Jason Terry gerir lítið úr frammistöðu Lin: 95 prósent leikkerfi D'Antoni að þakka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2012 23:45 Jeremy Lin fer hér framhjá Jason Kidd. Mynd/Nordic Photos/Getty Jason Terry, bakvörður Dallas Mavericks, er ekki með LINflúensu ef marka má ummæli hans um nýjustu stórstjörnuna í NBA-deildinni í körfubolta, Jeremy Lin leikmann New York Knicks. Terry tjáði sig um strákinn bæði fyrir og eftir að Dallas tapaði fyrir New York Knicks þar sem að Jeremy Lin var með 28 stig, 14 stoðsendingar og 5 stolna bolta. „Að mínu mati er frammistaða hans 100 prósent leikkerfi Mike D'Antoni að þakka," sagði Jason Terry en leiðrétti sig fljótlega. "95 prósent," sagði Jason Terry fyrir leikinn við New York og hann var ekki tilbúin að breyta um skoðun eftir að Lin fór fyrir New York liðinu í sigrinum á Dallas. „Ef þú spilar 46 mínútur í leik í þessari deild þá hefur þú tækifæri til að ná góðum tölum. Svona er þetta bara. Það verður samt erfitt fyrir hann að halda þessum dampi og þið getið spurt hvern sem er. Ef þú færð tækifæri, boltann í hendurnar og leyfi til að taka meiri en 20 skot þá er eins gott að þú skilir einhverju til liðsins," sagði Terry. Jason Terry er ekki sá eini sem telur að leikkerfi Mike D'Antoni sé lykillinn á bak við frammistöðu Jeremy Lin en flestir geta samt ekki annað en hrifist af frammistöðu Lin enda er hann með 25,0 stig, 9,5 stoðsendingar og 2,3 stolna bolta að meðaltali í leik síðan að D'Antoni setti hann í byrjunarliðið fyrir átta leikjum síðan. Það besta er að New York er búið að vinna alla leikina nema einn. New York Knicks mætir New Jersey Nets í Madison Square Gaerden í New York í kvöld en það var einmitt gegn Nets-liðinu sem Lin fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri 4. febrúar síðastliðinn. NBA Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira
Jason Terry, bakvörður Dallas Mavericks, er ekki með LINflúensu ef marka má ummæli hans um nýjustu stórstjörnuna í NBA-deildinni í körfubolta, Jeremy Lin leikmann New York Knicks. Terry tjáði sig um strákinn bæði fyrir og eftir að Dallas tapaði fyrir New York Knicks þar sem að Jeremy Lin var með 28 stig, 14 stoðsendingar og 5 stolna bolta. „Að mínu mati er frammistaða hans 100 prósent leikkerfi Mike D'Antoni að þakka," sagði Jason Terry en leiðrétti sig fljótlega. "95 prósent," sagði Jason Terry fyrir leikinn við New York og hann var ekki tilbúin að breyta um skoðun eftir að Lin fór fyrir New York liðinu í sigrinum á Dallas. „Ef þú spilar 46 mínútur í leik í þessari deild þá hefur þú tækifæri til að ná góðum tölum. Svona er þetta bara. Það verður samt erfitt fyrir hann að halda þessum dampi og þið getið spurt hvern sem er. Ef þú færð tækifæri, boltann í hendurnar og leyfi til að taka meiri en 20 skot þá er eins gott að þú skilir einhverju til liðsins," sagði Terry. Jason Terry er ekki sá eini sem telur að leikkerfi Mike D'Antoni sé lykillinn á bak við frammistöðu Jeremy Lin en flestir geta samt ekki annað en hrifist af frammistöðu Lin enda er hann með 25,0 stig, 9,5 stoðsendingar og 2,3 stolna bolta að meðaltali í leik síðan að D'Antoni setti hann í byrjunarliðið fyrir átta leikjum síðan. Það besta er að New York er búið að vinna alla leikina nema einn. New York Knicks mætir New Jersey Nets í Madison Square Gaerden í New York í kvöld en það var einmitt gegn Nets-liðinu sem Lin fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri 4. febrúar síðastliðinn.
NBA Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira