Lífskjör Íslendinga ekki verri í 20 ár Karen Kjartansdóttir skrifar 12. júlí 2012 20:00 Heiðar Már Guðjónsson. Hagfræðinginn Heiðar Má Guðjónsson og peningastefnunefnd Seðlabankans greinir mjög á um hver lífskjör Íslendinga eru, Heiðar segir laun landsmanna hafa hrunið og lífskjör ekki verið verri í 20 ár. Nokkuð er deilt um árangur Íslendinga eftir hrunið. Víða í fjölmiðlum heimsins er talað um íslenska kraftaverið en ekki eru allir jafn trúaðir á það. Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, segir að peningastefnunefnd Seðlabankans sem geri ráð fyrir að lífskjör á Íslandi séu svipuð því sem var árið 2006 taki ekki tillit til þess hve margt hefur breyst á Íslandi og hve krónan hefur rýrnað mikið. "Það er hægt að sjá ýmislegt út úr núverandi mynd en það er regla að ef að menn ætla að fá út heilbrigða mynd þá þurfa þeir að bera saman eitthvað sem er samkynja, eitthvað sem er að sama eðli, og það hefur svo margt breyst á Íslandi: Fyrir það fyrsta hefur verðgildi krónunnar rýrnað stórkostlega. Þannig að krónan í dag er ekki það sama og hún var fyrir tíu árum síðan. Það er líka hagkerfið sem hefur breyst. Þátttaka erlendra fyrirtækja í hagkerfinu hefur aukist mjög mikið. Þannig að hlutur erlendra aðila í virðisauka hagkerfisins, það er hlutur erlendra aðila í því sem að er framleitt á Íslandi hefur aukist mjög mikið þannig ef að menn horfa bara á heildarframleiðslutölurnar, sem ekki hafa minnkað mikið en hlutur þjóðarinnar - hlutur Íslendinga í þeim hefur minnkað," segir Heiðar. Við útreikninga sína segist Heiðar hafa notað tölur frá Alþjóðabankanum í Washington. "Þannig þetta eru tölur sem eru samræmdar um allan heim. Ef við ætlum að finna það út hvar þjóðin stendur þá þurfum við auðvitað að finna út hvað kemur í hennar hlut en ekki bara það sem framleitt er í hagkerfinu og mikið af því fer eitthvað annað," segir Heiðar. Til að finna út kjör Íslendinga segist hann hafa notast við tölur um laun á Íslandi og svo skuldabyrði heimilanna til að finna út ráðstöfunartekjur, eftir að fólk hefur greitt af húsnæði og helstu fjárfestingum. Þegar það sé gert þurfi að fara um tvo áratugi aftur í tímann til að finna svipuð laun og fólk hefur nú eða um tvo áratugi. "Ef við horfum framhjá þessari aukningu skulda sem hefur verið mjög mikil, sérstaklega síðustu fjögur ár, þarf maður samt að fara meira en tólf ár til að finna hreinlega þjóðartekjur sem eru sambærilegar og þær eru í dag," segir hann. Heiðar segir peningastefnunefnd Seðlabankans nota heildartölur yfir hagkerfið og taki ekki tillit til þess að hlutur erlendra aðila hefur aukist mjög mikið af heildinni. "Þannig það sem kemur í hlut Íslendinga er talsvert minna en var og þess vegna þarf að fara enn aftur í tímann til að finna í raun og veru hvað eftir stendur." Tekið skal fram að hagfræðingar í Seðlabankanum gagnrýna aðferðafræði Heiðars, og við fjöllum nánar um þá gagnrýni í fréttum okkar á morgun. Mest lesið Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Viðskipti innlent Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Sjá meira
Hagfræðinginn Heiðar Má Guðjónsson og peningastefnunefnd Seðlabankans greinir mjög á um hver lífskjör Íslendinga eru, Heiðar segir laun landsmanna hafa hrunið og lífskjör ekki verið verri í 20 ár. Nokkuð er deilt um árangur Íslendinga eftir hrunið. Víða í fjölmiðlum heimsins er talað um íslenska kraftaverið en ekki eru allir jafn trúaðir á það. Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, segir að peningastefnunefnd Seðlabankans sem geri ráð fyrir að lífskjör á Íslandi séu svipuð því sem var árið 2006 taki ekki tillit til þess hve margt hefur breyst á Íslandi og hve krónan hefur rýrnað mikið. "Það er hægt að sjá ýmislegt út úr núverandi mynd en það er regla að ef að menn ætla að fá út heilbrigða mynd þá þurfa þeir að bera saman eitthvað sem er samkynja, eitthvað sem er að sama eðli, og það hefur svo margt breyst á Íslandi: Fyrir það fyrsta hefur verðgildi krónunnar rýrnað stórkostlega. Þannig að krónan í dag er ekki það sama og hún var fyrir tíu árum síðan. Það er líka hagkerfið sem hefur breyst. Þátttaka erlendra fyrirtækja í hagkerfinu hefur aukist mjög mikið. Þannig að hlutur erlendra aðila í virðisauka hagkerfisins, það er hlutur erlendra aðila í því sem að er framleitt á Íslandi hefur aukist mjög mikið þannig ef að menn horfa bara á heildarframleiðslutölurnar, sem ekki hafa minnkað mikið en hlutur þjóðarinnar - hlutur Íslendinga í þeim hefur minnkað," segir Heiðar. Við útreikninga sína segist Heiðar hafa notað tölur frá Alþjóðabankanum í Washington. "Þannig þetta eru tölur sem eru samræmdar um allan heim. Ef við ætlum að finna það út hvar þjóðin stendur þá þurfum við auðvitað að finna út hvað kemur í hennar hlut en ekki bara það sem framleitt er í hagkerfinu og mikið af því fer eitthvað annað," segir Heiðar. Til að finna út kjör Íslendinga segist hann hafa notast við tölur um laun á Íslandi og svo skuldabyrði heimilanna til að finna út ráðstöfunartekjur, eftir að fólk hefur greitt af húsnæði og helstu fjárfestingum. Þegar það sé gert þurfi að fara um tvo áratugi aftur í tímann til að finna svipuð laun og fólk hefur nú eða um tvo áratugi. "Ef við horfum framhjá þessari aukningu skulda sem hefur verið mjög mikil, sérstaklega síðustu fjögur ár, þarf maður samt að fara meira en tólf ár til að finna hreinlega þjóðartekjur sem eru sambærilegar og þær eru í dag," segir hann. Heiðar segir peningastefnunefnd Seðlabankans nota heildartölur yfir hagkerfið og taki ekki tillit til þess að hlutur erlendra aðila hefur aukist mjög mikið af heildinni. "Þannig það sem kemur í hlut Íslendinga er talsvert minna en var og þess vegna þarf að fara enn aftur í tímann til að finna í raun og veru hvað eftir stendur." Tekið skal fram að hagfræðingar í Seðlabankanum gagnrýna aðferðafræði Heiðars, og við fjöllum nánar um þá gagnrýni í fréttum okkar á morgun.
Mest lesið Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Viðskipti innlent Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur