Varalitavísitalan vekur spurningar um bata hagkerfisins Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 3. september 2012 21:58 Íslenska hagkerfið virðist vera á hægri uppleið þó enn sé langt í land, samkvæmt óhefðbundnum vísitölum. Innflutningur á varalit náði hámarki í fyrra en notkun á „K"-orðinu svokallaða hefur minnkað verulega frá hruni. Óhefðbundnir mælikvarðar á borð við verð á Big Mac hamborgurum og Ikea bókahillum um allan heim geta oft birt hagnýtar upplýsingar um stöðu hagkerfa. Þá hafa ýmsar kenningar verið gerðar um hegðun fólks í kreppu og góðæri. Til dæmis að breidd binda minnki í kreppu en aukist síðan aftur þegar hagkerfið réttir úr kútnum og getur lakkrísbindabylgja undanfarna ára kannski ýtt undir þá kenningu. Sem dæmi um óhefðbundinn hagvísi er varalitavísitalan sem byggir á því að konur fari að kaupa varalit í staðinn fyrir kjóla og skó í kreppu sem ætti að skila sér í aukinni sölu á varalit. Innflutningur á varalit til Íslands, tók stökk árið 2008 en fór síðan aftur minnkandi, annað og stærra stökk átti sér svo stað í fyrra sem bendir kannski til þess að kreppan er ekki enn afstaðin. Annað dæmi er svokölluð nærbuxnavísitala, sem byggir á því að með því fyrsta sem karlmenn hætta að kaupa í kreppu sé nýjar nærbuxur. Samkvæmt innflutningstölum virðist þetta hins vegar ekki hafa verið raunin á Íslandi, heldur þvert á móti jókst sala á nærbuxum karla um helming árið 2009 og hefur haldið áfram að aukast síðan, möguleg skýring gæti þó verið að færri hafa farið til útlanda í nærbuxnakaup. Þá má nefna K-orðs vísitöluna en hún gengur út á að telja hversu oft orðið kreppa kemur fyrir í fjölmiðlum. Orðið var á allra vörum hrunárið 2008 en hefur síðan farið ört fækkandi í umfjöllun sem gæti verið vísbending um betri tíð framundan. Einn hefðbundinn hagvísir er innflutningur á fólksbílum. Tæplega nítján þúsund bílar voru fluttir inn árið 2007 en einungis 2500 árið 2009. Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs er hins vegar búið að flytja inn fleiri bíla en allt árið í fyrra og því mögulegt að kaupgleðin sé að færast yfir landann á ný. Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Íslenska hagkerfið virðist vera á hægri uppleið þó enn sé langt í land, samkvæmt óhefðbundnum vísitölum. Innflutningur á varalit náði hámarki í fyrra en notkun á „K"-orðinu svokallaða hefur minnkað verulega frá hruni. Óhefðbundnir mælikvarðar á borð við verð á Big Mac hamborgurum og Ikea bókahillum um allan heim geta oft birt hagnýtar upplýsingar um stöðu hagkerfa. Þá hafa ýmsar kenningar verið gerðar um hegðun fólks í kreppu og góðæri. Til dæmis að breidd binda minnki í kreppu en aukist síðan aftur þegar hagkerfið réttir úr kútnum og getur lakkrísbindabylgja undanfarna ára kannski ýtt undir þá kenningu. Sem dæmi um óhefðbundinn hagvísi er varalitavísitalan sem byggir á því að konur fari að kaupa varalit í staðinn fyrir kjóla og skó í kreppu sem ætti að skila sér í aukinni sölu á varalit. Innflutningur á varalit til Íslands, tók stökk árið 2008 en fór síðan aftur minnkandi, annað og stærra stökk átti sér svo stað í fyrra sem bendir kannski til þess að kreppan er ekki enn afstaðin. Annað dæmi er svokölluð nærbuxnavísitala, sem byggir á því að með því fyrsta sem karlmenn hætta að kaupa í kreppu sé nýjar nærbuxur. Samkvæmt innflutningstölum virðist þetta hins vegar ekki hafa verið raunin á Íslandi, heldur þvert á móti jókst sala á nærbuxum karla um helming árið 2009 og hefur haldið áfram að aukast síðan, möguleg skýring gæti þó verið að færri hafa farið til útlanda í nærbuxnakaup. Þá má nefna K-orðs vísitöluna en hún gengur út á að telja hversu oft orðið kreppa kemur fyrir í fjölmiðlum. Orðið var á allra vörum hrunárið 2008 en hefur síðan farið ört fækkandi í umfjöllun sem gæti verið vísbending um betri tíð framundan. Einn hefðbundinn hagvísir er innflutningur á fólksbílum. Tæplega nítján þúsund bílar voru fluttir inn árið 2007 en einungis 2500 árið 2009. Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs er hins vegar búið að flytja inn fleiri bíla en allt árið í fyrra og því mögulegt að kaupgleðin sé að færast yfir landann á ný.
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur