Varalitavísitalan vekur spurningar um bata hagkerfisins Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 3. september 2012 21:58 Íslenska hagkerfið virðist vera á hægri uppleið þó enn sé langt í land, samkvæmt óhefðbundnum vísitölum. Innflutningur á varalit náði hámarki í fyrra en notkun á „K"-orðinu svokallaða hefur minnkað verulega frá hruni. Óhefðbundnir mælikvarðar á borð við verð á Big Mac hamborgurum og Ikea bókahillum um allan heim geta oft birt hagnýtar upplýsingar um stöðu hagkerfa. Þá hafa ýmsar kenningar verið gerðar um hegðun fólks í kreppu og góðæri. Til dæmis að breidd binda minnki í kreppu en aukist síðan aftur þegar hagkerfið réttir úr kútnum og getur lakkrísbindabylgja undanfarna ára kannski ýtt undir þá kenningu. Sem dæmi um óhefðbundinn hagvísi er varalitavísitalan sem byggir á því að konur fari að kaupa varalit í staðinn fyrir kjóla og skó í kreppu sem ætti að skila sér í aukinni sölu á varalit. Innflutningur á varalit til Íslands, tók stökk árið 2008 en fór síðan aftur minnkandi, annað og stærra stökk átti sér svo stað í fyrra sem bendir kannski til þess að kreppan er ekki enn afstaðin. Annað dæmi er svokölluð nærbuxnavísitala, sem byggir á því að með því fyrsta sem karlmenn hætta að kaupa í kreppu sé nýjar nærbuxur. Samkvæmt innflutningstölum virðist þetta hins vegar ekki hafa verið raunin á Íslandi, heldur þvert á móti jókst sala á nærbuxum karla um helming árið 2009 og hefur haldið áfram að aukast síðan, möguleg skýring gæti þó verið að færri hafa farið til útlanda í nærbuxnakaup. Þá má nefna K-orðs vísitöluna en hún gengur út á að telja hversu oft orðið kreppa kemur fyrir í fjölmiðlum. Orðið var á allra vörum hrunárið 2008 en hefur síðan farið ört fækkandi í umfjöllun sem gæti verið vísbending um betri tíð framundan. Einn hefðbundinn hagvísir er innflutningur á fólksbílum. Tæplega nítján þúsund bílar voru fluttir inn árið 2007 en einungis 2500 árið 2009. Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs er hins vegar búið að flytja inn fleiri bíla en allt árið í fyrra og því mögulegt að kaupgleðin sé að færast yfir landann á ný. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Íslenska hagkerfið virðist vera á hægri uppleið þó enn sé langt í land, samkvæmt óhefðbundnum vísitölum. Innflutningur á varalit náði hámarki í fyrra en notkun á „K"-orðinu svokallaða hefur minnkað verulega frá hruni. Óhefðbundnir mælikvarðar á borð við verð á Big Mac hamborgurum og Ikea bókahillum um allan heim geta oft birt hagnýtar upplýsingar um stöðu hagkerfa. Þá hafa ýmsar kenningar verið gerðar um hegðun fólks í kreppu og góðæri. Til dæmis að breidd binda minnki í kreppu en aukist síðan aftur þegar hagkerfið réttir úr kútnum og getur lakkrísbindabylgja undanfarna ára kannski ýtt undir þá kenningu. Sem dæmi um óhefðbundinn hagvísi er varalitavísitalan sem byggir á því að konur fari að kaupa varalit í staðinn fyrir kjóla og skó í kreppu sem ætti að skila sér í aukinni sölu á varalit. Innflutningur á varalit til Íslands, tók stökk árið 2008 en fór síðan aftur minnkandi, annað og stærra stökk átti sér svo stað í fyrra sem bendir kannski til þess að kreppan er ekki enn afstaðin. Annað dæmi er svokölluð nærbuxnavísitala, sem byggir á því að með því fyrsta sem karlmenn hætta að kaupa í kreppu sé nýjar nærbuxur. Samkvæmt innflutningstölum virðist þetta hins vegar ekki hafa verið raunin á Íslandi, heldur þvert á móti jókst sala á nærbuxum karla um helming árið 2009 og hefur haldið áfram að aukast síðan, möguleg skýring gæti þó verið að færri hafa farið til útlanda í nærbuxnakaup. Þá má nefna K-orðs vísitöluna en hún gengur út á að telja hversu oft orðið kreppa kemur fyrir í fjölmiðlum. Orðið var á allra vörum hrunárið 2008 en hefur síðan farið ört fækkandi í umfjöllun sem gæti verið vísbending um betri tíð framundan. Einn hefðbundinn hagvísir er innflutningur á fólksbílum. Tæplega nítján þúsund bílar voru fluttir inn árið 2007 en einungis 2500 árið 2009. Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs er hins vegar búið að flytja inn fleiri bíla en allt árið í fyrra og því mögulegt að kaupgleðin sé að færast yfir landann á ný.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira