOAA 2010 undir stjórn Jane Lubchenco til þess að reyna að innleiða óskilgreind kvótakerfi í N-Ameríku (catch share). Stór hluti fiskveiðisamtaka landsins snerust gegn áformunum og nú ríkir óeining um fiskveiðistjórn þar ytra. Ríki Nýja-Englands og tvær stærstu fiskihafnir landsins hafa stefnt NOAA vegna áformanna. Svo gæti farið að þau verði dæmd ólögleg og stjórnarskrárbrot. Ekki hefur þetta komið fram í fagnaðarboði LÍÚ en einmitt þetta atriði var grunnurinn í ályktun mannréttindanefndar SÞ gegn íslenzka kvótakerfinu. Það er því harla ólíklegt að kvótakerfi sem byggist á mismunun í úthlutun veiðiréttinda verði leyfð í N-Ameríku. Íslenskir blaðamenn vekja endurtekið athygli á því að ESB-fiskveiðinefndin hafi þau áform að koma á kvótakerfi í íslenskum stíl. Fyrrum æðstráðandi fiskveiðistefnu ESB, Joe Borg, lagði til að teknir yrðu upp sóknardagar í stað kvótakerfa. En Maria Damanaki, núverandi framkvæmdastjóri, virðist áhugasöm um kvótakerfi og framsalsrétt. Sú afstaða íslenzkra stjórnvalda að virða að vettugi ályktun mannréttindanefndar SÞ hefur kannski ruglað Damanaki í ríminu, en gera má ráð fyrir að sömu vandamál komi upp í ESB og í N-Ameríku um lögmæti gagnvart stjórnarskrá. Segja má að Ísland hafi í sarpinum töluverða reynslu af kvótakerfi. Það gaf bankastofnunum færi á veðsetningu aflaheimilda með tilheyrandi uppskrúfun á verði þeirra og skuldsetningu, sem gekk svo langt að hér varð efnahagslegt hrun. Út úr því hruni gufuðu upp gríðarlegir fjármunir en þó ekki fiskimiðin. Þau halda verðmæti sínu og það er glapræði að bregðast ekki við sögunni. Sömuleiðis má segja að fiskveiðiráðgjöf þurfi að endurskoða, sérlega í því augnamiði að gera hana óháðari ríkisvaldi og hagsmunaaðilum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nóbelsverðlaun Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig kerfi eiga Íslendingar að nota við fiskveiðar? Á undanförnum árum hafa verið gerðar miklar rannsóknir á kerfum og því þurfa menn ekki að þreifa fyrir sér í myrkri. Nýjar rannsóknir á vegum Lenfest Ocean Program, 10 vísindamanna, (Melnychuk et al 2011.) sem rannsökuðu 345 fiskstofna á 11 svæðum vítt um heim, liggja fyrir. Auk þess hafa ýmsir aðrir vísindamenn skoðað grunnhugmyndir í fiskveiðistjórnun og má geta Elinor Ostroms, sem fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði 2009. Skipta má þróaðri veiðistjórnun upp í annars vegar kvótakerfi (aflamark), með eða án framsalsréttar, og hins vegar dagakerfi (sóknarmark). Í kvótakerfum er miðað við heildarafla en í dagakerfum heildartíma sjósóknar. Rannsóknir Lenfest-manna leiddu í ljós, að kvótakerfi stuðluðu ekki að stækkun stofnstærða eða lífmassa. Það er líka reynslan hér. Stofn þorsks og annarra botnfiska hefur minnkað um helming frá 1990 og næstum tvo þriðju frá 1983. Rannsóknir Elinor Ostrom leiddu enn fremur í ljós, að þrátt fyrir útbreiddar skoðanir um yfirburði miðstýrðar stjórnunar og þéttingu veiðiheimilda í höndum sífellt færri og stærri útgerða, hefur komið í ljós að útgerðarmynstur undir stjórn sveitarfélaga í dreifbýli hefur gert það betur en einkavædd kerfi. Skýringar eru margar en sú nærtækust að smærri einingar öðlist meiri þekkingu á miðum og eiginleikum fiskistofna vegna nálægðar. Eitt meginmarkmið kvótakerfisins var að auka heildarafla þorsks við Íslandsstrendur. Það hefur alls ekki tekist og því annað hvort brotalöm í fiskveiðistjórn eða vísindum. Nema hvort tveggja sé. Vísindamenn gera tillögur um heildarafla en það magn svo einatt aukið til að friða hagsmunaaðila. Atgangur í einstakar tegundir hefur líka verið mikill, ekki sízt loðnu sem er fæða annarra fiska og verðmeiri. Hún er veidd í umtalsverðu magni og við sjáum áhrifin koma fram á fuglastofnum, en botnskrap getur auk þess skaðað sandsíli. Eflaust eru áhrifin ekki minni í dýpri sjó. Því telja margir að fiskveiðiráðgjöf nútímans sé einungis sýndarleikur til þess fallinn að hygla stórútgerðinni en ekki eiginlegri fiskvernd. Ástand fiskstofna í ESB og BNA er afleitt og útbreidd er skoðun um að ráðgjöfin hafi brugðist. Mikill munur er á fiskveiðistjórnunarkerfum með framsalsrétti (ITQ) og án (IFQ). Framsalskerfi tíðkast á Nýja-Sjálandi, Ástralíu, Kanada, að litlu leyti í Evrópu, N-Ameríku og Alaska. Á heimsvísu ná slík kerfi til fjórðungs heimsaflans. Fullyrðingar um að flestar þjóðir heims séu að taka upp kvótakerfi með framsali aflaheimilda stenst ekki. Stjórnvöld í Washington fengu NOAA 2010 undir stjórn Jane Lubchenco til þess að reyna að innleiða óskilgreind kvótakerfi í N-Ameríku (catch share). Stór hluti fiskveiðisamtaka landsins snerust gegn áformunum og nú ríkir óeining um fiskveiðistjórn þar ytra. Ríki Nýja-Englands og tvær stærstu fiskihafnir landsins hafa stefnt NOAA vegna áformanna. Svo gæti farið að þau verði dæmd ólögleg og stjórnarskrárbrot. Ekki hefur þetta komið fram í fagnaðarboði LÍÚ en einmitt þetta atriði var grunnurinn í ályktun mannréttindanefndar SÞ gegn íslenzka kvótakerfinu. Það er því harla ólíklegt að kvótakerfi sem byggist á mismunun í úthlutun veiðiréttinda verði leyfð í N-Ameríku. Íslenskir blaðamenn vekja endurtekið athygli á því að ESB-fiskveiðinefndin hafi þau áform að koma á kvótakerfi í íslenskum stíl. Fyrrum æðstráðandi fiskveiðistefnu ESB, Joe Borg, lagði til að teknir yrðu upp sóknardagar í stað kvótakerfa. En Maria Damanaki, núverandi framkvæmdastjóri, virðist áhugasöm um kvótakerfi og framsalsrétt. Sú afstaða íslenzkra stjórnvalda að virða að vettugi ályktun mannréttindanefndar SÞ hefur kannski ruglað Damanaki í ríminu, en gera má ráð fyrir að sömu vandamál komi upp í ESB og í N-Ameríku um lögmæti gagnvart stjórnarskrá. Segja má að Ísland hafi í sarpinum töluverða reynslu af kvótakerfi. Það gaf bankastofnunum færi á veðsetningu aflaheimilda með tilheyrandi uppskrúfun á verði þeirra og skuldsetningu, sem gekk svo langt að hér varð efnahagslegt hrun. Út úr því hruni gufuðu upp gríðarlegir fjármunir en þó ekki fiskimiðin. Þau halda verðmæti sínu og það er glapræði að bregðast ekki við sögunni. Sömuleiðis má segja að fiskveiðiráðgjöf þurfi að endurskoða, sérlega í því augnamiði að gera hana óháðari ríkisvaldi og hagsmunaaðilum.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun