Liðin frá Los Angeles í NBA-deildinni eru ekki að gera sér auðvelt fyrir því þau eru bæði á leiðinni í oddaleik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Í nótt mistókst Clippers að senda Memphis í fri er það lá á heimavelli, 88-90, í hörkuleik.
Memphis var átta stigum undir í fjórða leikhluta en sýndi enn á ný mikinn karakter með því að koma til baka.
Blake Griffinn meiddist í leik 5 og það háði honum klárlega í þessum leik. Sömu sögu er að segja af Chris Paul en Clippers má illa við því að þessir lykilmenn séu ekki heilir heilsu.
