Chandler Parsons, liðsfélagi Jeremy Lin hjá Houston Rockets, er afar ánægður með það að Lin sé enn sami góði strákurinn þó svo hann sé orðinn sterkefnaður.
Lin sló í gegn á ótrúlegan hátt hjá NY Knicks í fyrra en fram að því hafði hann meira og minna sofið á sófanum hjá vini sínum.
Lin sendi Parsons sms um daginn þar sem hann spurði kurteislega hvort hann mætti sofa á sófanum hjá honum þar til húsgögnin hans væru komin.
Lin er nýbúinn að skrifa undir 25 milljón dollara samning við Rockets en var samt ekkert að íhuga að gera vel við sig á flottu hóteli. Hann vildi frekar sofa á sófanum hjá liðsfélaga.
Lin vildi sofa á sófanum hjá liðsfélaga sínum

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti
