Lán - og ólán Sighvatur Björgvinsson skrifar 11. apríl 2012 06:00 Mikið er nú talað um nauðsyn þess að samfélagið leysi vandamál þeirra skuldara, sem þegið hafa lánsveð af skyldmennum en ekki getað borgað. Hvað er lánsveð? Það er þegar Jón og Gunna taka ákvörðun um að lána skyldmenni veð í fasteign sinni svo skyldmennið geti tekið meiri lán en veðhæfni eigna skyldmennisins dugar fyrir. Þetta er nákvæmlega sams konar gerningur og ef Jón og Gunna skrifa sem ábyrgðarmenn upp á lán handa skyldmenninu vegna þess að lánveitandinn – bankinn – telur ekki víst að skyldmennið geti eitt staðið undir lánunum. Því þurfi ábyrgð annarra að koma til. Það er í báðum tilvikum algerlega frjáls ákvörðun þeirra Jóns og Gunnu hvað þau gera. Geti skyldmennið svo þegar til kemur ekki staðið undir láninu þá get ég ómögulega skilið að samfélagið eigi að leysa þau Jón og Gunnu undan ábyrgðinni nema málin standi svo að þau séu ekki borgunarmenn fyrir þeim ábyrgðum – nú eða lánsveðum – sem þau hafa veitt skyldmenninu. Er sanngjarnt og réttlátt að ef ég lána ættingja mínum veð eða peninga og ættinginn getur ekki staðið í skilum þá eigi nágrannarnir að borga og gera mig skaðlausan? Yrði slíkt til þess að auka ábyrgðarkenndina í íslensku samfélagi? Fram hefur nú komið, að drýgstur hluti þeirra miklu fjármuna, sem samfélagið hefur lagt fram til þess að aðstoða þá, sem höllustum fæti standa, hefur lent hjá þeim, sem höfðu háar tekjur, höfðu greiðslugetu til þess sjálfir að standa undir lánunum en skulduðu mikið vegna mikillar ofkeyrslu og skuldasöfnunar í neyslulánum, bílakaupum og yfirdrætti. Þeir, sem raunverulega áttu í greiðsluerfiðleikum fengu minnstan hluta aðstoðarinnar. Þar að auki fengu þeir drjúgan hluta vaxtabótanna sem höfðu vanrækt að greiða vaxtagjöldin sín – hirtu vaxtabæturnar en greiddu aldrei vextina. Þetta var nú aldrei ætlunin – hvað sem hver nú segir. En geta menn þá ekkert lært af reynslunni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið er nú talað um nauðsyn þess að samfélagið leysi vandamál þeirra skuldara, sem þegið hafa lánsveð af skyldmennum en ekki getað borgað. Hvað er lánsveð? Það er þegar Jón og Gunna taka ákvörðun um að lána skyldmenni veð í fasteign sinni svo skyldmennið geti tekið meiri lán en veðhæfni eigna skyldmennisins dugar fyrir. Þetta er nákvæmlega sams konar gerningur og ef Jón og Gunna skrifa sem ábyrgðarmenn upp á lán handa skyldmenninu vegna þess að lánveitandinn – bankinn – telur ekki víst að skyldmennið geti eitt staðið undir lánunum. Því þurfi ábyrgð annarra að koma til. Það er í báðum tilvikum algerlega frjáls ákvörðun þeirra Jóns og Gunnu hvað þau gera. Geti skyldmennið svo þegar til kemur ekki staðið undir láninu þá get ég ómögulega skilið að samfélagið eigi að leysa þau Jón og Gunnu undan ábyrgðinni nema málin standi svo að þau séu ekki borgunarmenn fyrir þeim ábyrgðum – nú eða lánsveðum – sem þau hafa veitt skyldmenninu. Er sanngjarnt og réttlátt að ef ég lána ættingja mínum veð eða peninga og ættinginn getur ekki staðið í skilum þá eigi nágrannarnir að borga og gera mig skaðlausan? Yrði slíkt til þess að auka ábyrgðarkenndina í íslensku samfélagi? Fram hefur nú komið, að drýgstur hluti þeirra miklu fjármuna, sem samfélagið hefur lagt fram til þess að aðstoða þá, sem höllustum fæti standa, hefur lent hjá þeim, sem höfðu háar tekjur, höfðu greiðslugetu til þess sjálfir að standa undir lánunum en skulduðu mikið vegna mikillar ofkeyrslu og skuldasöfnunar í neyslulánum, bílakaupum og yfirdrætti. Þeir, sem raunverulega áttu í greiðsluerfiðleikum fengu minnstan hluta aðstoðarinnar. Þar að auki fengu þeir drjúgan hluta vaxtabótanna sem höfðu vanrækt að greiða vaxtagjöldin sín – hirtu vaxtabæturnar en greiddu aldrei vextina. Þetta var nú aldrei ætlunin – hvað sem hver nú segir. En geta menn þá ekkert lært af reynslunni?
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar