Lífskjör Íslendinga ekki verri í 20 ár Karen Kjartansdóttir skrifar 12. júlí 2012 20:00 Heiðar Már Guðjónsson. Hagfræðinginn Heiðar Má Guðjónsson og peningastefnunefnd Seðlabankans greinir mjög á um hver lífskjör Íslendinga eru, Heiðar segir laun landsmanna hafa hrunið og lífskjör ekki verið verri í 20 ár. Nokkuð er deilt um árangur Íslendinga eftir hrunið. Víða í fjölmiðlum heimsins er talað um íslenska kraftaverið en ekki eru allir jafn trúaðir á það. Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, segir að peningastefnunefnd Seðlabankans sem geri ráð fyrir að lífskjör á Íslandi séu svipuð því sem var árið 2006 taki ekki tillit til þess hve margt hefur breyst á Íslandi og hve krónan hefur rýrnað mikið. "Það er hægt að sjá ýmislegt út úr núverandi mynd en það er regla að ef að menn ætla að fá út heilbrigða mynd þá þurfa þeir að bera saman eitthvað sem er samkynja, eitthvað sem er að sama eðli, og það hefur svo margt breyst á Íslandi: Fyrir það fyrsta hefur verðgildi krónunnar rýrnað stórkostlega. Þannig að krónan í dag er ekki það sama og hún var fyrir tíu árum síðan. Það er líka hagkerfið sem hefur breyst. Þátttaka erlendra fyrirtækja í hagkerfinu hefur aukist mjög mikið. Þannig að hlutur erlendra aðila í virðisauka hagkerfisins, það er hlutur erlendra aðila í því sem að er framleitt á Íslandi hefur aukist mjög mikið þannig ef að menn horfa bara á heildarframleiðslutölurnar, sem ekki hafa minnkað mikið en hlutur þjóðarinnar - hlutur Íslendinga í þeim hefur minnkað," segir Heiðar. Við útreikninga sína segist Heiðar hafa notað tölur frá Alþjóðabankanum í Washington. "Þannig þetta eru tölur sem eru samræmdar um allan heim. Ef við ætlum að finna það út hvar þjóðin stendur þá þurfum við auðvitað að finna út hvað kemur í hennar hlut en ekki bara það sem framleitt er í hagkerfinu og mikið af því fer eitthvað annað," segir Heiðar. Til að finna út kjör Íslendinga segist hann hafa notast við tölur um laun á Íslandi og svo skuldabyrði heimilanna til að finna út ráðstöfunartekjur, eftir að fólk hefur greitt af húsnæði og helstu fjárfestingum. Þegar það sé gert þurfi að fara um tvo áratugi aftur í tímann til að finna svipuð laun og fólk hefur nú eða um tvo áratugi. "Ef við horfum framhjá þessari aukningu skulda sem hefur verið mjög mikil, sérstaklega síðustu fjögur ár, þarf maður samt að fara meira en tólf ár til að finna hreinlega þjóðartekjur sem eru sambærilegar og þær eru í dag," segir hann. Heiðar segir peningastefnunefnd Seðlabankans nota heildartölur yfir hagkerfið og taki ekki tillit til þess að hlutur erlendra aðila hefur aukist mjög mikið af heildinni. "Þannig það sem kemur í hlut Íslendinga er talsvert minna en var og þess vegna þarf að fara enn aftur í tímann til að finna í raun og veru hvað eftir stendur." Tekið skal fram að hagfræðingar í Seðlabankanum gagnrýna aðferðafræði Heiðars, og við fjöllum nánar um þá gagnrýni í fréttum okkar á morgun. Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira
Hagfræðinginn Heiðar Má Guðjónsson og peningastefnunefnd Seðlabankans greinir mjög á um hver lífskjör Íslendinga eru, Heiðar segir laun landsmanna hafa hrunið og lífskjör ekki verið verri í 20 ár. Nokkuð er deilt um árangur Íslendinga eftir hrunið. Víða í fjölmiðlum heimsins er talað um íslenska kraftaverið en ekki eru allir jafn trúaðir á það. Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, segir að peningastefnunefnd Seðlabankans sem geri ráð fyrir að lífskjör á Íslandi séu svipuð því sem var árið 2006 taki ekki tillit til þess hve margt hefur breyst á Íslandi og hve krónan hefur rýrnað mikið. "Það er hægt að sjá ýmislegt út úr núverandi mynd en það er regla að ef að menn ætla að fá út heilbrigða mynd þá þurfa þeir að bera saman eitthvað sem er samkynja, eitthvað sem er að sama eðli, og það hefur svo margt breyst á Íslandi: Fyrir það fyrsta hefur verðgildi krónunnar rýrnað stórkostlega. Þannig að krónan í dag er ekki það sama og hún var fyrir tíu árum síðan. Það er líka hagkerfið sem hefur breyst. Þátttaka erlendra fyrirtækja í hagkerfinu hefur aukist mjög mikið. Þannig að hlutur erlendra aðila í virðisauka hagkerfisins, það er hlutur erlendra aðila í því sem að er framleitt á Íslandi hefur aukist mjög mikið þannig ef að menn horfa bara á heildarframleiðslutölurnar, sem ekki hafa minnkað mikið en hlutur þjóðarinnar - hlutur Íslendinga í þeim hefur minnkað," segir Heiðar. Við útreikninga sína segist Heiðar hafa notað tölur frá Alþjóðabankanum í Washington. "Þannig þetta eru tölur sem eru samræmdar um allan heim. Ef við ætlum að finna það út hvar þjóðin stendur þá þurfum við auðvitað að finna út hvað kemur í hennar hlut en ekki bara það sem framleitt er í hagkerfinu og mikið af því fer eitthvað annað," segir Heiðar. Til að finna út kjör Íslendinga segist hann hafa notast við tölur um laun á Íslandi og svo skuldabyrði heimilanna til að finna út ráðstöfunartekjur, eftir að fólk hefur greitt af húsnæði og helstu fjárfestingum. Þegar það sé gert þurfi að fara um tvo áratugi aftur í tímann til að finna svipuð laun og fólk hefur nú eða um tvo áratugi. "Ef við horfum framhjá þessari aukningu skulda sem hefur verið mjög mikil, sérstaklega síðustu fjögur ár, þarf maður samt að fara meira en tólf ár til að finna hreinlega þjóðartekjur sem eru sambærilegar og þær eru í dag," segir hann. Heiðar segir peningastefnunefnd Seðlabankans nota heildartölur yfir hagkerfið og taki ekki tillit til þess að hlutur erlendra aðila hefur aukist mjög mikið af heildinni. "Þannig það sem kemur í hlut Íslendinga er talsvert minna en var og þess vegna þarf að fara enn aftur í tímann til að finna í raun og veru hvað eftir stendur." Tekið skal fram að hagfræðingar í Seðlabankanum gagnrýna aðferðafræði Heiðars, og við fjöllum nánar um þá gagnrýni í fréttum okkar á morgun.
Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira