Innlent

Staða ungs fólks fer batnandi

BBI skrifar
Sífellt færri ungmenni reykja og drekka samkvæmt nýbirtri skýrslu sem unnin var um líðan og hagi unglinga í 8.-10. bekk. Skýrslan var unnin fyrir Hafnarfjarðarbæ og Menntamálaráðuneytið.

Á síðustu 15 árum virðast æ færri krakkar í 10. bekk drekka áfengi reglulega. Nú er hlutfall þeirra um sex sinnum lægra en árið 1998. Í dag er það í um 7% en var um 42% árið 1998. Hlutföllin eru enn lægri hjá yngri krökkum og lækka sömuleiðis milli ára.

Á sama tíma hefur hlutfall barna í 10. bekk sem reykja minnkað umtalsvert og er nú um átta sinnum lægra en árið 1998, eða 3% miðað við 23% áður.

Sífellt færri ungmenni reykja.
Samverustundum foreldra og barna virðist fjölga á sama tíma.

Í skýrslunni eru eftirfarandi ályktanir dregnar af þessum tölum: „Þær miklu breytingar sem íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum á undanförnum árum, hafa eflaust vakið ótta meðal margra um að staða þessara þátta í lífi ungs fólks, hafi versnað. Það vekur því sérstaka ánægju að geta þess að andstætt því sem við hefðum ef til vill óttast, eru fjölmargar vísbendingar um að staða ungs fólks hafi batnað á undanförnum árum í samfélaginu."





Tafla úr skýrslunni.
Umrædd skýrsla kemur út á svipuðum tíma og ritið Ungt fólk 2012 sem unnið var fyrir menntamálaráðuneytið og Vísir sagði frá í gær, eins og sérst á hlekkjunum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Unglingar eyða meiri tíma með foreldrum sínum

Fjöldi þeirra unglinga sem eyða miklum tíma með foreldrum sínum utan skóla hefur aukist töluvert síðustu fimmtán ár. Þetta kemur fram í nýju riti sem unnið var fyrir menntamálaráðuneytið og nefnist

Yndislestur unglinga eykst

Sífellt fleiri börn í 9. og 10. bekk í grunnskóla lesa sér til skemmtunar utan skólatíma. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju riti sem unnið var fyrir menntamálaráðuneytið, Ungt fólk 2012, sem birtist í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×