Tvöfalt meira fer í skattinn 4. janúar 2012 11:00 Mynd/Stefán Gjaldabreytingar embættis ríkisskattstjóra á félög og fyrirtæki námu sex milljörðum króna á árinu 2011. Þær hafa rúmlega tvöfaldast frá því sem þær voru árið 2009. Þá var yfirfæranlegt tap sem félög eða fyrirtæki ætluðu að nýta til að lækka skattgreiðslur sínar lækkað um tæplega 47 milljarða króna frá því sem sett var fram í framtölum þeirra, samkvæmt upplýsingum frá embættinu. Útstrikað yfirfæranlegt tap var 86 milljónir króna á árinu 2010, eða 46.624 milljónum minna en í fyrra. Á meðal þeirra mála sem leiða til endurálagningar vegna gjaldabreytingar er ólögmæt nýting á tapi við samruna félaga, ólögmæt úthlutun arðs og skuldsettar yfirtökur þar sem gjaldfærsla á vöxtum lána sem tekin voru til að fjármagna yfirtökuna var hafnað. Fréttablaðið sagði frá því í gær að Skipti, móðurfélag Símans, þurfi að greiða 800 til 1.800 milljónir króna samkvæmt væntanlegri endurálagningu. Í desember sagði blaðið frá endurálagningu gjalda á Húsasmiðjuna seint á síðasta ári. Hún gæti numið allt að 700 milljónum. Í báðum tilfellum snýr endurálagningin að stórum hluta að skuldsettum yfirtökum. Gjaldabreytingar sem eftirlitssvið ríkisskattstjóra stóð að námu liðlega 3,8 milljörðum króna á árinu 2010 og 2,9 milljörðum króna árið 2009. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu voru þær tæpir sex milljarðar króna á árinu sem var að líða og hafa því aukist um tæpa tvo milljarða á milli ára. Gjaldabreytingarnar hafa rúmlega tvöfaldast frá árinu 2009. Ekki var hægt að nálgast upplýsingar um hversu mörg mál eru að baki gjaldabreytingunum. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir þau þó skipta hundruðum. Öll snúist um háar fjárhæðir og það teljist til undantekninga ef gjaldabreyting sé undir tíu milljónum króna. Lækkun á yfirfæranlegu tapi sem félög eða fyrirtæki ætluðu að nýta sér, en fengu ekki eftir skoðun ríkisskattstjóra, nam 46,7 milljörðum króna í fyrra. Hún var 86 milljónir árið 2010 og 1,3 milljarðar árið áður. Um er að ræða tap sem félög eða fyrirtæki hafa, samkvæmt efnahagsreikningi sínum, ætlað að nýta til frádráttar frá skattgreiðslum. Þegar eftirlitssvið ríkisskattstjóra fór að skoða reikninga þeirra og framtalsskil nánar komst það að þeirri niðurstöðu að færslan uppfyllti ekki skilyrði sem þarf til að tap verði yfirfæranlegt. Heimildir blaðsins herma að ástæða þess að upphæðin er svo há sé að fjölmörg félög og fyrirtæki sem hafi farið illa út úr bankahruninu, en hafi síðan verið fjárhagslega endurskipulögð eða haldið lifandi, þrátt fyrir að bera ekkert nema tap, hafi ætlað að nýta tapið til frádráttar. Því hafi ríkisskattstjóri hafnað. thordur@frettabladid.is Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Gjaldabreytingar embættis ríkisskattstjóra á félög og fyrirtæki námu sex milljörðum króna á árinu 2011. Þær hafa rúmlega tvöfaldast frá því sem þær voru árið 2009. Þá var yfirfæranlegt tap sem félög eða fyrirtæki ætluðu að nýta til að lækka skattgreiðslur sínar lækkað um tæplega 47 milljarða króna frá því sem sett var fram í framtölum þeirra, samkvæmt upplýsingum frá embættinu. Útstrikað yfirfæranlegt tap var 86 milljónir króna á árinu 2010, eða 46.624 milljónum minna en í fyrra. Á meðal þeirra mála sem leiða til endurálagningar vegna gjaldabreytingar er ólögmæt nýting á tapi við samruna félaga, ólögmæt úthlutun arðs og skuldsettar yfirtökur þar sem gjaldfærsla á vöxtum lána sem tekin voru til að fjármagna yfirtökuna var hafnað. Fréttablaðið sagði frá því í gær að Skipti, móðurfélag Símans, þurfi að greiða 800 til 1.800 milljónir króna samkvæmt væntanlegri endurálagningu. Í desember sagði blaðið frá endurálagningu gjalda á Húsasmiðjuna seint á síðasta ári. Hún gæti numið allt að 700 milljónum. Í báðum tilfellum snýr endurálagningin að stórum hluta að skuldsettum yfirtökum. Gjaldabreytingar sem eftirlitssvið ríkisskattstjóra stóð að námu liðlega 3,8 milljörðum króna á árinu 2010 og 2,9 milljörðum króna árið 2009. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu voru þær tæpir sex milljarðar króna á árinu sem var að líða og hafa því aukist um tæpa tvo milljarða á milli ára. Gjaldabreytingarnar hafa rúmlega tvöfaldast frá árinu 2009. Ekki var hægt að nálgast upplýsingar um hversu mörg mál eru að baki gjaldabreytingunum. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir þau þó skipta hundruðum. Öll snúist um háar fjárhæðir og það teljist til undantekninga ef gjaldabreyting sé undir tíu milljónum króna. Lækkun á yfirfæranlegu tapi sem félög eða fyrirtæki ætluðu að nýta sér, en fengu ekki eftir skoðun ríkisskattstjóra, nam 46,7 milljörðum króna í fyrra. Hún var 86 milljónir árið 2010 og 1,3 milljarðar árið áður. Um er að ræða tap sem félög eða fyrirtæki hafa, samkvæmt efnahagsreikningi sínum, ætlað að nýta til frádráttar frá skattgreiðslum. Þegar eftirlitssvið ríkisskattstjóra fór að skoða reikninga þeirra og framtalsskil nánar komst það að þeirri niðurstöðu að færslan uppfyllti ekki skilyrði sem þarf til að tap verði yfirfæranlegt. Heimildir blaðsins herma að ástæða þess að upphæðin er svo há sé að fjölmörg félög og fyrirtæki sem hafi farið illa út úr bankahruninu, en hafi síðan verið fjárhagslega endurskipulögð eða haldið lifandi, þrátt fyrir að bera ekkert nema tap, hafi ætlað að nýta tapið til frádráttar. Því hafi ríkisskattstjóri hafnað. thordur@frettabladid.is
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira