Sjö ákærðir í innherjamáli á Wall Street 19. janúar 2012 01:01 Embætti saksóknara á Manhattan hefur ákært sjö einstaklinga vegna innherjasvika. Bandaríska alríkislögreglan handtók í dag sjö menn sem grunaðir eru um innherjasvik. Handtökurnar fóru fram í New York, Boston og Los Angeles. Allir hafa þeir nú verið ákærðir, en þeir eru grunaðir um að hafa hagnast um 62 milljónir dollara, eða um átta milljarða króna, að því er fjölmiðlar hafa greint frá. Samkvæmt fréttum The New York Times og Wall Street Journal, sem sagði fyrst frá málinu, hefur rannsókn málsins staðið yfir lengi og byggja ákærunar á því að þessir sjö menn, sem flestir tengjast vogunarsjóðum og eignastýringarfyrirtækjum, hafi nýtt sér upplýsingar sem ekki voru öðru aðgengilegar til þess að hagnast á viðskiptum með hlutabréf í tölvufyrirtækinu Dell og fleiri félögum. Einn þeirra sem hefur verið ákærður var Anthony Charrison, einn stofnenda eignastýringarfyrirtækisins Level Group, en hann er þekktur maður á meðal fjárfesta í Bandaríkjunum. Hann gaf sig fram við lögreglu eftir að fulltrúar frá FBI gripu í tómt á heimili hans á Manhattan. Þá voru Tedd Newman, fyrrum miðlari hjá Diamondback í Boston, Jon Horvath starfsmaður Sigma Capital Management og Danny Kuo, fyrrum millistjórnandi hjá JP Morgan Chase, Merril Lynch og Bear Sterns, á meðal þeirra sem voru handteknir. Embætti saksóknara á Manhattan í New York, sem Preet S. Bharara stýrir, hefur unnið 50 innherjamál á síðustu tveimur árum, að því er fram kemur í frétt New York Times um málið. Ákærumeðferð í málinu er á borði þessa saksóknaraembættis. Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan handtók í dag sjö menn sem grunaðir eru um innherjasvik. Handtökurnar fóru fram í New York, Boston og Los Angeles. Allir hafa þeir nú verið ákærðir, en þeir eru grunaðir um að hafa hagnast um 62 milljónir dollara, eða um átta milljarða króna, að því er fjölmiðlar hafa greint frá. Samkvæmt fréttum The New York Times og Wall Street Journal, sem sagði fyrst frá málinu, hefur rannsókn málsins staðið yfir lengi og byggja ákærunar á því að þessir sjö menn, sem flestir tengjast vogunarsjóðum og eignastýringarfyrirtækjum, hafi nýtt sér upplýsingar sem ekki voru öðru aðgengilegar til þess að hagnast á viðskiptum með hlutabréf í tölvufyrirtækinu Dell og fleiri félögum. Einn þeirra sem hefur verið ákærður var Anthony Charrison, einn stofnenda eignastýringarfyrirtækisins Level Group, en hann er þekktur maður á meðal fjárfesta í Bandaríkjunum. Hann gaf sig fram við lögreglu eftir að fulltrúar frá FBI gripu í tómt á heimili hans á Manhattan. Þá voru Tedd Newman, fyrrum miðlari hjá Diamondback í Boston, Jon Horvath starfsmaður Sigma Capital Management og Danny Kuo, fyrrum millistjórnandi hjá JP Morgan Chase, Merril Lynch og Bear Sterns, á meðal þeirra sem voru handteknir. Embætti saksóknara á Manhattan í New York, sem Preet S. Bharara stýrir, hefur unnið 50 innherjamál á síðustu tveimur árum, að því er fram kemur í frétt New York Times um málið. Ákærumeðferð í málinu er á borði þessa saksóknaraembættis.
Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent