NBA í nótt: Oklahoma tók forystu gegn Miami Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. júní 2012 09:00 Russell Westbrook og Kevin Durant fagna í nótt. Mynd/AP Oklahoma City Thunder er komið í 1-0 forystu gegn Miami Heat í einvígi liðanna í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta. Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City, fór á kostum í 105-94 sigri sinna manna í nótt. Leikurinn fór fram í Oklahoma í nótt og eiga Durant og félagar tækifæri á að komast í 2-0 með sigri á heimavelli aðfaranótt föstudagsins. Eftir það færist einvígið til Miami þar sem leikið verður þrívegis, gerist þess þörf. Miami byrjaði betur í leiknum en Oklahoma City náði forystunni í lok þriðja leikhluta leikhluta. Liðið tók svo öll völd á vellinum í þeim fjórða, þar sem að Durant fór mikinn og skoraði sautján af sínum 36 stigum í leiknum. Oklahoma City kom sér í þægilega forystu sem Miami náði aldrei að ógna á lokamínútum leiksins. Russell Westbrook var einnig öflugur í leiknum og skoraði 27 stig auk þess sem hann gaf ellefu stoðsendingar og tók átta fráköst. Saman skoruðu hann og Durant meira í síðari hálfleik en allir leikmenn Miami gerðu samanlagt. LeBron James skoraði 30 stig í leiknum sem er persónulegt met hjá honum í leik í lokaúrslitunum. Engu að síður skoraði hann aðeins sex stig í fjórða leikhluta sem minnti á frammistöðu hans gegn Dallas í lokaúrslitunum í fyrra, þar sem hann skoraði aðeins þrjú stig að meðaltali í fjórða leikhluta leikjanna. James spilaði þó ekki illa í leiknum, heldur náði Oklahoma City að stíga upp á hárréttum tíma. Leikmenn Miami réðu einfaldlega ekkert við heimamenn. Dwyane Wade skoraði nítján stig fyrir Miami en nýtti aðeins sjö af nítján skotum sínum í leiknum. Shane Battier spilaði vel í sókn og skoraði alls sautján stig. Oklahoma City hefur nú unnið alla níu leiki sína á heimavelli í úrslitakeppninni, þar sem liðið virðist einfaldlega óstöðvandi. NBA Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
Oklahoma City Thunder er komið í 1-0 forystu gegn Miami Heat í einvígi liðanna í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta. Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City, fór á kostum í 105-94 sigri sinna manna í nótt. Leikurinn fór fram í Oklahoma í nótt og eiga Durant og félagar tækifæri á að komast í 2-0 með sigri á heimavelli aðfaranótt föstudagsins. Eftir það færist einvígið til Miami þar sem leikið verður þrívegis, gerist þess þörf. Miami byrjaði betur í leiknum en Oklahoma City náði forystunni í lok þriðja leikhluta leikhluta. Liðið tók svo öll völd á vellinum í þeim fjórða, þar sem að Durant fór mikinn og skoraði sautján af sínum 36 stigum í leiknum. Oklahoma City kom sér í þægilega forystu sem Miami náði aldrei að ógna á lokamínútum leiksins. Russell Westbrook var einnig öflugur í leiknum og skoraði 27 stig auk þess sem hann gaf ellefu stoðsendingar og tók átta fráköst. Saman skoruðu hann og Durant meira í síðari hálfleik en allir leikmenn Miami gerðu samanlagt. LeBron James skoraði 30 stig í leiknum sem er persónulegt met hjá honum í leik í lokaúrslitunum. Engu að síður skoraði hann aðeins sex stig í fjórða leikhluta sem minnti á frammistöðu hans gegn Dallas í lokaúrslitunum í fyrra, þar sem hann skoraði aðeins þrjú stig að meðaltali í fjórða leikhluta leikjanna. James spilaði þó ekki illa í leiknum, heldur náði Oklahoma City að stíga upp á hárréttum tíma. Leikmenn Miami réðu einfaldlega ekkert við heimamenn. Dwyane Wade skoraði nítján stig fyrir Miami en nýtti aðeins sjö af nítján skotum sínum í leiknum. Shane Battier spilaði vel í sókn og skoraði alls sautján stig. Oklahoma City hefur nú unnið alla níu leiki sína á heimavelli í úrslitakeppninni, þar sem liðið virðist einfaldlega óstöðvandi.
NBA Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira