Bikarúrslitaleikur kvenna í körfubolta fer fram í Laugardalshöllinni klukkan 13.30 í dag en þar mætast Njarðvík og Snæfell.
Fréttablaðið fékk leikmenn úr fimm efstu liðunum í Iceland Express-deild kvenna(fyrir utan bikarúrslitaliðin) til að spá fyrir um úrslit í bikarúrslitaleik kvenna í dag og að spá fyrir um hvaða leikmaður verði kosinn kona leiksins.
Pálína Gunnlaugsdóttir, Keflavík
Njarðvík vinnur með 3 stigum eftir framleng.
Kona leiksins: Baker-Brice, Njarðvík
Íris Sverrisdóttir, Haukum
Njarðvík vinnur með 8 stigum
Kona leiksins: Petrúnella Skúladóttir, Njarðvík
Margrét Kara Sturludóttir, KR
Njarðvík vinnur með 7 stigum
Kona leiksins: Shanae Baker-Brice, Njarðvík
Signý Hermannsdóttir, Val
Njarðvík vinnur með 3-5 stigum
Kona leiksins: Shanae Baker-Brice, Njarðvík
Fanney Lind Guðmundsdóttir, Hamar
Snæfell vinnur með 2-3 stigum
Kona leiksins: Hildur Sigurðardóttir, Snæfelli

