Maraþonhlaup karla fer fram á Ólympíuleikunum á morgun og fer fram í hjarta Lundúna. Kári Steinn Karlsson, Íslandsmethafi í greininni, er meðal þátttakenda.
Undanfarin ár hefur það verið venjan að maraþonhlaupinu ljúki á Ólympíuleikvanginum en verður það ekki svo nú.
Leiðin teygir sig frá Buckinghamhöll að Lundúnaturninum en þáttakendur hlaupa fyrst einn stuttan hring (3,571 km) og svo þrjá stóra (12,875 km). Hlaupið er framhjá mörgum af þekktustu byggingum borgarinnar.
Hlaupið er alls 42,195 km en þessi nákvæma vegalengd var fyrst hlaupin á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 1908. Alþjóðafrjálsíþróttasambandið færði svo í reglur sínar þrettán árum síðar að maraþonhlaup skyldi vera svo langt.
Smelltu hér til að ná í kort af hlaupaleiðinni (pdf-skjal).

