Hægt að beisla verðbólguna með evru eða Tobin-skatti 2. febrúar 2012 06:00 Einhver kynni að líkja baráttunni við verðbólgu hér á landi við eilífðarmokstur. Í nýrri grein í Vísbendingu segir Gylfi Zoëga, hagfræðingur sem sæti á í peningastefnunefnd Seðlabankans, tvær færar leiðir í baráttunni. Fréttablaðið/GVA Náin tengsl breytinga á gengi krónunnar og verðbólgu hafa orðið til þess að rýra trúverðugleika Seðlabankans. Þetta kemur fram í nýrri grein Gylfa Zoëga hagfræðiprófessors í nýjasta hefti efnahagsritsins Vísbendingar. Gylfi, sem sæti á í peningastefnunefnd Seðlabankans, bendir á að árið 2003 sé eini tíminn þar sem bankinn hafi náð verðbólgumarkmiði sínu. Í grein sinni kemst Gylfi að þeirri niðurstöðu að stöðugt gengi sé forsenda fyrir stöðugu verðlagi hér á landi, enda séu náin tengsl gengis og verðlags einkennandi fyrir mjög lítil hagkerfi og útskýri mikla og sveiflukennda verðbólgu í þeim löndum. „Kerfi með föstu gengi myndi því framkalla stöðugra verðlag og gera afnám verðtryggingar mögulegt," segir Gylfi og telur þátttöku í evrópska myntsamstarfinu virðast eina framkvæmanlega fastgengiskerfið. „Valið stendur því á milli þess að taka þátt í evrusamstarfi eða hafa fljótandi gengi með Tobin-skatti og öðrum aðgerðum sem ætlað er að draga úr sveiflum á gengi krónunnar." Gylfi vísar til niðurstöðu nýlegrar ritgerðar um að gengisbreytingar hafi meiri áhrif á verðákvarðanir hér en í öðrum þróuðum ríkjum. „Fyrirtæki sem nota innflutt aðföng breyta verði í kjölfar gengisbreytinga og önnur fyrirtæki fara svo eftir þróun verðvísitölu neysluverðs." Til þess að taka á sveiflum krónunnar með viðskiptakjörum og spákaupmennsku á markaði, mætti taka upp fyrrnefndan Tobin-skatt á gjaldeyrisviðskipti. Og þar sem hann feli ekki í sér magntakmarkanir segir Gylfi hann samræmast reglum EES-samningsins. Skatturinn komi því vel til greina sem hluti af endurbættu peningakerfi í kjölfar þess að gjaldeyrishöft verði afnumin. Tekjur af Tobin skatti gætu orðið verulegar, auk þess sem með honum fengi Seðlabankinn öflugra tæki til að hafa áhrif á hagþróun, að mati Gylfa. Hann bendir á að eins prósents skattur á kaup og sölu gjaldeyris, ofan á það sem til dæmis Arion banki ákvæði, fæli í sér að vildi fjárfestir kaupa krónur í byrjun viku og selja í lok hennar jafngilti skatturinn 180 prósenta kostnaði á ársgrundvelli. Því þyrfti vaxtamunur að nema 180 prósentum hið minnsta til að það borgaði sig að stunda spákaupmennsku. olikr@frettabladid.is Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Náin tengsl breytinga á gengi krónunnar og verðbólgu hafa orðið til þess að rýra trúverðugleika Seðlabankans. Þetta kemur fram í nýrri grein Gylfa Zoëga hagfræðiprófessors í nýjasta hefti efnahagsritsins Vísbendingar. Gylfi, sem sæti á í peningastefnunefnd Seðlabankans, bendir á að árið 2003 sé eini tíminn þar sem bankinn hafi náð verðbólgumarkmiði sínu. Í grein sinni kemst Gylfi að þeirri niðurstöðu að stöðugt gengi sé forsenda fyrir stöðugu verðlagi hér á landi, enda séu náin tengsl gengis og verðlags einkennandi fyrir mjög lítil hagkerfi og útskýri mikla og sveiflukennda verðbólgu í þeim löndum. „Kerfi með föstu gengi myndi því framkalla stöðugra verðlag og gera afnám verðtryggingar mögulegt," segir Gylfi og telur þátttöku í evrópska myntsamstarfinu virðast eina framkvæmanlega fastgengiskerfið. „Valið stendur því á milli þess að taka þátt í evrusamstarfi eða hafa fljótandi gengi með Tobin-skatti og öðrum aðgerðum sem ætlað er að draga úr sveiflum á gengi krónunnar." Gylfi vísar til niðurstöðu nýlegrar ritgerðar um að gengisbreytingar hafi meiri áhrif á verðákvarðanir hér en í öðrum þróuðum ríkjum. „Fyrirtæki sem nota innflutt aðföng breyta verði í kjölfar gengisbreytinga og önnur fyrirtæki fara svo eftir þróun verðvísitölu neysluverðs." Til þess að taka á sveiflum krónunnar með viðskiptakjörum og spákaupmennsku á markaði, mætti taka upp fyrrnefndan Tobin-skatt á gjaldeyrisviðskipti. Og þar sem hann feli ekki í sér magntakmarkanir segir Gylfi hann samræmast reglum EES-samningsins. Skatturinn komi því vel til greina sem hluti af endurbættu peningakerfi í kjölfar þess að gjaldeyrishöft verði afnumin. Tekjur af Tobin skatti gætu orðið verulegar, auk þess sem með honum fengi Seðlabankinn öflugra tæki til að hafa áhrif á hagþróun, að mati Gylfa. Hann bendir á að eins prósents skattur á kaup og sölu gjaldeyris, ofan á það sem til dæmis Arion banki ákvæði, fæli í sér að vildi fjárfestir kaupa krónur í byrjun viku og selja í lok hennar jafngilti skatturinn 180 prósenta kostnaði á ársgrundvelli. Því þyrfti vaxtamunur að nema 180 prósentum hið minnsta til að það borgaði sig að stunda spákaupmennsku. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira