Steingrímur: Mikil vonbrigði hvað viðræður hafa tafist Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. september 2012 08:00 Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra og formaður Vinstri grænna, segir að tafir á aðildarviðræðum við Evrópusambandið séu fullkomlega á skjön við það sem ákveðið var eftir kosningarnar 2009. Hann segir það mikil vonbrigði hvað aðildarviðræðurnar hafa tafist mikið. Þetta er meðal þess sem fram kemur í viðtali við Steingrím í nýjasta þætti Klinksins, en í viðtalinu fer Steingrímur vítt yfir sviðið og svarar spurningum um valkosti Íslands í peningamálum, aðildarviðræðurnar við ESB, gjaldeyrishöftin og nýjar varúðarreglur Seðlabankans, stöðu Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra í ljósi nýlegs brots á jafnréttislögum og makríldeiluna við ESB og Noreg, svo eitthvað sé nefnt. Sú afstaða Steingríms að samþykkja að fara í aðildaviðræður, þótt aðild að Evrópusambandinu stríði gegn lífsskoðun hans, hefur orðið þess valdandi að hann hefur þurft að þola harða gagnrýni á kjörtímabilinu, bæði úr eigin röðum og frá stjórnarandstæðingum.Réttlætt með lýðræðisrökum þótt aðild stríði gegn lífsskoðun Steingrímur hefur alltaf sagt að sú ákvörðun að fara í aðildarviðræður við Evrópusambandið hafi verið réttlætanleg frá lýðræðislegum sjónarmiðum, að kanna þennan möguleika og afstöðu þjóðarinnar til hans. Að það sé réttur þjóðarinnar að kjósa um aðild að Evrópusambandinu. Alþingi samþykkti þingsályktun um að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið sumarið 2009 áður en vandamál á evrusvæðinu raungerðust af þeim krafti sem nú blasir við. „Það eru vonbrigði að þetta hafi ekki skilað ennþá neinum skýrari efnislegum niðurstöðum. Ég segi fyrir mitt leyti að ef landbúnaðar-, og sjávarútvegskaflarnir, tollakaflinn, auðlindamálin, þessir kaflar, hefðu verið opnaðir og við sæjum á spilin, þ.e hvernig Evrópusambandsríkin myndu bregðast við fyrir sitt leyti (…) þá værum við strax komin með þær upplýsingar og verið einhverju nær. Þannig að það eru vonbrigði og ekki það sem við óskuðum okkur. Við lögðum þvert á móti áherslu á að það yrði reynt að opna einhverja af þessum þungu köflum sem allra fyrst, samhliða öðrum léttari," segir Steingrímur í Klinkinu, en hann segist sérstaklega súr yfir þessu því hann hafi farið í sérstaka ferð til Brussel í janúar til að leggja áherslu á að ekki yrðu frekari tafir á að stórir samningskaflar yrðu opnaðir.Svarar ekki spurningu um hlé En telur Steingrímur það skynsamlegan kost í pólitísku tilliti að gera hlé á aðildarviðræðum við ESB núna, að minnsta kosti þangað til vandinn á evrusvæðinu leysist? Steingrímur kýs að svara þessari spurningu ekki efnislega, en hann segir: „Það eru margir möguleikar í stöðunni og þeir hafa verið ræddir. (…) Það er mikið í húfi fyrir okkur að Evrópu vegni vel. (…) Aðalatriði þessa máls er að menn byggi þetta á yfirveguðum röksemdum og ekki upphrópunum. (…) Það er líka mikilvægt fyrir landið, inn á við og út á við, að við höldum af ábyrgð á þessu máli. Líka þeirri stöðu sem við erum komin í núna. Hvert sem framtíðin leiðir okkur í þessu, þá sé það yfirvegað, það sé byggt á vandaðri umfjöllun og rökum og við komumst þannig að skynsamlegri niðurstöðu um hvernig við höldum á þessu máli áfram," segir Steingrímur. Hann segir að stefna VG hafi ekkert breyst. „Við teljum það ekki þjóna hagsmunum Íslands að gerast aðilar að Evrópusambandinu. Ég hef sagt það, alveg skýrt. Hafi eitthvað gerst þá hef ég frekar styrkst í þeirri afstöðu minni og sannfæringu." Sjá má nýjasta þáttinn af Klinkinu hér.thorbjorn@stod2.is Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fleiri fréttir „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra og formaður Vinstri grænna, segir að tafir á aðildarviðræðum við Evrópusambandið séu fullkomlega á skjön við það sem ákveðið var eftir kosningarnar 2009. Hann segir það mikil vonbrigði hvað aðildarviðræðurnar hafa tafist mikið. Þetta er meðal þess sem fram kemur í viðtali við Steingrím í nýjasta þætti Klinksins, en í viðtalinu fer Steingrímur vítt yfir sviðið og svarar spurningum um valkosti Íslands í peningamálum, aðildarviðræðurnar við ESB, gjaldeyrishöftin og nýjar varúðarreglur Seðlabankans, stöðu Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra í ljósi nýlegs brots á jafnréttislögum og makríldeiluna við ESB og Noreg, svo eitthvað sé nefnt. Sú afstaða Steingríms að samþykkja að fara í aðildaviðræður, þótt aðild að Evrópusambandinu stríði gegn lífsskoðun hans, hefur orðið þess valdandi að hann hefur þurft að þola harða gagnrýni á kjörtímabilinu, bæði úr eigin röðum og frá stjórnarandstæðingum.Réttlætt með lýðræðisrökum þótt aðild stríði gegn lífsskoðun Steingrímur hefur alltaf sagt að sú ákvörðun að fara í aðildarviðræður við Evrópusambandið hafi verið réttlætanleg frá lýðræðislegum sjónarmiðum, að kanna þennan möguleika og afstöðu þjóðarinnar til hans. Að það sé réttur þjóðarinnar að kjósa um aðild að Evrópusambandinu. Alþingi samþykkti þingsályktun um að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið sumarið 2009 áður en vandamál á evrusvæðinu raungerðust af þeim krafti sem nú blasir við. „Það eru vonbrigði að þetta hafi ekki skilað ennþá neinum skýrari efnislegum niðurstöðum. Ég segi fyrir mitt leyti að ef landbúnaðar-, og sjávarútvegskaflarnir, tollakaflinn, auðlindamálin, þessir kaflar, hefðu verið opnaðir og við sæjum á spilin, þ.e hvernig Evrópusambandsríkin myndu bregðast við fyrir sitt leyti (…) þá værum við strax komin með þær upplýsingar og verið einhverju nær. Þannig að það eru vonbrigði og ekki það sem við óskuðum okkur. Við lögðum þvert á móti áherslu á að það yrði reynt að opna einhverja af þessum þungu köflum sem allra fyrst, samhliða öðrum léttari," segir Steingrímur í Klinkinu, en hann segist sérstaklega súr yfir þessu því hann hafi farið í sérstaka ferð til Brussel í janúar til að leggja áherslu á að ekki yrðu frekari tafir á að stórir samningskaflar yrðu opnaðir.Svarar ekki spurningu um hlé En telur Steingrímur það skynsamlegan kost í pólitísku tilliti að gera hlé á aðildarviðræðum við ESB núna, að minnsta kosti þangað til vandinn á evrusvæðinu leysist? Steingrímur kýs að svara þessari spurningu ekki efnislega, en hann segir: „Það eru margir möguleikar í stöðunni og þeir hafa verið ræddir. (…) Það er mikið í húfi fyrir okkur að Evrópu vegni vel. (…) Aðalatriði þessa máls er að menn byggi þetta á yfirveguðum röksemdum og ekki upphrópunum. (…) Það er líka mikilvægt fyrir landið, inn á við og út á við, að við höldum af ábyrgð á þessu máli. Líka þeirri stöðu sem við erum komin í núna. Hvert sem framtíðin leiðir okkur í þessu, þá sé það yfirvegað, það sé byggt á vandaðri umfjöllun og rökum og við komumst þannig að skynsamlegri niðurstöðu um hvernig við höldum á þessu máli áfram," segir Steingrímur. Hann segir að stefna VG hafi ekkert breyst. „Við teljum það ekki þjóna hagsmunum Íslands að gerast aðilar að Evrópusambandinu. Ég hef sagt það, alveg skýrt. Hafi eitthvað gerst þá hef ég frekar styrkst í þeirri afstöðu minni og sannfæringu." Sjá má nýjasta þáttinn af Klinkinu hér.thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fleiri fréttir „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Sjá meira