Tvöfalt meira fer í skattinn 4. janúar 2012 11:00 Mynd/Stefán Gjaldabreytingar embættis ríkisskattstjóra á félög og fyrirtæki námu sex milljörðum króna á árinu 2011. Þær hafa rúmlega tvöfaldast frá því sem þær voru árið 2009. Þá var yfirfæranlegt tap sem félög eða fyrirtæki ætluðu að nýta til að lækka skattgreiðslur sínar lækkað um tæplega 47 milljarða króna frá því sem sett var fram í framtölum þeirra, samkvæmt upplýsingum frá embættinu. Útstrikað yfirfæranlegt tap var 86 milljónir króna á árinu 2010, eða 46.624 milljónum minna en í fyrra. Á meðal þeirra mála sem leiða til endurálagningar vegna gjaldabreytingar er ólögmæt nýting á tapi við samruna félaga, ólögmæt úthlutun arðs og skuldsettar yfirtökur þar sem gjaldfærsla á vöxtum lána sem tekin voru til að fjármagna yfirtökuna var hafnað. Fréttablaðið sagði frá því í gær að Skipti, móðurfélag Símans, þurfi að greiða 800 til 1.800 milljónir króna samkvæmt væntanlegri endurálagningu. Í desember sagði blaðið frá endurálagningu gjalda á Húsasmiðjuna seint á síðasta ári. Hún gæti numið allt að 700 milljónum. Í báðum tilfellum snýr endurálagningin að stórum hluta að skuldsettum yfirtökum. Gjaldabreytingar sem eftirlitssvið ríkisskattstjóra stóð að námu liðlega 3,8 milljörðum króna á árinu 2010 og 2,9 milljörðum króna árið 2009. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu voru þær tæpir sex milljarðar króna á árinu sem var að líða og hafa því aukist um tæpa tvo milljarða á milli ára. Gjaldabreytingarnar hafa rúmlega tvöfaldast frá árinu 2009. Ekki var hægt að nálgast upplýsingar um hversu mörg mál eru að baki gjaldabreytingunum. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir þau þó skipta hundruðum. Öll snúist um háar fjárhæðir og það teljist til undantekninga ef gjaldabreyting sé undir tíu milljónum króna. Lækkun á yfirfæranlegu tapi sem félög eða fyrirtæki ætluðu að nýta sér, en fengu ekki eftir skoðun ríkisskattstjóra, nam 46,7 milljörðum króna í fyrra. Hún var 86 milljónir árið 2010 og 1,3 milljarðar árið áður. Um er að ræða tap sem félög eða fyrirtæki hafa, samkvæmt efnahagsreikningi sínum, ætlað að nýta til frádráttar frá skattgreiðslum. Þegar eftirlitssvið ríkisskattstjóra fór að skoða reikninga þeirra og framtalsskil nánar komst það að þeirri niðurstöðu að færslan uppfyllti ekki skilyrði sem þarf til að tap verði yfirfæranlegt. Heimildir blaðsins herma að ástæða þess að upphæðin er svo há sé að fjölmörg félög og fyrirtæki sem hafi farið illa út úr bankahruninu, en hafi síðan verið fjárhagslega endurskipulögð eða haldið lifandi, þrátt fyrir að bera ekkert nema tap, hafi ætlað að nýta tapið til frádráttar. Því hafi ríkisskattstjóri hafnað. thordur@frettabladid.is Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Gjaldabreytingar embættis ríkisskattstjóra á félög og fyrirtæki námu sex milljörðum króna á árinu 2011. Þær hafa rúmlega tvöfaldast frá því sem þær voru árið 2009. Þá var yfirfæranlegt tap sem félög eða fyrirtæki ætluðu að nýta til að lækka skattgreiðslur sínar lækkað um tæplega 47 milljarða króna frá því sem sett var fram í framtölum þeirra, samkvæmt upplýsingum frá embættinu. Útstrikað yfirfæranlegt tap var 86 milljónir króna á árinu 2010, eða 46.624 milljónum minna en í fyrra. Á meðal þeirra mála sem leiða til endurálagningar vegna gjaldabreytingar er ólögmæt nýting á tapi við samruna félaga, ólögmæt úthlutun arðs og skuldsettar yfirtökur þar sem gjaldfærsla á vöxtum lána sem tekin voru til að fjármagna yfirtökuna var hafnað. Fréttablaðið sagði frá því í gær að Skipti, móðurfélag Símans, þurfi að greiða 800 til 1.800 milljónir króna samkvæmt væntanlegri endurálagningu. Í desember sagði blaðið frá endurálagningu gjalda á Húsasmiðjuna seint á síðasta ári. Hún gæti numið allt að 700 milljónum. Í báðum tilfellum snýr endurálagningin að stórum hluta að skuldsettum yfirtökum. Gjaldabreytingar sem eftirlitssvið ríkisskattstjóra stóð að námu liðlega 3,8 milljörðum króna á árinu 2010 og 2,9 milljörðum króna árið 2009. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu voru þær tæpir sex milljarðar króna á árinu sem var að líða og hafa því aukist um tæpa tvo milljarða á milli ára. Gjaldabreytingarnar hafa rúmlega tvöfaldast frá árinu 2009. Ekki var hægt að nálgast upplýsingar um hversu mörg mál eru að baki gjaldabreytingunum. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir þau þó skipta hundruðum. Öll snúist um háar fjárhæðir og það teljist til undantekninga ef gjaldabreyting sé undir tíu milljónum króna. Lækkun á yfirfæranlegu tapi sem félög eða fyrirtæki ætluðu að nýta sér, en fengu ekki eftir skoðun ríkisskattstjóra, nam 46,7 milljörðum króna í fyrra. Hún var 86 milljónir árið 2010 og 1,3 milljarðar árið áður. Um er að ræða tap sem félög eða fyrirtæki hafa, samkvæmt efnahagsreikningi sínum, ætlað að nýta til frádráttar frá skattgreiðslum. Þegar eftirlitssvið ríkisskattstjóra fór að skoða reikninga þeirra og framtalsskil nánar komst það að þeirri niðurstöðu að færslan uppfyllti ekki skilyrði sem þarf til að tap verði yfirfæranlegt. Heimildir blaðsins herma að ástæða þess að upphæðin er svo há sé að fjölmörg félög og fyrirtæki sem hafi farið illa út úr bankahruninu, en hafi síðan verið fjárhagslega endurskipulögð eða haldið lifandi, þrátt fyrir að bera ekkert nema tap, hafi ætlað að nýta tapið til frádráttar. Því hafi ríkisskattstjóri hafnað. thordur@frettabladid.is
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira